Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Surprice.....

Ég kem sjálfri mér sífellt á óvart...stundum með fljótfærni, stundum með hugmyndum W00t og stundum með atferli..

Í fyrradag horfði ég ákveðin á húsband og sagði stundarhátt: mig langar út að hlaupa!!!

húsband sneri höfðinu hægt og með vantrú í áttina að mér: Ha?????

Ég aftur: já mig langar út að hlaupa og var orðin hissa sjálf á svipinn yfir því sem kom út úr mér: 

Húsband: jaaaa...já já, bíddu hvað? hvernig? af hverju....

Ég alveg: jú sko nú er ég búin að vera hætt að reykja síðan í maí  og kílóin raðast á mig eins og segull að svarfi og nú verð ég að snúa vörn í sókn, og með það stormaði ég inn í herbergi og klæddi mig í rétta átfittið frá toppi til táar. 

Ég kom fram úr herberginu rjóð í framan og móð og másandi, horfði á húsband og var í alvörunni hissa: Hva á ekki að drífa sig í hlaupagallann???

Húsband pollrólegur: njjeeeee ég held ekki, ég rölti þetta bara með þér...

Minn maður stundar sko maraþonhlaup......ég hef aldrei hlaupið W00t

Svo var lagt af stað og ég á klukkunni: hei tökum tímann

Húsband ennþá Pollrólegur: já já byrjaðu bara á því að ganga rösklega og svo hlaupum við.

Ég að springa úr óþolinmæði hlýddi sem var eins gott því samkvæmt mælingum húsbands tókst mér að hlaupa heila 200 metra áður en ég sprakk....Blush

Húsband alltaf jafn yndislegur: flott elskan svo bætirðu bara 50 metrum við næst og gerir það í hvert skipti sem þú ferð að hlaupa....

Á flestu átti ég von en ekki því að yfir mig kæmi löngun til hlaupa. Síðustu ár hefur það verið þannig að ég hef verið heima með kaffi og sígó á meðan húsband hleypur....jú jú ég hef meira að segja farið á mót og svonna til að sýna smá stuðning og meira segja reynt að kalla út um annað munnvikið því rettan var í hinu: áfram Valur áfram Valur......

Nú er það liðin tíð sem betur fer, ég set markið á að geta eftir einhvern tíma hlaupið 1 kílómeter. Fyrir flesta myndi það nú varla teljast til afreka en fyrir mig sem hef reykt alla ævi er það eins og hlaupa maraþon....

nú get ég sagt með stolti við sjálfa mig: jú go girl Wink

 


Íranska listakonan Shirin Neshat

images

Í fréttablaðinu í dag er athyglisvert viðtal við Shirin Neshat. Hún er einn af mínum uppáhalds myndlistarmönnum. Verkin hennar vekja upp spurningar um stöðu kvenna, stjórnmál og trú í hinum múslimska heimi.

Hún segir meðal annars í viðtalinu ( eitthvað sem fólk ætti að íhuga) " Fólk í vestrænum ríkjum hefur til dæmis mjög einfalda hugmynd um múslimskar konur og halda oft að þær séu eins um allan heim. Konur í Afganistan eru ólíkar þeim í Egyptalandi, ég er alltaf að leggja áherslu á að mín verk eru um íranskar konur. Og Íranskar konur eru mjög ólíkar innbyrðis. Af því það er svo lítill skilningur fyrir menningu Írana og pólitísku ástandi þar þá kalla verk mín á svo margar spurningar" 

Shirin hefur unnið til margra verðlauna og verk hennar hafa verið sýnd víða um heim. 

Mikið vildi ég að ég kæmist á sýninguna hennar, en það er víst ekki allt hægt.


Klukk....

Hann Róbert Badí bloggvinur klukkaði mig...Wink og here goes.....

 

4 störf sem ég hef unnið:

Í nokkur ár starfaði ég sem sminka fyrir leikhús, sjónvarp og tímarit.

Vann í mörg ár á barnaheimilum....það var frábært en mjög krefjandi

Sem fréttamaður hjá sjónvarpsstöðinni Aksjón/ N4

Myndlistarkona og svo auðvitað margt annað.

 4 uppáhalds bíómyndir:

( þær eru auðvitað miklu fleiri en 4 )

Magnolía

Little miss sunshine

Fargo

Big Lebowsky

4 staðir sem ég hef búið á :

Reykjavík

Siglufjörður

Finnland

Akureyri

4 sjónvarpsþættir :

South park

Little Britain

Næturvaktin og dagvaktin.....og allir aðrir íslenskir þættir fyrir utan spaugstofuna...

og hugs hugs....ok er greinilega ekki mikið fyrir þætti...Undecided

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

París ( fyrir löngu )

Kanarýeyjar.....bara yndislegt

Danmörk

Nú svo hef ég farið hringveginn á hvert einasta krummaskuð landsins held ég...og ég elska landið InLove

4 síður sem ég skoða daglega:

mbl...og ????

engar sérstakar nema ef vera skyldi síður tengdar listum og skyldum greinum

4 matarkyns :

Íslenskt lambaljöt

humar....mmmm get borðar hann í kílóavís

kjúklingabaunir....bara æðislegar

og já auðvitað kjúklingur

4 bækur blöð sem ég les oft:

Ég les allt sem ég kemst yfir eða svo til en það sem er á náttborðinu núna er meðal annars

Birtan á fjöllunum eftir Jón Kalmann ( alveg drepfyndinn)

Ritið:1/2005  tímarit hugvísindastofnunnar

Art now, Burkhard Riemschneider/ Uta Grosenic

Einfarar í Íslenskri myndlist, eftir Aðalstein Ingólfsson

4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna.

Haífa í Ísrael

í Chile hjá litla bróa

Í Frakklandi...að rifja upp þessa litlu frönsku kunnáttu mína sem ég hef

Á ferðalagi  með fjölskyldunni í Finnlandi

4 bloggarar sem ég klukka:

Sennilega hafa flestir á blogginu verið klukkaðir en ég læt vaða

Magga Lindguist

Ransu

Erna Friðriks

Birna Dís

 

 

 


ÚTFÖR.....

í gær var útför elskulegrar mágkonu minnar Mæju Báru. Nokkur hundruð manns komu til að kveðja hana, það kom okkur ekkert á óvart því hún var elskuð af öllum sem kynntust henni. Mæja hafði einstaklega hlýja og notalega nærveru og talaði aldrei illa um neinn.

Framan af degi vorum við fjölskyldan eins og í leiðslu...þetta var svo óraunverulegt að það væri komið að þessari stund. Meira að segja í jarðaförinni fannst okkur hjónum vanta eitthvað...jú það vantaði Mæju Báru.

Það var örlítil huggun að vita að útförin var eins og Mæja og dætur hennar vildu hafa hana, látlaus einlæg og falleg. Ragnheiður Gröndal kom og flutti lög sem Mæja hafði valið sjálf og auðvitað snart hún mann inn að beini hún hefur svo fallega rödd.

Eftir að Mæja fékk að vita að hún ætti stutt eftir þá ræddum við um dauðan...hún sagðist ekki vera hrædd, trúði því að eitthvað annað og betra tæki við, ég er sama sinnis, ég hræðist ekki dauðann og finnst  í rauninni ekkert hræðilegt við hann, það er hins vegar söknuðurinn sem er erfiður og sárastur er hann fyrir dætur hennar sem eru ekki nema unglingar ennþá.

Það eru  erfiðir tímar framundan hjá þeim að reyna lifa án mömmu....

                   

                                   Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu

                                   þá aftur hug þinn, og þú munt sjá 

                                   að þú grætur vegna þess, sem var

                                   gleði þín.

                                                           Kahlil Gibran/ Gunnar Dal

 

 

 

 


kveðja

              María Bára Hilmarssdóttir

 

Elskuleg mágkona mín er látin. Þjáningum hennar er lokið.  Hugur okkar er hjá dætrum hennar sem misst hafa svo mikið. Elsku Mæja mín takk fyrir allt. Heart

 

Þar sem englarnir syngja sefur þú.
Sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum,lifum í trú.
Að ljósið bjarta skæra.
Veki þig með sól að morgni.
Veki þig með sól að morgni.


Drottinn minn faðir lífsins ljós.
Lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert,mín lífsins rós.
Tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.


Faðir minn láttu lífsins sól.
Lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta.
Vekja hann með sól að morgni.
Vekja hann með sól að morgni.


Drottinn minn réttu sorgmæddri sál.
Svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harmabál.
Slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.


Farðu í friði vinur minn kær.
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær.
Aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.

Nafn á lagi :Kveðja
Höfundur :Bubbi Morthens

And life goes on...

Líðanin síðustu daga og vikur hefur verið skrítin, eiginlega eins og bland í poka, lífið rúllar áfram og ég held áfram að takast á við verkefni daglegs lífs þó þessi alvarlegu veikindi og dauðastríð mágkonu minnar vomi yfir okkur alla daga.Ég brest í grát af litlu tilefni og finn fyrir mikilli reiði sem því miður bitnar á öðrum í kring um mig...helst fólki sem þekkir ekki haus né sporð á mér, ég ibba mig við afgreiðslufólk í búðum og hvern þann sem er ekki alveg eins og mér hentar þessa dagana...eðlilegt sorgarástand segja þeir sem best vita, ég veit það svo sem en það sem er enn skrítnara og þó kannski  ekki.... er að eldri sorgir banka á dyr og minna á sig svo rífur í....

Ég á þessa dagana að vera skrifa rannsóknarritgerð en ég get ekki setið lengi við í einu, er áður en ég veit af farin að sinna einhverju öðru...væflast gjarnan á vinnustofuna set tónlistina í botn og mála eins og ég eigi lífið að leysa jafnvel fram á nætur....það er svo sem ákveðin lækning fólgin í því, en mér væri nær að sitja yfir skriftum..

Í dag er tvöfalt afmæli..húsband á afmæli og samband okkar líka...það eru 21 ár síðan við ákváðum að verða kæró...Heart Í tilefni dagsins fórum við út að borða og nutum þess að vera saman enda sjáumst við bara orðið um helgar þannig að við nýtum tíman eins vel og hægt er. Svo bauð barnabarnið okkur í kaffi og súkkulaðiköku í kvöld...tjáði afa sínum það að bráðum yrði hann hundrað ára yrði kannski lifandi þá  og myndi verða bogin, þurfa staf og tala skrítilega...humm afinn er 49 í dag...W00t en fyrir barnið er lítill munur á þeim aldri og hundrað...hehe.

Mágkona mín á svo afmæli þann 17 sept næstkomandi ef Guð lofar....

 


Fyrir þig kæra mágkona


síðustu sporin........

Mikið afskaplega sem maður getur verið lítill, vanmáttugur og varnarlaus gagnvart lífinu. Enn einu sinni bankar sorgin á dyr hjá mér og mínum. Alltaf þegar ég held að nú sé toppnum náð  tekur sorgin á sig nýja mynd og sýnir á sér nýjar hliðar og ég kynnist nýjum óþekktum víddum í heimi sorgar og vanmáttar.
Ég hef fyrir löngu týnt tölunni  á þeim ástvinum sem ég hef misst. Þeir hafa farið með ýmsu móti. Sumir fyrirfóru sér, aðrir létust óvænt af slysförum eða sjúkdómum. Suma tók ellin, við suma varð ég að slíta samskiptum við, þar á meðal einstakling sem var í innsta hring fjölskyldunnar, sá átti stórt pláss í hjarta mér…en í ljós kom skítlegt innræti, slíkir einstaklingar verða ekki slæmir af engu, þeir eru gerðir svona, fá í veganesti brengluð viðhorf og vanskapaða sjálfsmynd, slíkt fólk losar maður sig við því þeir meiða…


Ég hef  ekki oft verið eins vanmáttug og síðustu daga. Mágkona mín 42 ára einstæð 2barna móðir er að deyja…..
Fréttirnar fékk hún fyrir rúmri viku. Það sem fyrir nokkrum vikum virtist yfirstíganlegt er núna að leggja hana að velli.
Hún greindist með krabbamein rétt fyrir síðustu jól…henni jafnt sem öðrum var brugðið en allir voru bjartsýnir og vongóðir….krabbann átti að sigra.
Mágkona mín kom norður um síðustu verslunarmannahelgi þá fyrst orðin lasleg að sjá en þó var ekkert sem benti til þess að skammt væri eftir. Í síðustu viku fer ég suður og daginn eftir eru henni færðar fréttirnar, baráttan er töpuð og einungis skammur tími eftir….
Það sama kvöld lágum við saman uppí rúmi ég og mágkona mín…grétum saman, hún lýsti fyrir mér áhyggjum sínum og hræðslu….grét það sem hún fær aldrei að upplifa…ófædd barnabörn, að sjá dætur sínar verða fullorðnar, ástfangnar…. orð mega sín einskins á svona stundum og lífið virðist gera grín að manni.

 Kona sem aldrei hefur reykt eða drukkið er að deyja frá börnum sínum á meðan einstaklingar sem hafa misboðið líkama sínum árum saman með allskonar ólyfjan og óreglu, einstaklingar sem hafa sagt sig úr samfélagi við aðra menn og lifa einungis fyrir næstu vímu tóra árum saman engum til gagns eða gleði.


Hvað segir maður við börn sem horfa upp á móður sína verslast upp og deyja….enginn orð megna að hugga eða sefa óttann, það er nánast óbærilegt að geta svo lítið gert, ekkert kemur í stað mömmu þegar maður er ungur.
Það er eitthvað svo óendanlega sorglegt að hlusta á deyjandi manneskju lýsa því hvernig hún vilji hafa jarðaförina, hvaða lög hún vilji hafa, hverju hún vilji klæðast, og velta vöngum yfir því hvernig síðustu dögunum verði varið, við reynum hvað við getum að  hughreysta og fullvissa að börnum hennar verði borgið, foreldrar hennar sýna ofurmannlegan styrk, þetta eru þungbær spor þessi síðustu sem þau ganga með dóttur sinni og sárt að sjá fullorðið fólk beygja af , ég ímynda mér að svona hljóti þeim að líða sem hlotið hafa dauðadóm og bíða aftöku....hún bað mig um að lita sig og plokka svo hún liti vel út í kistunni, bað mig líka um að sjá til þess að hún væri vel snyrt....það verður það síðasta sem ég get gert fyrir hana og ég mun vanda mig sem mest ég má.
Það er allt of stutt síðan ég gerði svona lagað síðast….rúm 2 ár síðan ég kyssti Haukinn minn bless í kistunni og lagaði á honum hárið í síðasta sinn….
Ég hef aldrei upplifað sárari kveðjustund heldur en í dag þegar ég tók utan um mágkonu mína og þakkaði henni fyrir allt….ætluðum aldrei að geta slitið sundur faðmlagið......gat ekki sagt sjáumst……


Ég varð að fara heim þar sem bíða aðkallandi verkefni sem ef þeim verður ekki sinnt munu baka mikla erfiðleika…. gaf mér þó tíma í að kíkja til Hauks í kirkjugarðinn og heimsótti Himma hennar Ragnhildar, fannst ég skynja hvernig drengur hann var, þekki líka sorg þeirra sem sakna hans alla daga. Ég legg allt kapp á að klára það sem þarf að gera svo ég geti farið suður um næstu helgi….kannski? kannski næ ég að kveðja í allra síðasta sinn….
Megi Guð gefa okkur styrk.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband