Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Horft til hægri......

Shjittturinn! (afsakið orðbragðið) það er allt útlit fyrir að ég verði að horfi til hægri í allann dag, og jafnvel lengur, er með þennan svaðalega hálsríg Crying algjörlega óþolandi.

Það ryfjaðist upp fyrir mér,  að fyrir mörgum árum síðan festi ég hausinn á mér útá hlið, var að þvo á mér hárið...... búmm allt í einu var allt fast og þessi stingandi verkur heltók mig.  það höfðu gengu til einhverjir hryggjaliðir í hálsi og ég mátti ganga með kraga í 6 vikur. Ég nenni ekki að standa í svoleyðis leiðindum núna. Má bara ekki vera að þessu. En síðan þá er ég skíthrædd við að lenda í því aftur.

Finnst það skömminni skárra að vera með krónískt brjósklos í neðra baki, bara ekki hálsinn.... það er svo svakalega heftandi.  

 Hef leitað að kínverskri nuddstofu síðan ég kom til Finnlands og hana er bara ekki að finna hér. Mitt fyrsta verk þegar ég lendi á Íslandi verður að heimsækja þá á Skólavörðustígnum ( yndislegir kínverskir nuddarar), þar er maður togaður og teygður í allar áttir W00t Hnykktur og nuddaður og stekkur út eftir slíkann tíma eins og hind að vori. 

Annars á maður ekki að vera kvarta á meðan hægðirnar eru góðar....W00t


Og aðeins meira um skotárás í Finnlandi.............

En og aftur verð ég að tala um skotárásina í Finnlandi, enda fátt um annað talað þessa stundina í námunda við mig.  Á flestum sjónvarpsstöðum er á einhvern hátt fjallað um þetta atvik, inn á milli frétta  eru svo viðtöl við sálfræðinga stjórnmálamenn eða aðra sem hafa á þessu skoðun.

 Mér skilst á fréttum héðan að í október hafi  heimasíðu þessa drengs (sem myrti skólafélaga sína) verið lokað , vegna þeirra skoðana sem hann lét í ljósi þar, en hann opnaði þá bara aðra heimasíðu undir öðru nafni. Það sem er sláandi við þennan atburð er hversu einbeittan brotavilja hann hafði, var mörgu sinnum búin að tala um að gera þetta.

Mér verður ósjálfrátt hugsað til þessarar rasistasíðu sem ég datt inn á í fyrradag, held að Jenný bloggvinkona hafi skrifað um hana. Þessi drengur sem framdi ódæðið var með svipaðan þankagang og kemur fram á þeirri ömurlegu síðu,  það setur að mér hroll við tilhugsunina. 

Það er einnig mikið í umræðunni hérna, og hefur verið síðustu ár, líðan Finnskra ungmenna. Áberandi stór hluti þeirra flosnar úr námi og þróar með sér þunglyndi, kvíða og aðrar geðraskanir, þau hafa enga  trú á framtíðinni, þeim líður illa í skóla og lífinu almennt. 

Er ekki komin tími, fyrir löngu að skoða þessi mál, hverskonar framtíð viljum við byggja, líðan annarra kemur manni við svo lengi allavega á meðan einhver þarf að grípa vopn og myrða samborgara vegna ömurlegs tilfinningaástands.

Það á samt væntanlega einhver eftir að æpa FORRÆÐISHYGGJA, FORRÆÐISHYGGJA.................. 


Skotáraás í Finnlandi......

Í dag hefur verið fátt um annað talað  hér í Finnlandi en þennan hræðilega atburð, fjölmiðlar greindu samstundis frá þessu og fólk er mjög slegið. Ég er í klukkutíma fjarlægð þar sem atburðirnir áttu sér stað, og mikið svakalega er það óþægilega nærri. Ég hef það á tilfinningunni að svona geti gerst alstaðar í dag, hvar sem er, hvenær sem er.

Hvað skyldi verða til þess að einhver tekur ákvörðun um að taka af lífi fjölda manns ?


mbl.is Sjö myrtir í skotárás í framhaldsskóla í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sitt lítið af hverju.......

Það er heldur betur farið að síga á seinni hluta dvalarinnar hér í Finnlandi, nú er ég farin að telja niður, ójá, ég fer heim eftir 25 daga. W00t

Vinnudagarnir lengjast hjá mér dag frá degi,  því ég ætla að fá sem mest útúr þessari dvöl, var í skólanum í gær til að verða hálf átta, var þá orðin  mjög lúin svo ég skakklappaðist í sundlaugina góðu. Synti þar nokkra hringi  Whistling með heimamönnum,  já og það á skikkanlegum hraða,  fór því næst í meðferðarpottinn og endaði sundferðina á  tyrknesku sauna með myntu, mmm.......( meira hvað það er frábært). Var komin heim að ganga 10, og þá fékk ég mér að borða og gluggaði í listaverkabækur.

Kom við í búðum í dag og sá að þær eru allar að fyllast af jólaskrauti og jólavarningi. Mikið sem ég hlakka orðið til að fara í jólafrí. Ég er blessunarlega laus við að fara á verslunar og kortafíllerý um jól. Hætti því fyrir áratug síðan, borga það sem ég kaupi með pjjjéééningum og byrja nýtt ár með stæl, engir Visakorta timburmenn.

Það annars skyggir á gleði mína að sjá alla þessa útigangsmenn sem ráfa hér um götur. Mætti einum í þessu búðarrölti mínu sem var hlandblautur niður á ökkla og eins og dreginn upp úr öskutunnu, mikið svakalega sem þetta fólk á bágt. Algengasta dánarorsök í Finnlandi er vegna áfengis, samt gera þeir ekkert í að breyta þessum áfengiskultúr hjá sér.

Rak augun í skilti í sundlauginni þar sem stendur að það sé bannað að drekka í lauginni bíddu.....  þarf að taka það fram?  Shocking Áfengi er selt í öllum matvöruverslunum og sjoppum, unglingarnir eiga auðvelt með að nálgast það og fólk verslar þessar guðaveigar um leið og það kaupir mjólkina. Það þykir sjálfsagt að drekka kippu af öli með kvöldmatnum og rauðvín yfir sjónvarpinu öll kvöld.

Þunglyndi og geðsjúkdómar eru æ algengari vegna óhóflegrar drykkju Finnanna. Ég held að það yrði ekki til góðs að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum á Íslandi, ef þróunin yrði sú sama og hjá Finnum yrði erfitt að snúa við blaðinu, það sem einu sinni hefur verið leyft er erfitt að banna.

Svo er mér bara ekki sama í hvernig samfélagi ég bý í, afleyðingar ofdrykkju hafa áhrif á alla, ef ekki með beinum hætti þá óbeinum. Meiri drykkja, leiðir af sér meiri og sérhæfðari læknishjálp,  sem eins og allir vita er kostuð af samfélaginu, margir verða óvinnufærir og þurfa bætur í einhverju formi, og slysum og glæpum fjölgar.

En annars átti þetta ekki að vera pistill um áfengi heldur eitthvað allt annað, er farin að teikna.......

 




Á náttkjól....og flamengoskóm.

Ég er nú orðin öllu vön í þessu húsi sem ég bý í þessa mánuðina. Þannig að ég kippti mér ekkert upp við það þegar ég kom niður í morgun eftir fínan nætursvefn að sjá húsráðanda bogra yfir eldhúsborðið í einum af sínum dásamlegu náttkjólum, alsettan risagötum einmitt þar sem afturendinn er staðsettur á henni. Já og það er nánast óþarfi að nefna það, en hún var brókarlaus.Whistling

Ég brosti þó út í annað og hugsaði, jæja er nú svona komið fyrir manni....... að þó það fyrsta sem ég sjái á morgnanna sé rass á 57 gamalli konu þá skiptir það mig ekki meira máli heldur en stillimynd í sjónvarpi. Jeminn hvað maður er orðin  eitthvað  veraldarvanur. W00t

Hún var hins vegar fljót að hóa í mig þegar hún varð vör við mig, look, look, sjáðu hvað ég keypti geggjað á Kanarý, hún hafði hins vegar svo snör handtök að ég sá ekki hvað var svona flott fyrr en hún var komin í það, jú stóð ekki þessi elska  blýsperrt og hnakkakerrt í splúnku nýjum glansandi flamengoskóm.

Ég hélt ég yrði ekki eldri........ það er ekki á hverjum degi sem maður sér fullorðna kona á gatslitnum náttkjól, með úfið hár, dansandi flamengo í þessum líka flottu skóm.

Ég varð að taka á öllu sem ég átti svo ég myndi ekki missa það fyrir framan hana, var hins vegar snögg að segja einhvern brandara um eitthvað allt annað, náði samt varla að klára hann þegar ég byrjaði að...BHAAAAAAAAA HAHAHAHAHA, hlæja. 

Hún varð pínu skrítin á svipinn, fannst þessi brandari minn ekki það fyndin að það væri einhver ástæða að tryllast úr hlátri, ég bara gat ekki fengið af mér að segja henni hver væri raunveruleg ástæða hlátursins. 

ænó, pínu ljótt af mér en........ 


Fyrsti snjórinn, video, popp og leti.......

Jæja þá er húsráðandinn kominn heim úr sólarlandaferðinni, kom á föstudag en ég sá hana fyrst í dag því hún hefur sofið frá því hún kom, dauðuppgefin greyið. 

Hún ber það svo sem ekkert með sér að hafa verið í sól, hvítari en kríuskítur, reyndar með ögn stærri maga, sem orsakast af miklu vínþambi. Hún var reyndar ansi séð, tók með sér í plastflöskum alla afganga af víni sem hún hafði keypt á Kanarý, svo nú eru eldhúsbekkirnir þétt setnir af sérrý, og hvítvíni  í kókflöskum.W00t

Annars féll fyrsti snjórinn hér í Lathi í dag, og meira hvað birtir upp við það. Ég elska svona veður, þar sem snjórinn fellur hægt til jarðar og kaldur og ferskur andblær er í loftinu. Minnir mig á jólin. Halo

í dag er letidagur hjá mér, ég er vön að vinna allar helgar en ákvað að taka frí í dag, er að horfa á bíó í tölvunni og borða popp, ótrúleg tilbreyting því ég hef ekki horft á sjónvarp í nokkra mánuði.

en hvað um það nenni ekki að skrifa í dag, er farin að horfa á meira bíó,

síjúgæs. 


Íslenskt hvað!!

Heitar umræður hafa verið á blogginu um hvort leyfa eigi byggingu Moska í Höfuðborginni. Ég veit fyrir víst að trúfrelsi ríkir í landinu, og vegna þess, ættu þeir að fá að byggja sína Mosku.

Ég nenni annars ekki að skrifa langan pistil um það mál akkúrat, hef sagt hvað mér finnst í kommentum hjá öðrum bloggurum.

Tók samt eftir því að margir notuðu þau rök gegn Moskunni að það myndi breyta svo ásýnd íslensks samfélags. Hér yrði bara allt vaðandi í einhverju sem ekki væri íslenskt.

Þá spyr ég, hvað er svona fjári íslenskt? Það er ekki eins og íslendingar upp til hópa gangi hér um í upplutum og þjóðbúningaskarti dags daglega, stífandi sviðakjamma og súra punga úr hnefa.

Ég sé hins vegar Ameríska hamborgar staði út um allt, ítalska  pissastaði, fatnað sem framleiddur er í austurlöndum, síma frá Finnlandi, og svo framvegis. Shocking

Það eina sem gæti kallast séríslenskt í dag er tungumálið og þessi ljóti arkitektúr sem er sjáanlegur út um allt land. Að mínu mati er Reykjavík með ljótari borgum Evrópu. Heima á Íslandi ægir saman öllum gerðum af arkitektúr, sjá má byggingar í spænskum stíl, innflutt hús frá Kanada, Norðurlanda stíl, en tæplega eitthvað sem getur talist  "sér " íslenskt, ja nema torfbæina og mér vitanlega eru ekki margir sem búa við slíkan húsakost í dag.

Kæru íslendingar, ef þið hafið ekki tekið eftir því ennþá, þá eru þeir tímar í dag þar sem séreinkenni hvers  lands eru orðin harla dauf, það sem aðgreinir löndin frá hvort öðru eru tungumálin. Og tungumála örðugleika mál alltaf yfirstíga, ég er reyndar á því að það eigi að taka upp eitt alþjóðlegt hjálpartungumál, þá getur hver þjóð haldið sínu eigin tungumáli og talað auk þess hjálpartungumál. Sjáið ekki fyrir ykkur hvað þetta myndi auðvelda öll samskipti á milli þjóða  Happy Það eitt og sér myndi ryðja úr vegi töluvert af fordómum sem lönd hafa gagnvart hvort öðru.

Að vísu skera þau sig aðeins frá, þau lönd sem hafa múslimska trú, en það þarf ekki að vera neikvætt, já  og áður en einhver tryllist, þá eru ég ekki að tala um öfgahópa sem fyrir finnast innan allra trúarbragða, heldur almennt.

Jörðin er í dag eins og eitt land,  t.d. eru þjóðir í dag háðar hver annarri með innflutning og útflutning, menntun og vísindi, umhverfismál og loftslagsmengun,svo eitthvað sé nefnt. Í dag er enginn þjóð eyland. Hættum þessu þjóðrembustolti og förum að líta á jörðina sem eitt land, sem rúmar ótrúlega fjölbreytni í mannlífi og siðum. Þá fyrst er hægt að fara vinna að friði.

Peace man.InLove


Smá skýrsla frá Finnlandi.

Það hefur allt verið með kyrrum kjörum í húsinu síðustu daga, húsráðandi brá sér nebbbla til Kanarý  í vikuferð. W00t

Hún var orðin svo ósköp þreytt blessunin, að eigin sögn, og veitti ekki af hvíld í sólinni.

Á kanarý ætlaði hún að njóta þess að liggja á ströndinni alla daga og sötra rauðvín, ég sé samt ekki alveg muninn, hún sötrar rautt alla daga í Finnlandi. Hún ætlaði ekki einu sinni að sóla sig, bara vera undir sólhlíf og lesa. Whistling

Að vísu fjölgaði aðeins á heimilinu, dóttir húsráðanda, tengdasonur og  tveir kettir fluttu inn í dag, það verður fróðlegt að sjá hvernig heimilislífið verður þegar svo margir eru búsettir í húsinu. Það er t.d. ekki hægt að læsa að sér á klósettinu, sem hefur sloppið hingað til, enda bara kjéddlur í húsinu, nú er kominn karlmaður á heimilið, gerir málið pínu flóknara.

Síðustu daga hef ég haft mikið að gera, er í þessum grafíkkúrs og svo mála ég eftir það eitthvað fram á kvöld, nú svo sendi ég frá mér ritgerð og svo þarf að læra meira í Finnsku, sem þyngist eftir hvern tíma.

Ég áttaði mig á því í gær að ég hef verið að sanka að mér bókum frá tveimur bókasöfnum, taldi einar 15 bækur á borðinu, sem væri í sjálfum sér í lagi ef ég læsi þær allar. Whistling  maður er bara svo upptekinn við að lesa blogg, Svo nú þarf ég að skila, merkilegt hvað mér fannst þær vera þyngri á leiðinni í safnið heldur en þegar ég tók þær.

Framundan er svo matarpartý, jú jú vegna fjölda áskoranna  Blush ætla ég að elda fyrir skiptinemana aftur  á föstudagskvöldið, reyndar var ákveðið í framhaldi af því að taka upp smá stutt mynd. Jakub vinur minn er í áfanga sem heitir mixed media, og þar eru þau meðal annars að gera myndir, þannig að matarboðið verður allt filmað, og eitthvað þarf að leika/ performera, bara gaman af því.

Jæja vinir og vandamenn, verð að haska mér í skólann,  við heyrumst síðar, já meðan ég man, mikið væri nú gaman ef fólk kvittaði annað slagið sem kíkir hér inn, Bandit ég er að drepast úr forvitni og ekki viljum  við það. 

BLE BLE 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband