Og hugurinn reikar.....

Leti hefur hrjáð mig í dag í bland við brjálæðislegan pirring yfir reykleysi og svo finnst mér ég vera eitthvað svo ófullnægð matarlega séð…ekki það ég hef forða til að takast á við hungur….þetta er bara meira enn að segja það. Mig vantar stanslaust eitthvað......


. Í stað þess að laga til eins og ég ætlaði að gera þá hef ég legið yfir blogginu, það er margt vitlausara en það ..ég fer  í tilfinningalegan rússíbana við lesturinn

t.d las ég hjá Birgittu og sá þar hrikalegt myndband sem ég reyndar grét yfir…af sorg og reiði,.mannvonskunni eru enginn takmörk sett

…sveiflaðist frá þeirri tilfinningu yfir í væntumþykju, las nefnilega  hjá Svani…hann er í sérstöku uppáhaldi, fullur af visku og fróðleik, kynntist honum fyrst þegar ég var 13 ára og hann hafði mikil áhrif á líf mitt þá og einnig seinna á lífsleiðinni....

sveiflaðist þaðan og yfir í hlátur hjá henni Jenný sem líka er í uppáhaldi, djöfull sem hún getur verið fyndin konan…

las hjá Hönnu Láru sem gerir það sem ég vildi vera gera en hef ekki tíma til, mér eru þessi mál, þ.e. umhverfismál mjög hugleikin, frábært framtak hjá henni ,…skrif bloggvina minna snerta mig öll á einhvern hátt og eru sem betur fer fjölbreytt það er það sem er svo dásamlegt við lífið….fjölbreytileikinn


Annars var ég á Sigló um helgina í góðu yfirlæti hjá vinum og fer þangað aftur í vikunni, þjóðlaga hátíðin verður sett á miðvikudag og það er skemmtileg og flott dagskrá sem þeir hafa sett upp….ég er búin að skrá mig á námskeið…austrænan trommuslátt og raddspuna….það verður æði..
En nú er ég farin að sinna öðru……..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er ekki málið Krumma mín að þig vantar efni í líkamann þar sem þú ert hætt að reykja.  Líkaminn kallar jú eftir einhverju þegar þannig er ástatt.

Er að laga meltinguna með LGG, ómægodd hvað það er gott efni (tala eins og dópisti).

Takk fyrir að hlægja með mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Helga sömuleiðis...

Talandi um efni Jenný...þá tek ég bara dry ab gerla...kemur manni í svaka stuð...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er góð færsla og gefandi! Knús á þig Krumma.

Edda Agnarsdóttir, 1.7.2008 kl. 01:02

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gód færlsla hjá tér mínkæra .KNús á tig inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 1.7.2008 kl. 05:42

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert ekki ein um það að sækja skemmtun, sorg og allt þar á milli í bloggheima. Ég bjóst ekki við að endast þegar ég byrjaði en nú er ég orðin háð þessu.

Helga Magnúsdóttir, 1.7.2008 kl. 12:22

6 Smámynd: Helga skjol

Góð færsla hjá þér Krumma mín.

Knús á þig inní daginn og vikuna

Helga skjol, 1.7.2008 kl. 12:27

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hafðu fallegan dag og gangi þér vel !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.7.2008 kl. 12:54

8 identicon

Ég lagaðist á 9 mánuði hahahahaha.Gangi þér vel ljúfust

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 17:02

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það eru 6 vikur síðan ég hætti að reykja Hallgerður...en mér finnst aðal dugnaðurinn vera sá að hætta borða allt sem er einhver sykur og fita í...þar reynir sko á mig en ég tek á því með æðruleysinu...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:07

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugleg ertu skottið mitt, þetta lagast ég lofa því 17 ár síðan ég hætti síðast.  Mikið er ég farin að vona að ég komist norður í sumar, langar svo að hitta þig. 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 20:32

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Góða helgi

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.7.2008 kl. 20:26

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Góða helgi elskan

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.7.2008 kl. 10:47

13 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu góða helgi Elskuleg

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:16

14 Smámynd: Anna Guðný

Skemmtu þér vel um helgina Krumma mín. Ég kemst ekki sjálf svo ég hugsa bara til ykkar.

Anna Guðný , 5.7.2008 kl. 00:58

15 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Dugleg ertu, vildi að ég hefði þennan viljastyrk  , held samt að hann komi einn daginn...Minn maður hætti fyrir rúmu ári,  aukakíló hafa bæst á og hann finnur fyrir löngun í hitt og þetta.  En það er næsta skref til að takast á við.  Bestu kveðjur til ykkar

Erna Friðriksdóttir, 9.7.2008 kl. 18:20

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vona að allt gangi vel Hrabba mín. Hef ekki séð þig eða heyrt svo lengi (Meina vitanlega hér í bloggheimum :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.7.2008 kl. 20:38

17 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jú allt gengur vel....takk fyrir umhyggjuna Svanur minn ...hef verið á faraldsfæti og í mikilli bloggleti.....fer að detta í stuð hvað og hverju

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.7.2008 kl. 22:14

18 Smámynd: Anna Guðný

Getur verið að ég hafi séð þig á reiðhjóli í gærkveldi með karlmann (trúlega húsband) þér við hlið?

Anna Guðný , 14.7.2008 kl. 00:44

19 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jú mikið rétt Anna...nú er það heilsan sem er í forgangi..er enn reyklaus og borða nánast bara salat svo reyni ég að hreyfa mig eins og ég get....það er svo  æææææðislega gaman að hjóla...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.7.2008 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband