Óboðin gestur..já og smá útbrot.

Ég hef sama og ekkert legið í sólbaði í sumar en hef heldur betur bætt úr því síðustu daga....en stelpur, já og kannski stöku strákur.....ALDREI, aldrei vaxa sig og hlaupa svo í sólbað.....ég er eins og ódáðahraun með ofsakláða og rauðar skellur....

jamm, vissi betur en taldi mér samt trú um að ég væri öðruvísi en aðrir....jú jú mikil ósköp ,auðvitað er ég það en ekki að þessu leytinu.....

talandi um sjálfsblekkingar, þetta er alveg furðulegt fyrirbæri sjálfsblekkingin, þó að allt í umhverfinu bendi til þess að eitthvað sé að hjá fólki þá eru margir meistarar í að telja sér trú um að allir hinir séu fífl.Ef maður er alltaf uppá kant við fólk eða er vinafár þá bendir það til þess að vandinn liggi hjá manni sjálfum en ekki þeim sem maður er upp á kant við.......

 

Svo nálgast nú verslunarmannahelgin  óðfluga og  ég satt að segja er farin að finna fyrir stigmagnandi kvíða, ég er nefnilega enn í sjokki síðan í fyrra sko....

var að vinna í miðbæ Akureyrar alla þá helgi og hef aldrei orðið vitni að öðru eins og kalla þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum.

Slagsmál voru útum allt og mátti ég tvisvar hlaupa inn í vagn og læsa á meðan ég beið eftir lögreglu...þar sem hópurinn gerði aðsúg að mér....fólk gerði þarfir sínar út um  glugga hótels sem var beint á móti mér ....alveg svakalega fyndið......NOT. Ruslið  óð maður svo upp að ökklum að morgni þegar maður skreiddist heim eftir langa vinnutörn....

En hvað ....þetta eru nú einu sinni skemmtilegustu hátíðahöld landsins þar sem fórnarkostnaðurinn er nokkrar útafkeyrslur, stundum alvarleg slys....nokkrar nauðganir, töluverð fikniefnasala, ótal margir óplanaðir getnaðir með bláókunnugu fólki og massívt fillerý....JEIIII brjálað stuð..W00t

Ég verð ekki að vinna þessa helgi en ég hins vegar bý nánast í miðbænum þannig að það má segja að partýið verði fyrir utan hús hjá mér....

Ekki þar fyrir að inn til mín slæðist allskonar lið þó það sé ekki versló. Ég sat í makindum í gærkveldi að horfa á sjónvarp og húsband nuddaði axlirnar( já ég veit, hann er frábær) þegar hurðinni er allt í einu svipt upp og ég kalla HALLÓ.....uhh yeas helló er svarað á móti....is this a hotel.....nei????, ég meina no segi ég....og upphófst þetta líka furðulega samtal þar sem óboðni gesturinn spurði hvort hann mætti gista í anddyrinu hjá mér....Shocking Það væri svo þægilegt fyrir hann þar sem ég byggi nú fyrir framan umfó.....stutt að fara og sonna....

gesturinn reyndist vera fullorðin, fullur, tannlaus, erlendur ferðamaður sem var að leita að gistingu fyrir örfáar krónur, en þar sem vonlaust er að fá gistingu á Íslandi fyrir örfáar krónur þá endaði hann í svefnpoka á grasbletti fyrir utan umferðarmiðstöðina.....í sjálfu sér ekkert að því, það eru alltaf einhverjir sem gista þar á hverri nóttu í svefnpokunum einum saman, jafnvel í mígandi rigningu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem þetta gerist...fólk skilur ekkert í því afhverju ég leyfi því ekki  að gista í andyrinu hjá mér......kannski maður fari út í rekstur á svefnpokaplássi .....

Ég hins vegar er farin að marglæsa húsinu svo óboðnir komi ekki í heimsókn á meðan á axlarnuddi stendur ( dónar...... þetta var axlarnudd, ég sko prjóna nefnilega eins og mófó) Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi þjóð þjáist af hóp alkahólisma.  Allir taka þátt með einum eða öðrum hætti (flestir) með því að akseptera þetta eins og náttúrulögmál.

Þú átt alla mína samúð ásamt hinum Akureyringunum sem fá ekki rönd við reist.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

úff hvað ég skil að þú kvíðir þessari helgi Krumma mín, get ekki ímyndað mér hvernig það er að búa í miðju partýinu.

Aumingjans kallinn hann hefði nú átt að spá í aurinn aðeins fyrr ekki satt, en ég kannast aðeins við svona óbonðna gesti inn á gólf hjá manni, það kom ósjaldan fyrir eitt sumarið að það var komið fólk inn á gang til min vestur í Saurbæ til að skoða BLÓMABÚÐINA hehehehehe, átti 110 blóm og flest voru í stofugluggunum

knús og kveðja á mömmuna þína og þig 

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.7.2008 kl. 08:39

3 Smámynd: Helga skjol

Mikið skil ég þig að kvíða fyrir þessari helgi búandi svona nálægt allri gleðinni (eða ógleðinni), hitt er samt svol fyndið að túrhestarnir skuli halda að þú rekir hotel í næsta nágr við umfó.

Hafðu það gott um helgina mín kæra

Helga skjol, 30.7.2008 kl. 10:06

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er eina helgin á árinu sem ég get ALLS EKKI hugsað mér að vera á Akureyri.  Þvílíkar lýsingar á ástandinu, ég keyrði þarna i gegn fyrir 12 árum með son og dóttir og húsband, þau voru þá unglingar, okkur leyst illa á en vorum á leið til Húsavíkur, þar var bara yndislegt.  Vona að þetta gangi vel, kannski grasið á Ráðhústorgi lagi málið eitthvað.  Hitaknús  WooHoo 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 11:40

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Eldri sonur minn fór á Halló Akureyri fyrir mörgum árum og kom heim degi fyrr þar sem hann nennti ekki að vera í öllu þessi fylliríi og látum. Er þetta bara ekki spurning um að koma sér úr bænum þessa helgi?

Helga Magnúsdóttir, 30.7.2008 kl. 12:25

6 identicon

Já, þetta með vax og sólbað strax á eftir - HALLÓ.... er einhver heima! hahaha. Ég er nú ekki að hljæja að óförum þínum Krumma mín en já það er satt hjá þér að þetta átt þú að vita svo ég get bara hlegið að þessu! haha. Já ég er að spá í að fara burtu frá Akureyri næstu helgi þó að ég búi ekki í miðbænum, var brotist inn til mín í fyrra og líka inn í bílskúr hér við hliðina á mér. Þvílíkt ástand.

Kveðja, Bogga

borghildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 18:16

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Bogga...já ég veit þetta er gott á mig....taldi mér trú um að ef ég afneitaði þessari vitneskju þá myndi ég ekki fá útbrot

Ég hef verið að reyna ná á þér...ertu í bænum??? 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.7.2008 kl. 18:31

8 identicon

Bara að sóla sig með hári hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 23:35

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Heyrumst Helga, vona að allt sé í lagi....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.7.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband