Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Stella í orlofi, eða ég í sauna.

Mér var snarlega kippt úr þessu angurværa skapi sem ég var í, í gær. Húsráðandi var nefnilega búin að stefna til sín hóp af vinkonum í sauna og mat.

Þær drukku hverja rauðvínsflöskuna á fætur annarri fyrir saunabaðið og voru hressar í samræmi við það . Ég og skólasystir mín ætluðum í sauna á eftir þeim en fengum engu um það ráðið, maður reynir ekki að tala um fyrir húsráðanda þegar hún hefur innbyrgt rauðvín í einhverju magni.

Ég sat í sakleysi mínu inní herbergi þegar hún kom "nakin"  auðvitað, stormandi inn og sagði að við yrðum að vera með þetta væri svo frábært. Tók svo í höndina á mér og dró mig niður.

Þar var mér skipað úr fötunum og  ýtt beint undir ískalda sturtu. Ég var rétt að ná andanum þegar mér var svipt inn í sauna og sett þar á bekk innan um allar vinkonurnar. Svo hófst húsráðandi handa við að ausa og ausa í pottinn og talaði stanslaust allan tímann. Ég komst ekki að til að segja að það væri ansi heitt, svo  fyrir rest varð ég  að grípa fyrir andlitið, eða labba út með annarsstigs bruna á hornhimnunum hehe. Þegar mér leið við yfirliði var mér kippt út úr saunanu og aftur í ískalda sturtu. Ég ætlaði svo að setjast fram á bekk og jafna mig, eeen nei nei, ég vissi ekki fyrr en mér hafði verið skutlað ofan í þetta fína kröftuga nuddbaðkar og húsráðandi ( orðin vel við skál) stóð yfir mér með freyðisápu og dældi hálfum brúsa ofan í baðið. Ég mátti læsa fingurgómunum í baðkarsbrúnina svo ég yrði ekki eins og þvottur  í þvottavél.

ER ÞETTA EKKI DÁSAMLEGT, sagði húsráðandi hátt og snallt að springa úr stolti, ætlaði svoleiðis að gera vel við útlendinginn mig. Ég komst ekki að til að svara, því umsvifalaust var mér aftur dembt undir ískalda sturtu og þaðan inn í sauna þar sem ég sat sem lömuð eftir þessa sjokk meðferð. Mér varð hugsað til myndarinnar STELLA Í ORLOFI.Shocking

Seint og um síðir skreið ég út úr saunaklefanum, baðaði mig og skreiddist uppgefinn í ból, en  maður minn, það sem ég svaf vel . Ég er ekki frá því að ég vilji endurtaka þetta.  W00t


Söknuður og tregi.

Ég hef verið í angurværu skapi í dag, Sakna fjölskyldunnar og vinanna. Frown Þegar þannig tímabil koma finnst mér voða gott að hlusta á ipodinn minn og láta hugann reika.

Var að hlusta á snillinginn Pétur Ben, sem ég fæ aldrei nóg af og ákvað að skrifa niður texta eftir hann og senda á börnin mín og barnabarn.InLove textinn lýsir vel tilfinningum mínum til þeirra.

Reyndi að setja lagið inn í tónlistarspilarann en einhverjir tæknilegir örðuleikar eru gangi hjá mér, huhumm. Ef þið viljið  heyra lagið við textann, jaaa,  þá verðið þið  bara að kaupa diskinn hans, mæli reyndar eindregið með honum.

En svona er textinn:

If i was a tree

i,d let you nest in me

and grow my leaves

around your little home

 

and if i was the sea

i,d let you walk on me

and always catch

your arm before you fall

 

if i was the wind

i,d gently kiss your skin

and wisper words

of love in to your ear

 

and if i was a fire

though it were my hearts desire

i,d never touch

a hair on your head

 

and if

i fall a slepp

a bit to heavy

a bit to depp 

and never wake

up again

you know i love you

and even then

i,ll be here

 

if i was the night

i,d turn the moon on bright

so you could find

the safest way home

 

and if i was the day

i,d call the birds to say

........... 

 


Smá blogg frá Finnlandi.

Mmmmmm, laugardagur runninn upp og nægur tími til að lesa blogg og blogga sjálf, hristist reyndar  í takt við tónlist sem einhver í götunni ákvað að deila með nágrönnum sínum, kannski ekki alveg það sem ég hefði viljað heyra núna, (þetta er svona næturklúbba reif tónlist) ég nefnilega var á grímuballi í gær og er soldið slæpt eftir það. Á ballinu var  samankominn fjöldinn allur af nemendum úr hinum og þessum skólum, nokkur hundruð manns,  og  þarna voru margir frábærir og frumlegir búningar og svakalegt stuð.  Ég sjálf klæddi mig upp sem Frida Kalho, og var alsett blómum í hárinu og auðvitað með þessar líka flottu augabrúnir. 

Síðustu dagar hafa verið mjög annasamir því einungis vika er eftir af kúrsinum,  svo ég mála stundum langt fram á kvöld. Ég hef þó gefið mér tíma í að fara á myndlistarsýningar svona inn á milli, enda er það lærdómur líka.

Mér var boðið á opnun, í Listasafn borgarinnar á  fimmtudaginn var, komst þar í kynni við konu sem vinnur í óperunni í Helsinki. Hún vinnur við það að gera sviðsmyndir og props.  Hún bauð mér að koma í heimsókn og ætlar að sýna mér starfsemina, og kynna mig fyrir staffinu, fyrir mig er það mjög áhugavert þar sem ég hef sjálf unnið í leikhúsi. Maðurinn hennar vinnur hins vegar í borgar leikhúsinu í Lathi og hann bauð mér miða á sýninguna Cats sem á að fara sína eftir nokkra daga. Wink

Annars er frábært veður hérna í dag, heiðskírt og kalt, samt ekkert of kalt, ég fór út á lóð áðan til að teyga í mig daginn og fylgdist með íkornum og fuglum safna forða fyrir veturinn. Einhverra hluta vegna  er þetta alltaf minn besti árstími, kannski vegna þess að allskonar áhugaverð starfsemi fer í gang, skólar komnir á fullt og einhver notalegur rytmi er í gangi.

En nú er víst kominn tími á smá tiltekt því húsráðandi ætlar að halda  matar og sauna partý, þessi elska var nefnilega fjarverandi þegar tiltektarhæfileikum  var úthlutað, svo ég ætla að hjálpa til. Halo

Þangað til næst W00t


Krummu ungi á afmæli í dag.

Í dag á yngsta dóttir mín afmæli. Er orðin 15 ára, finnst hún þó oft vera eldri því hún er svo fjári klár stelpan. Ég má til með að monta mig aðeins af henni. 

Í vöggugjöf fékk hún nefnilega vel úthlutað af greind, skemmtilegheitum og hæfileikum. Stúlkan er með afbrigðum fyndin, mikill friðar og umhverfissinni,  er grænmetisæta með meiru, spilar á trommur, gítar og hljómborð. Hún má ekkert aumt sjá, og hefur sanngirni að leiðarljósi í lífi sínu.

Þessi elska  hefur blessunarlega sloppið við að vera gelgja, og svo finnst henni frábært að fara með mömmu eða Pabba, á kaffihús, þar sem við ræðum heimsins gagn og nauðsynjar.

Beta mín til hamingju með daginn, hlakka mikið til að koma heim og þá ætla ég að knúsa þig og kreista.

Mina rakasta sinua InLoveHeartmamma.


Af Rússlandsför og fleira.

Arrrg var búinn að skrifa heillangann pistil en ýtti á vitlausan takka, og búmm pistillinn hvarf. 

Langaði nefnilega að segja ykkur frá því að ég fór með Jakub skólabróa í dag að athuga með ferð til Rússlands, og þvílíkt vesen. Angry

Fylla þarf út allskyns pappíra og umsóknir, þar þarf að koma fram auk annars, hvenær maður hyggst koma inn í landið og hvernig. Hvort maður komi með bíl eða lest. Velji maður bíl þarf að gera grein fyrir honum, gefa upp númer og svoleiðis. Hversu mikla peninga maður hafi meðferðis, hversu lengi, upp á dag maður ætli að vera. Ástæður fyrir dvölinni, redda þarf ferðatryggingu frá heimalandi sínu, nýrri passaljósmynd, staðfestingu frá skóla um að maður sé nemandi og fleira og fleira. Ofan á fastan kostnað við visa, útfyllingar á pappírum, kaup á lestarmiða, og  hóteli, leggst aukagjald, þannig að ferðin verður miklu dýrari heldur en við héldum.

Jakub sá fram á að hafa ekki efni á þessu og ég þori ekki að fara ein, mafían er á öllum götuhornum og  fyrir utan það að sárafáir tala ensku.

Ég þessi saklausa manneskja hélt að það væri nóg að fá visa, og svo gæti ég bara skutlað mér upp í næstu lest! Þetta er nú meira skrifræðið í þessu landi.

Kannski ég skelli mér í staðinn til Eistlands í skólafríinu,  reyndar mjög einfalt og ódýrt að fara þangað, nú eða til Turku, þar á ég reyndar heimboð frá Paulu vinkonu minni.  

Fram undan er grímuball í skólanum og við Jakub ákváðum að fara í verslunar leiðangur í second hand  búðir, bæði vegna grímuballsins og svo fannst okkur það smá sárabót vegna þess hvernig fór með Rússlandsför.

Jakub fann þennan líka flotta kjól, sem ég girntist líka en honum fannst hann bara svo flottur, og  mér fannst það svo fyndið að ég ákvað að lúffa og láta honum eftir kjólinn. Svo sagðist hann langa í ljóshærða hárkollu og blá augu, ha sagði ég sljó... en þú ert með blá augu, já sagði hann... það einfaldar málið til muna. haha, góður.

Ég ætlaði ekki að trúa því þegar mér var sagt að það væru seldir áfengir drykkir á ballinu og það með leyfi  skólayfirvalda.  Jakub  fannst það nú ekki mikið,  sagði mér frá því  hvernig þetta var í Austurríki þar sem hann var nemandi áður. Þar eru kennarar og nemendur að staupa sig og reykja á fyrirlestrum,  og engum finnst það skrítið.  Reyndar  er fólk að því um allann skólann, alla daga. 

Ja,  misjöfn er menningin.

Annars þarf ég að fara drífa mig í háttinn, er að sofna ofaní lyklaborðið og það er svo djö..... óþægilegt að sofa þar.

Þangað til næst  W00t

 


Nóa flóðið endurtekur sig!

Neee, smá ýkjur, en það hefur að vísu rignt svo mikið í dag að sundbolur og/eða vöðlur hefðu komið sér vel á leiðinni í skólann í morgun. En þar sem ég klæddist hvorugu, heldur þessum lika fínu leðurstígvélum, þá varð ég auðvitað hundblaut í fæturna við það að plampa í ökklaháu vatninu sem rann eftir götunum.

Allt hefur verið með kyrrum kjörum síðustu daga þar sem húsráðandi hefur verið að heiman.W00t og ég  notaði auðvitað tækifærið og bauð skiptinemum í mat. Eldaði tvöfalt til að vera örugg með að enginn stæði svangur upp frá borðum, allt kláraðist og diskar og föt voru sleikt að innan, hefði nánast getað skutlað þeim aftur upp í skáp. Allir glaðir að fá mat með bragði.

Skiptinemar voru fegnir að þurfa ekki að horfa upp á húsráðanda spranga um húsið  hálf nakta, allavega svona rétt á meðan á borðhaldi stóð. Ekki það, ég get endalaust hlegið að henni, finnst hún óborganlegur karakter.

Annars var ég hætt kominn í dag. Þurfti nebbla að taka far með vörulyftunni í dag upp á fimmtuhæð, og í því sem ég ýti á hnappinn  finn ég líka þennan megna fnyk. Einhver hafði greinlega notað lyftuna á undan mér og skilið eftir lykt.

Ég segi ekki að ég hafi reynt að þrýsta vörum og nefi að hurðinni í von um súrefni, en það hvarflaði að mér.

Ég reyndi að anda ekkert á leiðinni upp, en gat það náttúrulega ekki, lyftan lengi á leiðinni og svona, en svakalega sem ég var feginn þegar hún stöðvaðist.

Það á að banna með lögum að skilja eftir prump í lyftum Crying


Mér varð óglatt við lestur þessarar fréttar.

Er að velta því fyrir mér hvort svona skítlegt eðli sé áunnið eða meðfætt? Hvað í veröldinni fær fólk til að fremja svona hryllilega ólýsandi viðbjóðslega hluti?

Hef reyndar heyrt þær tölur að yfir 80% þeirra sem misnota börn á einhvern hátt, séu sjálfir fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þarf þá ekki að leggja meiri áherslu á að hjálpa þeim fórnarlömbum, svo einhversstaðar verði hægt að slíta keðjuna?

Annars er ég hlynnt líflátsdómum í svona tilfellum, þessum manni verður sennilega ekki hægt að hjálpa.  Hann er stórhættulegur umhverfi sínu. Vona bara að hann finnist sem fyrst, svo hann nái ekki til fleiri barna. 

 


mbl.is Interpol leitar eftir aðstoð á Netinu við að handsama barnaníðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótaskortur á tungunni.

Hey, mátti til með að skutla þessu inn rétt áður en ég fleygi mér á koddann. Náði mér nefnilega úr fýlunni með því að rifja upp óborganlega setningu.

Fyrir allmörgum árum síðan, ætlaði mágur minn að koma skikki á hegðan barna sinna, sem höfðu verið með einhver uppsteyt, hann setti hnefann í borðið og sagði hátt og snjallt.

Hér er það ég sem ríð rækjum, hahaha

( átti auðvitað að vera, hér er það ég sem ræð ríkjum.)

Þið getið rétt ýmindað ykkur viðbrögð unglinganna.

Ég ætla að hlægja mig í svefn.


Í fýlu með tóman maga.

Alveg er það með ólíkindum hvernig Finnum tekst að elda allt bragð úr matnum.

Ég hef ekki keypt mér máltíð í mötuneyti skólans í meira en eina og hálfa viku, gafst upp á því að giska á hvort og hverskonar bragð væri hægt að finna af matnum, með góðum vilja var hægt að láta sér detta ýmislegt í hug.

Og nenni sko ekki að standa í flókinni matargerð sjálf, verandi án fjölskyldunnar.

Var hins vegar farið að langa í eitthvað gott, og eftir langar og miklar pælingar ákvað ég að kaupa mér camenbert, kex og sultu, namm namm, nú skyldi ég eta og vera glöð.

Stormaði heim með varninginn og tók mér góðan tíma í að sneiða ostin á kexið og sultuna þar ofan á, beit í og varð fyrir svo miklum vonbrigðum að mig langaði að kasta mér í gólfið og fá nett móðursýkiskast.

Hvernig er þetta hægt, osturinn smakkaðist eins og ókryddað tófú.

Ég er farin í rúmið, í fýlu, með tóman maga.


Sjálfkynhneygð í Finnlandi.

Ég er orðin sjálfkynhneigð. Jamm alveg satt.

Í fyrra fór ég í aðgerð þar sem eggjastokkar og leg voru fjarlægð.

Kvensjúkdómalæknirinn hafði sagt mér að ef ég yrði eitthvað ómöguleg og ef ég myndi missa áhugann á húsbandinu ætti ég að hafa samband því ég þyrfti sennilega að fá karlhormón líka, auk kvennhormónana.

Hitti kvensjúkdómalækninn áður en ég fór til Finnlands, til að fá hormónalyf
Læknirinn kemur fyrir í mér hormónagrjóni.

Tveimur dögum síðar hringi ég í lækninn og segi,
heyrðu, er eðlilegt að ég skuli vera eins og breima köttur á eftir húsbandinu allann daginn?
Hann skellihlær og segir djúpri röddu, já já þú ert stútfull af karlhormónum nú veistu hvernig okkur körlunum líður, haha.

Ég var bara svo helv... vitlaus að láta setja það í mig rétt áður en ég fór út, hugsaði einhvern veginn ekki út í það að húsbandið yrði eftir á klakanum.

Svo nú er ég orðin sjálfkynhneygð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband