Sumarið er tíminn......
28.7.2008 | 00:06
Það vildi ég að allar helgar væru eins og þessi sem er að líða.....ja eða næstum því. Það er allt eitthvað svo yndislegt, veðrið, fólkið mitt, vinirnir og bara tilveran.
Ég var ein heima í gær að sýsla í alls konar hlutum með tónlistina í botni..... húsband var í Ásbyrgi að hlaupa 30 kílómetra í 30 stiga hita....já ég veit þetta er auðvitað bilun, hann var búin að nauða í mér að koma með en mér finnst bara svo frábært að vera ein heima þegar ég er í stuði til að skapa......hittum svo skemmtilega vini í gærkveldi þar sem margar flottar hugmyndir urðu til, til eflingar menningarlífinu hér á Ak og nágrenni....
eyddi svo deginum í dag í sólbaði með mömmu, dóttir og barnabarni....dásamlegur dagur sem leið áfram í skrafi og skemmtileg heitum, meira segja minnsta mattann fékk að vera á samfellunni einni fata í sólabaði, dásamlegt að heyra barnið skríkja og hjala, ég get endalaust horft á litlu snúlluna og kjáð í hana, grilluðum svo læri í kvöld og nutum kvöldsólarinnar.....
svo til að kóróna yndisleg heitin þá er ég enn reyklaus og finnst það flott....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:08 | Facebook
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2008 kl. 00:26
Gott að heyra að þér líður vel þrátt fyrir reykleysið. Því lengur sem það heldur því fleiri svona daga áttu væntanlega í vændum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.7.2008 kl. 01:30
Gott ad tér gengur vel í reykleysinu,tekkji tad vel jhætti sjálf fyrir 20 árum og hef ekki byrjad aftur.Segji tad ekki ad mig langi ekki stundum med gódann kaffibolla........ læt tad bara ekki eftir mér.Börnin eru bara yndisleg ad vera í návistum vid og njóta .
Knús á tig mín kæra.
Gudrún Hauksdótttir, 28.7.2008 kl. 05:19
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:43
Flott hjá þér að halda reykleysinu.
Helga Magnúsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:57
Elsku Krummalingur minn, ég er svo glöð hvað þér gengur vel í bindindinu, það er svo erfitt að standast reykleysið þegar maður er að berjast við annað erfitt í leiðinni. Mig langar svo ROSALEGA að sjá myndir af einhverjum mynda þinna, mig er farið að langa svo til að sjá þinn stíl, kemst ekki norður þetta árið því miður, en geturðu látið þetta eftir mér?? og sent mér kannski í meili. Knús á þig elskan
Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 12:11
Helga skjol, 28.7.2008 kl. 12:16
Takk fyrir uppörvandi kveðjur...Ásdís mín geri þetta við fyrsta tækifæri.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.7.2008 kl. 12:20
Huld S. Ringsted, 29.7.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.