síðustu sporin........
1.9.2008 | 04:10
Mikið afskaplega sem maður getur verið lítill, vanmáttugur og varnarlaus gagnvart lífinu. Enn einu sinni bankar sorgin á dyr hjá mér og mínum. Alltaf þegar ég held að nú sé toppnum náð tekur sorgin á sig nýja mynd og sýnir á sér nýjar hliðar og ég kynnist nýjum óþekktum víddum í heimi sorgar og vanmáttar.
Ég hef fyrir löngu týnt tölunni á þeim ástvinum sem ég hef misst. Þeir hafa farið með ýmsu móti. Sumir fyrirfóru sér, aðrir létust óvænt af slysförum eða sjúkdómum. Suma tók ellin, við suma varð ég að slíta samskiptum við, þar á meðal einstakling sem var í innsta hring fjölskyldunnar, sá átti stórt pláss í hjarta mér
en í ljós kom skítlegt innræti, slíkir einstaklingar verða ekki slæmir af engu, þeir eru gerðir svona, fá í veganesti brengluð viðhorf og vanskapaða sjálfsmynd, slíkt fólk losar maður sig við því þeir meiða
Ég hef ekki oft verið eins vanmáttug og síðustu daga. Mágkona mín 42 ára einstæð 2barna móðir er að deyja
..
Fréttirnar fékk hún fyrir rúmri viku. Það sem fyrir nokkrum vikum virtist yfirstíganlegt er núna að leggja hana að velli.
Hún greindist með krabbamein rétt fyrir síðustu jól
henni jafnt sem öðrum var brugðið en allir voru bjartsýnir og vongóðir
.krabbann átti að sigra.
Mágkona mín kom norður um síðustu verslunarmannahelgi þá fyrst orðin lasleg að sjá en þó var ekkert sem benti til þess að skammt væri eftir. Í síðustu viku fer ég suður og daginn eftir eru henni færðar fréttirnar, baráttan er töpuð og einungis skammur tími eftir
.
Það sama kvöld lágum við saman uppí rúmi ég og mágkona mín
grétum saman, hún lýsti fyrir mér áhyggjum sínum og hræðslu
.grét það sem hún fær aldrei að upplifa
ófædd barnabörn, að sjá dætur sínar verða fullorðnar, ástfangnar
. orð mega sín einskins á svona stundum og lífið virðist gera grín að manni.
Kona sem aldrei hefur reykt eða drukkið er að deyja frá börnum sínum á meðan einstaklingar sem hafa misboðið líkama sínum árum saman með allskonar ólyfjan og óreglu, einstaklingar sem hafa sagt sig úr samfélagi við aðra menn og lifa einungis fyrir næstu vímu tóra árum saman engum til gagns eða gleði.
Hvað segir maður við börn sem horfa upp á móður sína verslast upp og deyja
.enginn orð megna að hugga eða sefa óttann, það er nánast óbærilegt að geta svo lítið gert, ekkert kemur í stað mömmu þegar maður er ungur.
Það er eitthvað svo óendanlega sorglegt að hlusta á deyjandi manneskju lýsa því hvernig hún vilji hafa jarðaförina, hvaða lög hún vilji hafa, hverju hún vilji klæðast, og velta vöngum yfir því hvernig síðustu dögunum verði varið, við reynum hvað við getum að hughreysta og fullvissa að börnum hennar verði borgið, foreldrar hennar sýna ofurmannlegan styrk, þetta eru þungbær spor þessi síðustu sem þau ganga með dóttur sinni og sárt að sjá fullorðið fólk beygja af , ég ímynda mér að svona hljóti þeim að líða sem hlotið hafa dauðadóm og bíða aftöku....hún bað mig um að lita sig og plokka svo hún liti vel út í kistunni, bað mig líka um að sjá til þess að hún væri vel snyrt....það verður það síðasta sem ég get gert fyrir hana og ég mun vanda mig sem mest ég má.
Það er allt of stutt síðan ég gerði svona lagað síðast
.rúm 2 ár síðan ég kyssti Haukinn minn bless í kistunni og lagaði á honum hárið í síðasta sinn
.
Ég hef aldrei upplifað sárari kveðjustund heldur en í dag þegar ég tók utan um mágkonu mína og þakkaði henni fyrir allt
.ætluðum aldrei að geta slitið sundur faðmlagið......gat ekki sagt sjáumst
Ég varð að fara heim þar sem bíða aðkallandi verkefni sem ef þeim verður ekki sinnt munu baka mikla erfiðleika
. gaf mér þó tíma í að kíkja til Hauks í kirkjugarðinn og heimsótti Himma hennar Ragnhildar, fannst ég skynja hvernig drengur hann var, þekki líka sorg þeirra sem sakna hans alla daga. Ég legg allt kapp á að klára það sem þarf að gera svo ég geti farið suður um næstu helgi
.kannski? kannski næ ég að kveðja í allra síðasta sinn
.
Megi Guð gefa okkur styrk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Kæru bloggvinir
24.8.2008 | 18:19
og aðrir vinir, mig langaði aðeins að láta vita af mér. Ástkær mágkona er alvarlega veik, tími minn og kraftar munu fara í það að annast hana þannig að ég er farin í bloggfrí í bili.
Bestu kveðjur.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Suðurferð og fleira....
20.8.2008 | 23:22
Ég átti yndislegan dag í dag. Fór í blíðskaparveðri á Illugastaði með mömmu , dóttir mín og tengdasonur eru þar ásamt vinahjónum með börnin sín . Vó hvað ég er heppinn með börn, þetta eru svo vel gerðar stelpur sem ég á , skemmtilegar og hjartahlýjar. Ég lék mér við nýja barnabarnið hana Sonju Marý megnið af deginum , sú er farin að hjala og skríkja og veit sko alveg hvað hún vill
Húsbandið er í Fjallabyggð byrjaður í nýju vinnunni svaka gaman og ég er komin með nýja vinnustofu, hlakka til að eyða tíma þar. Ég verð að hemja mig svolítið svo ég liggi ekki í símanum öll kvöld
malandi við húsbandið, við erum ansi náin eigum bráðum 21 árs samvistarafmæli en okkur finnst líka gaman að takast á við nýja hluti eins og fjarbúð. Við erum svo sem ekki að gera þetta í fyrsta skipti, ég fór ein suður fyrir mörgum árum og skyldi hann eftir með börn og bú og svo var fjarbúð í gangi í fyrravetur þegar ég fór til Finnlands.....
Einhverstaðar inn á milli dagskráliða verð ég að finna tíma til að heimsækja Kínverjana á skólavörðustíg, þeir fremja á mér alls kyns gjörninga sem duga mér í nokkrar vikur eða mánuði .ég er hnykkt, teygð og toguð á alla kanta, þeir ganga á mér, banka í mig og strjúka enda svo tímann á sársaukafullri nálastungu sem er samt sársaukans virði, því ég pissa eins og herforingi á eftir .nú þú vera enginn bjúgur segja þeir stoltir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Segjum öll NEI við ofbeldi.
14.8.2008 | 13:58
Mig langar til að hvetja ykkur sem flest til að taka þátt í undirskriftaátakinu um ofbeldi gegn konum. Allstaðar í heiminum eru konur beittar ofbeldi í einhverri mynd og því miður þekkjum við mörg okkar einhverja konu eða stúlku sem á einhvern hátt hefur þurft að sæta ofbeldi. Það fyrir finnst á öllum þjóðfélagsstigum og í öllum þjóðfélagsgerðum.
Heimurinn fer sífellt minnkandi, það sem gerist annars staðar hefur ýmist bein eða óbein áhrif á okkur. Ofbeldi á konum kemur okkur við hvar sem það gerist.
Það er mín sannfæring að um leið og konur fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, tækifæri til að mennta sig, að mál þeirra fái réttláta dómsmeðferð, þegar kvenleg gildi verða í jafnvægi við karllæg gildi þá mun friður komast á í heiminum.
horfið á videóið brotin bein brostnar vonir á síðu UNIFEM og skrifið svo undir.
Ríkisstjórnin segir nei við ofbeldi gegn konum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Frábær nýafstaðin helgi.
12.8.2008 | 19:44
Ég fór með húsbandi í vestur húnavatnssýslu til litlu systur minnar, ætluðum í leiðinni að hitta yngstu stelpuna mína sem hefur verið í vinnu hjá henni í sumar en þá hafði skvísan skellt sér til Reykjavíkur til að taka þátt í gay pride göngunni og hitta vini.
Frá systir lá leiðin til Reykjaskóla á nemendamót, 28 ár eru liðin síðan við vorum saman í skóla og
eftirvæntingin var mikil þegar ég keyrði niður afleggjarann að skólanum og sá hóp af fólki samankomin á skólalóðinni, sá fyrst af öllum Lóló æskuvinkonu sem hefur verið búsett í Noregi síðustu 25 árin
heyrði fagnaðarópin í henni inn í bíl , ég var fljót að hendast út úr bílnum og í fangið á henni. Næstu 2 tímana var maður í því að kyssa og faðma gamla vini. Suma hef ég hitt með nokkurra ára millibili, aðra einu sinni og suma ekki síðan við vorum í skólanum.
Það gat tekið mann smá stund að kveikja hver væri hvað því auðvitað hefur fólk breyst mikið á þessum tíma, sumir hafa reyndar hreinlega yngst eins og t.d. skvísan hún Lóló, en öll sýninst mér við eldast fallega.
Skipulag mótsins var í alla staði framúrskarandi, við eyddum parti af laugardeginum í keppni í skemmtilegum ratleik þar sem reyndi heldur betur á minnið, þar sem spurningarnar snerust auðvitað um dvöl okkar þarna og svo kom hver hópur með skemmtiatriði sem var flutt bæði yfir borðhaldi og svo í íþróttahúsinu fyrir ball. Það var svo ekki fyrr en eftir miðnætti sem gamla góða skólahljómsveitin komst að til að spila, þeir hafa engu gleymt og við ekki heldur því það var með ólíkindum hvað maður man af textunum þeirra, ég brast í söng hvað eftir annað og kom sjálfri mér á óvart í hvert skipti
..
Svo var dansað fram undir morgun og sumir höfðu lagt sig í klukkutíma áður en morgunmatur var borin fram
.
Það var frábært að sjá hvað hefur orðið út þessu fólki, og misjafnt lífshlaupið eins og gengur og gerist, í raun ekkert sem kom á óvart. Þarna var einn prestur ( fyrrum pönkari) sveitastjórar, kennarar, myndlistarkonur, atvinnurekendur, félagsráðgjafar, bændur, verslunarfólk, skrifstofufólk, fjölmiðlafólk og Guð má vita hvað. Rut skólasystir kom alla leið frá Suður Afríku, hún bauð mér reyndar vinnu þar en hún er að setja á fót heimili fyrir konur sem þurfa vegna fátæktar að láta frá sér börnin sín og konur sem búa við einhverskonar ofbeldi., ég satt að segja er meir en til í að fara og hver veit hvað ég geri eftir skóla
við ætlum allavega að vera í sambandi.
Á bakaleiðinni komum við við á Gauksmýri til að hitta tengdó sem gistu þar og skoða staðinn, spjölluðum við staðarhaldara og ræddum meðal annars um sýningu sem ég stefni á að setja upp hjá þeim næsta vor.
Næstu helgi ætla ég inn í Ólafsjörð
bæði til að flytja húsband og svo langar mig á sýningu Eggerts péturssonar sem er sett upp í tilefni berjadaga. Ég hef einu sinni komið heim til Eggerts þar sem ég fékk að skoða verk sem voru í vinnslu og spjalla við hann, mjög fróðlegt og skemmtilegt.
En nú er ég rokin í annað....bless í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
miðnæturblogg....
6.8.2008 | 04:42
Arg.. hvað mér leiðast svona nætur þar sem eg get ekki sofið, hugurinn er á fullu, bremsur hans eru eitthvað slappar, þá er nú margt vitlausar en að blogga....
Annars er ég að troða í mig leifum af skötusel sem ég borðaði í kvöldmat, mér og húsbandi var boðið í mat til elstu dótturinnar og tengdasonar, þar sem við snæddum meðal annars skötusel sem hann aflaði, En það sem dóttir mín er mikill snillingur í matargerð, hún getur töfrað fram veislur með engri fyrirhöfn, æi svo er hún svo yndisleg þessi elska, hefur gengið í gegnum allan andskotann en stendur alltaf upp aftur
..ákvað það að andleg lítilmenni og andlegir dvergar skyldu aldrei ráða því hvernig henni liði, þó svo að nokkrir hafi orðið á hennar vegi og sumir náð að meiða hana meira segja
hún reis upp úr erfiðleikunum á meðan skítaplebbarnir eru ennþá bara skítableppar..
Næstu helgi fer ég svo á bekkjarmót í Reykjasóla
..það er verið að hóa saman í lið sem var þarna fyrir einum 28 árum !!!! Hvert fer allur þessi tími??? Ég hlakka svakalega til að hitta gamla nemendur, suma hef ég ekki séð síðan þá en aðra rekst ég reglulega á. Ég eyddi unglingsárunum í að þvælast á milli skóla, byrjaði í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi
.manstu Svanur þegar við sátum inn á herbergi og þú kenndir mér að spila ný lög á gítarinn......sem gerði það að verkum að ég tróð upp á árshátíð skólans
og fékk ólæknandi bakteríu sem ég smitaði stelpurnar mínar af Ég prófaði líka að vera í Reykholti og allir voru þessir skólar mjög ólíkir
.það er nú meira hvað þetta eru ljúfsárar minningar, komplexar unglingsgáranna versus góðu stundirnar. Ég held að flestum væri hollt að vera í heimavist, það getur verið svo lærdómsríkt og þroskandi.
Svo styttist í að húsband flytji býferlum, fjarbúðin hefst eftir nokkra daga
..
Það er eins gott að maður hafi nóg fyrir stafni, ég á svo skemmtilega mann sem ég get ómögulega verið án mjög lengi í einu
það sást best eftir Finnlandsdvölina mína, símareikningarnir voru svimandi háir, meira að segja svo háir að maður leggur það ekki á hvern sem er að heyra af því.... en húsbandi hlakkar til að takast á við nýtt starf
Well nú er það tilraun 5 nú hlýt ég að sofna vært með fullan maga af skötusel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Að lifa lyfin af.
31.7.2008 | 00:52
Kona kom til mín í dag, rétti mér bleðil og spurði; hvað finnst þér? Ég fékk ný lyf hjá lækninum, er nefnilega svo slæm í skrokknum og sef illa.....
þetta stóð á lyfseðli...
helstu aukaverkanir eru, þó ekki hjá öllum (sjúkk)
Ofnæmisviðbrögð, greint hefur verið frá þrota, bólgu í andliti, tungu og búk, sem getur verið alvarlegur og valdið mæði, bólgu losti og yfirliði..
Áhrif á blóð: beinmergsbæling sem getur leitt til lífshættulegrar fækkunar sumra blóðfruma, einkenni geta verið særindi í hálsi, sár í munni eða endurteknar sýkingar, blæðingar eða myndun marbletta.
Áhrif á innkirtla og efnaskipti: truflanir í kynlífi eða kynhvöt, brjóstastækkun hjá körlum og konum, eistabólga, framleiðsla eða offramleiðsla á brjóstamjólk, breytingar á þéttni blóðsykurs, greint hefur verið frá heilkenni óviðeigandi seytingar þvagstemmuvaka, það getur leitt til þess að þú þurfir að pissa oftar. Aukin matarlyst og þyngdaraukning.
Áhrif á heila og miðtaugakerfi: Sundl, þreyta eða syfja, máttleysi, höfuðverkur, einbeitingarerfiðleikar, rugl, svefntruflanir, martraðir, svolítil ofvirkni, ýkt hegðun ranghugmyndir, ofskynjanir, kvíði, æsingur, vistarfirring, eirðarleysi, dofi/náladofi, skert samhæfing hreyfinga, skjálfti, flogakrampar, munnþurrkur, hiti,hægðatregða, þokusýn, eða tvísýni, erfiðleikar við þvaglát, víkkun sjáaldur augans, gláka og teppa í smáþörmum, suð eða sónn fyrir eyrum.
Áhrif á hjarta; Yfiliðstilfinning þegar staðið er á fætur, stöðubundinn lágþrýstingur, hækkaður blóðþrýstingur, hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot, hjartaáfall, heilablóðfall, óreglulegur eða hægur hjartsláttur og mjög lágur blóðþrýstingur.
Áhrif á maga og þarma: ógleði og uppköst, niðurgangur,lystarleysi, bólga í slímhúð í munni, bólgnir munnvatnskirtlar, kviðverkir,svört tunga, brenglað bragðskyn.
Áhrif á húð: Aukin svitamyndun, hártap, útbrot með litlum fjólubláum blettum.
Áhrif á þvagfæri: Aukin þvaglátsþörf
Hvernig dettur einhverjum í hug að fjöldaframleiða eitthvað sem getur haft þessar aukaverkanir á fólk??? Er það krafan um gróða sem gerir það að verkum að menn setja á markað svona rusl eða metnaðarleysi....það er með ólíkindum ógeðið sem maður þarf að setja ofan í sig.
Matarframleiðslan sleppur heldur ekki.
ÉG var að tala við bróa í gær sem býr í Chile....hann fór í verksmiðjur þar í landi sem framleiða hveiti, hann trúði varla eigin augum þegar hann sá þá setja sykur í hveitið....þeir meira segja glassera frosna grænmetið með sykri....
Er það nema von að sjúkdómar grasseri sem aldrei fyrr...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Óboðin gestur..já og smá útbrot.
29.7.2008 | 23:55
Ég hef sama og ekkert legið í sólbaði í sumar en hef heldur betur bætt úr því síðustu daga....en stelpur, já og kannski stöku strákur.....ALDREI, aldrei vaxa sig og hlaupa svo í sólbað.....ég er eins og ódáðahraun með ofsakláða og rauðar skellur....
jamm, vissi betur en taldi mér samt trú um að ég væri öðruvísi en aðrir....jú jú mikil ósköp ,auðvitað er ég það en ekki að þessu leytinu.....
talandi um sjálfsblekkingar, þetta er alveg furðulegt fyrirbæri sjálfsblekkingin, þó að allt í umhverfinu bendi til þess að eitthvað sé að hjá fólki þá eru margir meistarar í að telja sér trú um að allir hinir séu fífl.Ef maður er alltaf uppá kant við fólk eða er vinafár þá bendir það til þess að vandinn liggi hjá manni sjálfum en ekki þeim sem maður er upp á kant við.......
Svo nálgast nú verslunarmannahelgin óðfluga og ég satt að segja er farin að finna fyrir stigmagnandi kvíða, ég er nefnilega enn í sjokki síðan í fyrra sko....
var að vinna í miðbæ Akureyrar alla þá helgi og hef aldrei orðið vitni að öðru eins og kalla þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum.
Slagsmál voru útum allt og mátti ég tvisvar hlaupa inn í vagn og læsa á meðan ég beið eftir lögreglu...þar sem hópurinn gerði aðsúg að mér....fólk gerði þarfir sínar út um glugga hótels sem var beint á móti mér ....alveg svakalega fyndið......NOT. Ruslið óð maður svo upp að ökklum að morgni þegar maður skreiddist heim eftir langa vinnutörn....
En hvað ....þetta eru nú einu sinni skemmtilegustu hátíðahöld landsins þar sem fórnarkostnaðurinn er nokkrar útafkeyrslur, stundum alvarleg slys....nokkrar nauðganir, töluverð fikniefnasala, ótal margir óplanaðir getnaðir með bláókunnugu fólki og massívt fillerý....JEIIII brjálað stuð..
Ég verð ekki að vinna þessa helgi en ég hins vegar bý nánast í miðbænum þannig að það má segja að partýið verði fyrir utan hús hjá mér....
Ekki þar fyrir að inn til mín slæðist allskonar lið þó það sé ekki versló. Ég sat í makindum í gærkveldi að horfa á sjónvarp og húsband nuddaði axlirnar( já ég veit, hann er frábær) þegar hurðinni er allt í einu svipt upp og ég kalla HALLÓ.....uhh yeas helló er svarað á móti....is this a hotel.....nei????, ég meina no segi ég....og upphófst þetta líka furðulega samtal þar sem óboðni gesturinn spurði hvort hann mætti gista í anddyrinu hjá mér.... Það væri svo þægilegt fyrir hann þar sem ég byggi nú fyrir framan umfó.....stutt að fara og sonna....
gesturinn reyndist vera fullorðin, fullur, tannlaus, erlendur ferðamaður sem var að leita að gistingu fyrir örfáar krónur, en þar sem vonlaust er að fá gistingu á Íslandi fyrir örfáar krónur þá endaði hann í svefnpoka á grasbletti fyrir utan umferðarmiðstöðina.....í sjálfu sér ekkert að því, það eru alltaf einhverjir sem gista þar á hverri nóttu í svefnpokunum einum saman, jafnvel í mígandi rigningu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem þetta gerist...fólk skilur ekkert í því afhverju ég leyfi því ekki að gista í andyrinu hjá mér......kannski maður fari út í rekstur á svefnpokaplássi .....
Ég hins vegar er farin að marglæsa húsinu svo óboðnir komi ekki í heimsókn á meðan á axlarnuddi stendur ( dónar...... þetta var axlarnudd, ég sko prjóna nefnilega eins og mófó)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sumarið er tíminn......
28.7.2008 | 00:06
Það vildi ég að allar helgar væru eins og þessi sem er að líða.....ja eða næstum því. Það er allt eitthvað svo yndislegt, veðrið, fólkið mitt, vinirnir og bara tilveran.
Ég var ein heima í gær að sýsla í alls konar hlutum með tónlistina í botni..... húsband var í Ásbyrgi að hlaupa 30 kílómetra í 30 stiga hita....já ég veit þetta er auðvitað bilun, hann var búin að nauða í mér að koma með en mér finnst bara svo frábært að vera ein heima þegar ég er í stuði til að skapa......hittum svo skemmtilega vini í gærkveldi þar sem margar flottar hugmyndir urðu til, til eflingar menningarlífinu hér á Ak og nágrenni....
eyddi svo deginum í dag í sólbaði með mömmu, dóttir og barnabarni....dásamlegur dagur sem leið áfram í skrafi og skemmtileg heitum, meira segja minnsta mattann fékk að vera á samfellunni einni fata í sólabaði, dásamlegt að heyra barnið skríkja og hjala, ég get endalaust horft á litlu snúlluna og kjáð í hana, grilluðum svo læri í kvöld og nutum kvöldsólarinnar.....
svo til að kóróna yndisleg heitin þá er ég enn reyklaus og finnst það flott....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)