Færsluflokkur: Bloggar

Er flutt í ísskápinn....

   ég  er að hugsa um að senda út tilkynningu til vina og vandamanna...ef þið eigið erfitt með að ná í mig þá er ég mjög líklega á kafi í ísskápnum....sko það er afleiðing þess að hætta reykja W00t...ég borða þó mér sé orðið illt...Sick

Það er alveg ljóst að ég þarf að draga fram reiðhjólið annars endar þetta með ósköpum

Ég og yngsta dóttir mín höfum verið einar í dag og kvöld..hinn parturinn af fjölskyldunni er í vinnu annars staðar á landinu...

 Við þvældumst í heimsókn í dag og smá búðarráp..vorum að spá í hvernig við ættum að eyða kvöldinu..horfðum á hvor aðra..og ákváðum  að setja okkur í júró stellingar eins og restin af þjóðinni

fórum heim og græjuðum mat...kveiktum á Imbanum og auðvitað voru fyrstu lögin búin..þau næstu sem komu á eftir voru hræðilega flutt, við vorum að velta því fyrir okkur hvort keppendur væru tónvilltir eða hvort bilun væri í monitor... en keppnin skánaði eftir sem á leið

ég sá svo í fréttunum brot úr Íslenska laginu og fannst þetta vel gert hjá þeim...

kannski maður fylgist með keppninni um helgina....W00t

 


Ég bara varð....

Ég rakst á þennan frábæra pistil og varð að setja inn linkinn,,

slóðin er: http://adaltutturnar.blogspot.com/2008/05/flttamenn.html 

 


33 ára samvist lokið....

Ég kynntist henni sem barn....varð háð henni um 10 aldurinn og  hún hefur fylgt mér hvert sem er

stundum verið styrkur en líka oft verið til  ama og trafala 

Hún hefur hægt og rólega verið að drepa mig

ég er komin með sjúkdóma af hennar völdum

en nú er ég hætt...finido... ég sagði henni upp

jú...ég er hætt að reykja WizardWizard

húrra fyrir mér...ég væri að ljúga ef ég segði það auðvelt....ég er geðstirðari en andskotinn

hringi út um allar trissur og rífst yfir öllu...hef líka komið mörgum málum í gegn sem hefði ekki gengið svona fljótt fyrir sig annars..W00t

Húsband er í margra daga vinnuferð um landið, kemur heim í mýflugumynd eftir nokkra daga og ríkur þá til útlanda á ráðstefnu...hann tók utan um mig og kyssti mig þegar hann fór og sagði....ég elska þig...en mikið svakalega er ég feginn að vera ekki heima næstu dagana...Tounge jú ég skil hann, ég er líka feginn,hann þarf þá ekki að tipla á tánum í kringum mig næstu dagaDevil

en svo auðvitað fer þetta batnandi..... 

meira að segja börnin eru að heiman....miðjubarn vinnur í mývatnssveit og sú yngsta er að leggjast í ferðalög næstu daga, þannig að ég ætla fá útrás á striganum...mála eins og vitfirringur í orðsins fyllstu....

Ég hef gefið vinum mínum og mínum nánustu  leyfi til að sparka í sköflunginn á mér...setjast ofan á mig...binda mig niður, beita öllum þeim ráðum sem þeim dettur í hug ef það svo mikið sem hvarflar að mér að fá mér sígó

djö.....sem ég er ánægð með mig.... 

 

 


Um Tröll á moggabloggi....

 Tröll

Úr Rökvillur

Fara á: flakk, leita

Ég mátti til með að birta þennan pistil sem ég stal af síðunni hans Svans Gísla... ég hef nefnilega rekið mig á nokkur tröll síðustu daga, ekki síst í umræðum um flóttafólkið, sem by the way eru ótrúlega ómálefna legar.

Hvað er Tröll?

Til að skilja hvað Tröll er þarf að fylgjast með því hvað það er sem þau gera. Tröll lifa á athygli og gera allt til að sækja sér hana. Tröll er leiðindapersóna sem gerir allt hvað hún getur til að eyðileggja eða skemma venjulegan umræðuvettvang. Hversvegna tröllast Tröll?

Að öllum líkindum eru Tröll ungt fólk (þó engin regla) sem sækist eftir einhvernskonar viðurkenningu. Truflun eða tilraun til að eyðileggja spjallborð er leið Tröllsins til að ná sér í þessa viðurkenningu, því Tröllið gerir ekki greinarmun á athygli sem stafar af pirringi eða athygli sem stafar af áhuga eða aðdáun.

Mörg Tröll, þótt ótrúlegt megi virðast, segjast gera þetta til að skemmta sér eða vera sniðugir. En þegar öllu er á botninn hvolft (undantekningalaust) er það athyglin sem Tröllin sækjast eftir.

Hvernig þekkir maður Tröll?

  • Ekkert eða lítið ímyndunarafl. Sökum lágs aldurs eða takmarkaðrar greindar pósta mörg tröll mjög einhæfum og stuttum póstum. Einhæfur og barnalegur "húmor" kemur oft upp um Tröllin.
  • Sama póstinum margpóstað aftur og aftur. Tröllið nennir ekki að eyða of miklum tíma í aö Tröllast, því endurvinna þau oft sama póstinn aftur og aftur. Gjarnan með því að vitna (quote) í sjálfan sig og bæta við einum broskalli.
  • Póstar sem eru út fyrir efnið. Tröll pósta oft efni sem kemur upphafsinnlegginu eða efninu sem er verið að ræða ekkert við.
  • Endalaus misskilningur. Tröll eru snillingar í að misskilja, viljandi eða óviljandi. Oft er misskilningurinn á svo háu stigi að öll orka viðmælenda fer í að reyna að leiðrétta misskilninginn, sem oft gerir það að verkum að enn meiri misskilngingur verður staðreynd.
  • Ljótt, móðgandi orðalag. Tröll taka oft uppá því að kalla viðmælendur sína öllum illum nöfnum.
  • Greindartal. Af einhverri ástæðu þá halda öll Tröll að þau séu með greind langt yfir meðallagi og Tröllunum leiðist ekki að auglýsa eigin greind. Einnig gefa tröll oft í skyn (eða segja berum orðum) að þau hafi betri skilning á málefninu en allir aðrir.
  • Smásmuguháttur. Tröll reyna oft að smeygja sér innundir hjá hluta notenda spjallborða og fá samúð. Þannig er gerð tilraun til að skipta spjallborðsnotendum upp í hópa, með og á móti Tröllinu.

Hvernig losnar maður við Tröll?

Það er einfalt, ekki svara tröllum (dont feed the Troll). Þar sem tröllið þrífst á athygli (slæmri eða góðri) þá er léttasta leiðin til að fá Tröllið til að fara einfaldlega að láta sem það sé ekki til. Allir á spjallborðinu verða að þekkja þessa einföldu aðferð, því oft þarf bara einn til að Tröllið fái nóga athygli til að þrífast.


Vorboðinn ljúfi

Þá finnst mér vorið loksins komið, við heimilisfólk skruppum nefnilega í Mývatnssveit í gær til að heimsækja miðjubarnið sem vinnur þar á hóteli

Þar sem við keyrum um sveitirnar mátti finna ilminn af skít sem bændur voru að bera á túnin og alveg er það merkilegt að manni skuli hlýna um hjartarætur við skítalykt.....

Við keyrðum um Mývatnssveitina og stoppuðum reglulega til að kjá framan í dýrin....jörmuðum á móti litlu nýfæddu lömbunum og gögguðum með hænunum og rétt sem snöggvast langaði mig að verða aftur lítil stelpa í sveit...

Við kíktum við í stóru gjá, fórum þar fyrir 5 árum síðan..klöngruðumst þá niður klettana og tróðum okkur ofan í gjána, þetta er örlítið op þar sem kaðal spotti er festur við klettaveginn svo maður geti látið sig síga ofan í vatnið....það er einhver sjarmi við það að berhátta sig í drullusvaðinu og skutla sér svo ofan í níðþrönga gjánna , hvergi hægt að botna, þannig að maður verður veskú að troða marvaðann..svolítið eins og maður sé orðin þátttakandi í survival Iceland.... 

Annars lætur miðjubarn vel af sér, líkar vel vinnan og staðurinn.....það er nú þegar allt orðið fullt af túristum en henni finnst dapurlegt að það skuli vera Íslendingar sem eru mestu sóðarnir og mestu dónarnir.....maður getur ekki annað en vonað að erlendir túristar verði ekki fyrir barðinu á þessum dónaskap því ferðamaðurinn segir auðvitað vinum sínum frá ferðalaginu þegar heim er komið

Hún segir líka að ótrúlega margir segi frá því að  hafa fengið áhuga á landi og þjóð á því að hlusta eða heyra um Björk og Sigurrós sem er auðvitað frábært þó þetta listafólk eigi ekki stóran aðdáenda hóp hér á landi þá kunna aðrir að meta þá..

En mikið er nú Ísland fallegt, við ætlum okkur að reyna ferðast sem mest innanlands í sumar, það er sko  ekki leiðinlegt að ferðast með húsbandi...hann þekkir hverja þúfu og hvern hól og gott betur enn það enda Umhverfisfulltrúi ferðamálastofu...væri varla í því starfi ef enginn væri þekking á landi og þjóð....

Dagurinn kallar og mörg verkefni framundan.....í bili. 

 


Skólalok og Okur...

Jæja þá er skólinn búinn og ekki laust við að maður sé hálf tómur á eftir...ekki það að ég mun hafa nóg að gera í sumar, var boðið að sýna í stúdíótímavél sem er ansi stórt og mjög skemmtilegt húsnæði og svo þarf ég að klára nokkur verk sem hafa verið pöntuð....

Ég sá í mogganum í dag að Dr. Gunni hlaut Íslensku neytendaverðlaunin....ég vona svo sannarlega að fólk fari að vakna og hætti að taka þátt í okrinu. 

Gunni segir" Mörgum finnst að það sé eins konar merki um aumingjaskap að kvarta yfir okrinu. Að maður sé geðveikt smámunasamur ef maður minnist á mismun merkingar í búð og verðs á kassa. Að það sé einhverskonar merki um það hve vel maður stendur í lífinu að kaupa oststykki á 1.400, kjúklingabringur á 3.000, og gallabuxur á 27.500 án þess að blikna. Ég er flottur! "Mér er alveg sama þótt það sé okrað á mér,"er mottó allt of margra."Dr Gunni lauk ávarpi sínu á orðunum:" Okur á Íslandi er ekki náttúrulögmál. Ef þú lætur ekki okra á þér verður ekki okrað á þér."

Ég gæti ekki verið meira sammála manninum, það er engu líkara en að Íslendingar séu að kafna úr komplexum og minnimáttarkennd....þurfa berast á.....

Ég gekk inn í nýja barnafataverslun á Akureyri fyrir nokkrum dögum síðan...ætlaði að finna eitthvað handa nýja ömmubarni,...afgreiðslukona/eigandi kom til mín og bauð fram aðstoð en þá hafði ég í þann mund litið á verðmiðana og sagði " nei takk og veistu hvað,? ég mun líklegast aldrei koma hér inn aftur því ég ætla ekki að taka þátt í þessu okri" Við erum að tala um að ermalaus kjóll á nýbura kostaði nálægt 7000 krónum og sokkabuxur um 5000 kr..... með það labbaði ég út og fór og verslaði annarstaðar á margfalt lægra verði. Og ég ætla taka mig enn frekar á, fara bera saman hilluverð við strimil....verð semsagt leiðinlegi neytandinn....er einhver með????


Og fortíðin bankar uppá.....

Ég sá auglýsingu um efnisinnihald í næsta kompásþætti...og fór mörg ár aftur í tímann, rakst á gamalkunna sorg, heilsaði henni en kvaddi jafn skjótt aftur.....lífið er bara of gott til að púkka um á svoleiðis vinkonur.

Á ákveðnu tímaskeiði í mínu lífi urðum við samferða ég Stulli og Einar...reyndar áttum við að heita kærustupar um tíma ég og Stulli...saman tókum við þá ákvörðun að breyta lífi okkar...mér tókst það, þeim ekki. Það verður fróðlegt að sjá hvað Kompásmenn hafa grafið upp því ég heyrði strax eftir dauða þeirra að ekki hefði verið um sjálfsvíg að ræða....og hef ekki frekar en aðrir fengið nein svör.

 Þangað til næst....


Allir í sjöunda himni....

Takk öll  fyrir fallegar kveðjur.....hér koma svo fyrstu myndir af litlu maí sólinni....er svo lánsöm að eiga tvær, 2 maí og 5 maí.

Myndgæðin eru ekkert sérstök því auðvitað gleymdi ég myndavélinni heima í öllum spenningnum, reddaði mér á símanum.....

DSC00329    Litla snótin fæddist svöng, er búin að vera á brjósti síðan hún kom í heiminn en svo þurfti mamman að hvíla sig þá reddaði maður sér bara með því að sjúga fingurinn..

 

Annars segir Birna ömmusystir að hún sé bara eins og aðrir í fjölskyldunni...lítil og sísvöng.....

 

 

 

DSC00183

Litla maísólin hjá ömmu Krummu...

 

 

 

 

 

 

DSC00182

Og hér rekur maður bara út úr sér tunguna, til hliðar sést í bros á mér sem reyndar hefur ekki farið af mér í allan dag og í bakgrunninn sést í mömmuna sem er orðin ansi lúin eftir svefnlausa nótt og strembinn dag

 


Mig langar upp á húsþök.....

Og hrópa hástöfum...ÉG ER ORÐIN AMMA...InLove

Myndarlega stúlka kom í heiminn rétt rúmlega 9 í morgun..14 merkur og 51cm.

Hér á bæ hefur lítið verið sofið..húsband gafst upp kl 5 í morgun og fór út að hlaupa frekar enn að gera ekki neitt, ég sat hins vegar út á svölum og drakk kaffi og mökkaði( jú.. ég er að fara hætta, byrja á lyfjum eftir viku)

hef verið í símanum meira og minna í allan morgun við erum stór fjölskylda og allir biðu frétta...en nú fer ég að mynda nýjasta fjölskyldu meðliminn...set inn myndir seinna í dag.

Tralla lalla la....lífið er dásamlegt...Heart


Eintóm hamingja......

Þetta er nú meiri dýrðarinnar dásemdar dagurinn....það var glampandi sól og 10 stiga hiti í dag.

Húsband reif sig upp fyrir allar aldir og fór út að hlaupa með hlaupahópinn sinn...var svo uppveðraður eftir það að hann rauk beint í tiltekt eftir að hann kom heim...ég vaknaði við skarkalann og ilmandi kaffilykt, mikið sem ég elska laugardaga það er svo gott að geta tekið því rólega, flett blöðum spjallað við húsband og drekka saman morgun kaffi

Við skelltum okkur svo í bæinn um miðjan daginn..kíktum á kaffihús og nokkrar myndlistar sýningar

Nú erum við farin að telja niður í klukkutímum eftir að nýja barnabarnið komi í heiminn..móðirin er lögst inn á sjúkrahús og verður skorin á mánudagsmorgun...hlakka alveg svakalega til InLove

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband