Úr einu í annað.....

Hvernig stendur á því að mér finnst tíminn líða mikið hraðar á sumrin? Ekki er það það að mér finnist eitthvað skemmtilegra þá því mér finnast aðrir árstímar ekki síðri. Síðustu ár þegar skóla hefur verið að ljúka hjá mér hef ég sett saman laaaaangan lista um allt það sem ég ætla gera það sumarið, en svo um mitt sumar verð ég alltaf jafn undrandi á því að flest það sem fór á listann góða er þar enn......jafnvel frá ári til árs.

Ég er að gera of marga hluti í einu, veð úr einu í annað, það er bara svo margt sem ég hef gaman af að erfitt er að velja, 

ég er þekkt fyrir að sanka að mér efnum og flíkum af flóamörkuðum og svo sit ég og sauma og hanna, finnst frábært að búa til nýja flík,tösku eða hvaðeina annað sem mér dettur í hug,

nú svo hef ég brjálæðislega gaman af því að prjóna, virkar oft á mig eins og hugleiðsla,

ég hef heldur ekki tölu á öllum þeim húsgögnum sem ég hef hirt og gert upp eða breytt í aðra mublu, nú og svo er það auðvitað aðalástríðan að mála og gera skúlptúra....ég þyrfti helmingi lengri tíma í sólarhringinn ef vel ætti, að vera.

Ég tala nú ekki um þessar vikurnar þar sem ég þarf stanslaust að vera að pæla í því hvað ég þarf,og hvað ég má borða, það er bara meira en að segja það að hætta reykja og fara í stíft matarprógramm, ég er þó farin að finna árangur, konan getur orðið hjólað og gengið upp stiga án þess að hljóma eins og gamall físibelgur, nú svo minnka ég hverri vikunni sem líður, einmitt eins ég á að gera Wink

Síðustu daga hef ég verið með heimþrá til Finnlands, langar svo að fara í nokkurra daga frí þangað með húsbandinu mínu, ég fengi örugglega að gista hjá þeirri sem ég dvaldi hjá þegar ég var í skólanum, og ég hefði alveg örgglega krassandi sögur að segja við heimkomuna.

framundan eru breytingar hjá okkur á heimilinu, húsband fer að taka við nýju starfi sem krefst þess að við tökum upp fjarbúð, eigum tvö heimili. Það leggst mjög vel í okkur, gerir okkur örugglega gott, skerpir ástina og hjálpar manni að fókusa á það sem skiptir máli, okkur hefur svo sem alltaf lánast að halda sjálfstæði í hjónabandinu, við reynum að lifa eins og tveir einstaklingar hvort með sínar þarfir og mikið personulegt rými..ég og húsbandið mitt

 

nema stundum...W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko mína í reykleysinu.  Þú gerir mér skömm til.  Ég verð að fara að hysja upp um mig og hætta. 

Þú veitir mér innblástur og verður fyrirmynd mín í reykleysinu.

Fjarbúð, hm... ekki svo vitlaust.  Kannski er þetta eitthvað fyrir oss hér?

Knús yfir heiðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2008 kl. 06:16

2 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 18.7.2008 kl. 07:32

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þið hjónin eruð voða krúttlega á þessari mynd.

Annars finnst mér þú vera að lýsa ofvirkni á frekar þróuðu stigi og krefjandi krónískri sköpunarþörf. Vona að þér takist að yfirstíga nikótínið að fullu sem fyrst og tómleikinn fjari óðar út. (Hér í Englandi eru sko alvöru flóamarkaðir á hverju strái :)

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.7.2008 kl. 07:48

4 identicon

Þú ert duglegust.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:08

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jenný ég satt best að segja hef ekki hugmynd um hvernig ég fer að þessu, jaaa nema það að ég nota soldið töffarann á þetta..

Góður Svanur!, ofvirkni á þróuðu stigi... það er rétt þetta með sköpunarþörfina hún er bæði krefjandi og krónísk....ég myndi algjörlega tapa mér ef ég kæmist á flóamarkaðina hjá þér.

Inga mín velkomin heim, Beta er örugglega dauðfegin að fá þig og gangi þér vel í reykleysinu..... 

Helga mín knús og kiss sömuleyðis.... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.7.2008 kl. 11:14

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

takk sys...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.7.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott hjá þér að hætta að reykja OG taka mataræðið í gegn um leið. Það er sko ekki á allra færi.

Helga Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 14:26

8 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Nei mín kæra ég er lítið búin að líta í gestabókina ... skráningar á reykjaskoli@gmail.com og er að detta inn fullt af skráningum þessa dagana.Mikið hlakka ég til að hitta alla.

Til hamingju Valur minn með nýja starfið (treysti því að þú fáir hamingjuóskirnar) .

Herdís Sigurjónsdóttir, 18.7.2008 kl. 15:26

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góð færsla og notalegt að koma inn í hugsunarstrauminn þinn !

kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 18:12

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugnaður í þér stelpa, ég er bara stolt af þér.  Viltu láta mig vita ef þú ferð til Finnlands, langar svo að biðja þig um pínu, pínu greiða. Ég kemst víst ekkert norður í sumar út af þessu fj... baki en það hlýtur að koma að því að við hittumst og ég fái að berja listaverkin þín augum. Knús og kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 18:52

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég skal hafa samband við þig áður og ef ég skelli mér til Finnlands....já við eigum eftir að hittast...hlakka til..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.7.2008 kl. 22:45

12 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ekki málið, ég skal með ánægæu senda staðfestingu fyrir þína hönd. Þegar tölvan kemst í lag lætur þú mig vita á hes15@hi.is hvort þú ætlar að mæta á föstudegi eða laugardegi .

Herdís Sigurjónsdóttir, 20.7.2008 kl. 10:27

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

takk takk

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.7.2008 kl. 13:42

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krúttleg mynd í kærustustólnum!

Ég er alveg sama sinnis og þú, mér finnst sumarið allt of fljótt að líða!

Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband