Heilaþoka....

Ég eins og svo margir aðrir er greind með síþreytu og vefjagigt,.... hundleiðinlegur sjúkdómur sem sést ekki á manni og ekki er hægt að lækna..

Að öllu jöfnu er ég sæmileg...svona tveim tímum eftir að ég vakna en svo koma tímabil þar sem ég get varla greitt mér fyrir þreytu, ég verð undirlögð af verkjum og svefninn fer í klessu.

Ég hef ekki hugmynd um hvað kemur þessum köstum af stað né hve lengi þau vara, en fram að þessu hafa þau gengið yfir svona á endanum.

Einn af mörgum fylgikvillum sem fylgja köstunum er heilaþoka Sideways....þeir sem eru með vefjagigt vita hvað ég er að tala um... 

maður sofnar að kveldi ( ef maður er heppinn ) W00t með áætlun yfir verkefni næsta dags en vaknar svo að morgni eins og maður hafi verið í partý í viku og man ekki neitt....

ég hef undanfarið verið í svona ástandi.....ákvað að ég þyrfti að skreppa í búð, arkaði inn einbeitt á svip, staðnæmdist  út á miðju gólfi, horfði í kringum mig .....hvern andskotann ætlaði ég að kaupa??'  hugs hugs hugs....ætla seilast eftir töskunni það er smá von um að ég hafi skrifað eitthvað á miða....nebbb enginn taska og ekkert peninga veski...bara sími.

Hringi í miðjubarn...sem kemur eftir einhverja stund með veski og getgátur um hvað ég hafi ætlað að versla....

hitti í röðinni fólk sem ég veit ég á að þekkja en man ekki hvað heita.....þó mundi ég það í vikunni á undan og gott ef ég heilsaði þeim ekki með nafni þá....

rogast út í bíl með marga innkaupa poka set í gang og fáta í tökkum...þaklúga opnast, finn annan takka hliðarrúða opnast...rek mig í þurrkurnar sem ískra eftir þurrum rúðunum....er komin í panik yfir  fátinu á mér...stíg á bensínið og potast á móti umferð útaf bílastæðinu..fæ augnaráð frá öðrum bílstjórum...ek sem leið liggur heim en fer auðvitað lengstu leiðina því ég allt í einu sé ekki fyrir mér styðstu leiðina....

púff ...rogast inn með pokana og í því sem ég tek uppúr þeim sé ég að ég hef keypt fjóra fulla haldapoka.....uuhhhh?????

jú ég er ein heima....Blush 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi þetta er sorglegt en í leiðinni smá dúllulegt.  Baráttukveðjur á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

þetta getur á stundum verið ótrúlega þreytandi en svo verður maður bara að hlæja að öllu saman enda ekki annað hægt....það getur verið drepfyndið að vera svona...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.6.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Til hamingju með fallegu nöfnin á ömmu stelpunni þinni.       En svona heila þoka  hmmmm er bara ólíðandi, maður veit varla stundum til hvers maður er ???  Veistu að hún yngsta þín er algjört yndi /  auðvita veistu það he he. Hún er svo dugleg, það er líka eitthvað sem geislar frá henni. Frábær stelpa ...         Þú kommentaðir svo satt og rétt til minnar dóttur, frábær færsla hjá þér. Hafið það sem allra best 

Erna Friðriksdóttir, 24.6.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Betri er þoka í heila en þoka í sálunni, þótt það sé jú hundfúllt að vita ekki hvað maður er að gera út í búð....:) Ég veit ekki alveg hvað ég verð hér lengi, en alla vega út sumarið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.6.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Erna....já sumir dagar eru erfiðari enn aðrir...og já ég á yndislegar stelpur...

rétt Svanur betri er þoka í heila..... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.6.2008 kl. 23:42

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

ÆÆÆ tetta er sko ekki gledilegt...Er sjálf med gigt og hef haft hana í mörg ár.Sídan ég flutti til danmerkur er ég mikklu betri og enginn getur svarad hvers vegna.Er bara voda glöd med tad .

Knús á tig inn í betri dag mín kæra bloggvinkona og lídi tér sem best.

KV frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 25.6.2008 kl. 06:33

7 Smámynd: Ragnheiður

Já það er undarlegt þegar maður veit alls ekki hvað kemur þessum köstum af stað og óþolandi að vera svona. Kær kveðja Krumma mín

Ragnheiður , 25.6.2008 kl. 09:51

8 identicon

Haha, þetta er drepfyndin pistill hjá þér Krumma! Ég get sagt það með sanni eins og þú veist að því að við erum þjáninga systur í þessum efnum. Gott að geta séð húmorinn í þessu. Við verðum bara að flytja til Danmerkur, ég er alltaf að segja það!! hehe

Bestu kveðjur, Bogga

Borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 17:09

9 identicon

Þekki heilaþokuna alltof vel. Ég á líka svona "þokusögur"nýlegar hahahahahaha.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 17:51

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Bogga það er svo gott að vita að maður er ekki einn með þennan sjúkdóm...maður er auðvitað drepfyndinn í þessu ástandi.

Heyri í þér fljótlega...þyrftum að geta samnýtt Ingu..

sys: jú jú hef séð þig í svona standi..hehe 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.6.2008 kl. 18:21

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ekki gott Krumma mín - á systir sem er í sömu sporum og þú, og þekki þess vegna þessar lýsingar, nokkrar vinkonur líka. En pistillinn þinn er mjög góður, fræðandi, gefandi og skemmtilegur.

Edda Agnarsdóttir, 25.6.2008 kl. 18:38

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er ljóta helvítið þessi gigt. Ég er sem betur fer gigtarlaus en kannast nú samt við þessa  heilaþoku einum of vel. Er iðulega eins og álfur út úr hól.

Helga Magnúsdóttir, 25.6.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband