Færsluflokkur: Bloggar

Sjálfhverf notalegheit.....og salsa.

Ég hef lítið nennt að blogga undanfarið, hef verið í sjálfhverfu notalegu ástandi sem ég tími ekki að raska alveg strax…..er með Sigurós og Mugison  í eyrunum til skiptis og sýsla við ýmsa sköpun …ég er líka í allsherjar tiltekt andlega sem líkamlega, er að reyna tileinka mér nýja siði og nýja hugsun…..fæ brjálað kikk út úr þessu ferli en er svo einbeitt að ég kem mér hjá því að vera í miklum erli…..var þó hrist nokkrum sinnum í dag í frekar snörpum jarðskjálftum, þeir stóðu sem betur fer ekki lengi yfir, ekkert er brotið þá allt hafi nötrað og skolfið.
Ég væri þó til í að rjúfa þetta hugleiðsluferli með því að skella mér á tónleika með Buano Vista Sosial Club, ég hreinlega elska þá, kann myndina utan að og á mér þann draum að fara til Kúbu, skoða mannlífið og spila á slagverk með eyjaskeggjum
Ég fékk salsa bakteríu fyrir rúmum áratug…þegar ég var í tónlistarskóla ….á slagverki og gekk þar í salsaband, stórsveit….vá hvað það var geggjað gaman
En ég kemst  því miður ekki á tónleikana en stefni á það að komast suður á menningarnótt…


Það styttist í að skólinn byrji og satt að segja dauðhlakka ég til. Lokaárið að renna upp og veturinn byrjar á rannsóknarritgerð sem við fáum held ég 6 vikur til að skrifa…það er eins gott að nýta tímann vel
Varð hugsað til skólakerfisins í Finnlandi sem ég þekki ágætlega.
 Þar í landi líta stjórnvöld á menntun sem fjárfestingu, ekki síst menntun í Listum, og til marks um það þá fær hver nemandi greiðslur frá ríkinu, ekkert sem menn hrópa húrra fyrir en nóg til að borga fyrir húsnæði og mat. Nemar í Listaskólanum fá þar að auki peninga fyrir litum og striga.
 Ég vissi um 2 í þessum stóra skóla sem skulduðu sitt hvorn hundrað þúsund kallinn og voru í öngum sínum út af því…..ég fékk hins vegar nett hláturskast þar sem ég frussaði út úr mér að þeir gætu margfaldað þá tölu þrjátíufalt, þá kæmust þeir nærri því hvað ég skuldaði eftir skóla….andlitið datt af þeim…..
Þeir vita sem er að leggi þeir x mikinn pening í menntakerfið kemur það til baka….sjáið til dæmis Mari Mekkó iðnaðinn eða Ittalla….afurð skapandi einstaklinga. Við höfum nokkur dæmi hér heima, til dæmis CCP, Eve one line. Ég fór í magnaða kynnisferð í það fyrirtæki sem nokkur hundruð manns vinna hjá, það er afurð ungs manns sem útskrifaðist fyrir nokkrum árum úr sama skóla og ég….
Ég skil ekki fólk sem sér ekkert nema stóriðju….alveg ótrúlega takmörkuð sýn, ég nenni annars ekki í þann umræðu pytt af einhverju viti en stend heilshugar með þeim sem hafa tíma orku og innsýn í að berjast fyrir annars konar úrræðum…

 


Úr einu í annað.....

Hvernig stendur á því að mér finnst tíminn líða mikið hraðar á sumrin? Ekki er það það að mér finnist eitthvað skemmtilegra þá því mér finnast aðrir árstímar ekki síðri. Síðustu ár þegar skóla hefur verið að ljúka hjá mér hef ég sett saman laaaaangan lista um allt það sem ég ætla gera það sumarið, en svo um mitt sumar verð ég alltaf jafn undrandi á því að flest það sem fór á listann góða er þar enn......jafnvel frá ári til árs.

Ég er að gera of marga hluti í einu, veð úr einu í annað, það er bara svo margt sem ég hef gaman af að erfitt er að velja, 

ég er þekkt fyrir að sanka að mér efnum og flíkum af flóamörkuðum og svo sit ég og sauma og hanna, finnst frábært að búa til nýja flík,tösku eða hvaðeina annað sem mér dettur í hug,

nú svo hef ég brjálæðislega gaman af því að prjóna, virkar oft á mig eins og hugleiðsla,

ég hef heldur ekki tölu á öllum þeim húsgögnum sem ég hef hirt og gert upp eða breytt í aðra mublu, nú og svo er það auðvitað aðalástríðan að mála og gera skúlptúra....ég þyrfti helmingi lengri tíma í sólarhringinn ef vel ætti, að vera.

Ég tala nú ekki um þessar vikurnar þar sem ég þarf stanslaust að vera að pæla í því hvað ég þarf,og hvað ég má borða, það er bara meira en að segja það að hætta reykja og fara í stíft matarprógramm, ég er þó farin að finna árangur, konan getur orðið hjólað og gengið upp stiga án þess að hljóma eins og gamall físibelgur, nú svo minnka ég hverri vikunni sem líður, einmitt eins ég á að gera Wink

Síðustu daga hef ég verið með heimþrá til Finnlands, langar svo að fara í nokkurra daga frí þangað með húsbandinu mínu, ég fengi örugglega að gista hjá þeirri sem ég dvaldi hjá þegar ég var í skólanum, og ég hefði alveg örgglega krassandi sögur að segja við heimkomuna.

framundan eru breytingar hjá okkur á heimilinu, húsband fer að taka við nýju starfi sem krefst þess að við tökum upp fjarbúð, eigum tvö heimili. Það leggst mjög vel í okkur, gerir okkur örugglega gott, skerpir ástina og hjálpar manni að fókusa á það sem skiptir máli, okkur hefur svo sem alltaf lánast að halda sjálfstæði í hjónabandinu, við reynum að lifa eins og tveir einstaklingar hvort með sínar þarfir og mikið personulegt rými..ég og húsbandið mitt

 

nema stundum...W00t

Og hugurinn reikar.....

Leti hefur hrjáð mig í dag í bland við brjálæðislegan pirring yfir reykleysi og svo finnst mér ég vera eitthvað svo ófullnægð matarlega séð…ekki það ég hef forða til að takast á við hungur….þetta er bara meira enn að segja það. Mig vantar stanslaust eitthvað......


. Í stað þess að laga til eins og ég ætlaði að gera þá hef ég legið yfir blogginu, það er margt vitlausara en það ..ég fer  í tilfinningalegan rússíbana við lesturinn

t.d las ég hjá Birgittu og sá þar hrikalegt myndband sem ég reyndar grét yfir…af sorg og reiði,.mannvonskunni eru enginn takmörk sett

…sveiflaðist frá þeirri tilfinningu yfir í væntumþykju, las nefnilega  hjá Svani…hann er í sérstöku uppáhaldi, fullur af visku og fróðleik, kynntist honum fyrst þegar ég var 13 ára og hann hafði mikil áhrif á líf mitt þá og einnig seinna á lífsleiðinni....

sveiflaðist þaðan og yfir í hlátur hjá henni Jenný sem líka er í uppáhaldi, djöfull sem hún getur verið fyndin konan…

las hjá Hönnu Láru sem gerir það sem ég vildi vera gera en hef ekki tíma til, mér eru þessi mál, þ.e. umhverfismál mjög hugleikin, frábært framtak hjá henni ,…skrif bloggvina minna snerta mig öll á einhvern hátt og eru sem betur fer fjölbreytt það er það sem er svo dásamlegt við lífið….fjölbreytileikinn


Annars var ég á Sigló um helgina í góðu yfirlæti hjá vinum og fer þangað aftur í vikunni, þjóðlaga hátíðin verður sett á miðvikudag og það er skemmtileg og flott dagskrá sem þeir hafa sett upp….ég er búin að skrá mig á námskeið…austrænan trommuslátt og raddspuna….það verður æði..
En nú er ég farin að sinna öðru……..


jei....önnur sjúkdóma færsla.....

Hún Jenný Anna bloggvinkona talar um aldur í einni færslunni....ég hef nefnilega líka verið að hugsa um aldur...kemur ekki til af góðu.

stend nefnilega frammi fyrir því að vera komin með kvilla og sjúkdóma sem herja oftast á fólk sem er mér miklu eldra...sjálf er ég ekki nema 42 ára  

nú svo fer að birtast hér hver sjúkdómafærslan á fætur annarri....það er ekki bara að hægðir séu orðnar áhugamál heldur sjúkdómar líka....W00t

síðast skrifaði ég um síþreytu, vefjagigt og heilaþoku

í gær fékk ég niðurstöður úr blóðrannsókn......

konan er á byrjunarstigi sykursýki og með blóðfitu 21.....á meðan Jón og Gunna eru með 0,75-2,5 í blóðfitu...ég sigli hraðbyri í hjartaáfall...

biluð innkirtla starfsemi heitir þetta....

nú er allt bú sem inniheldur einhvern sykur og fitu...

hámark spennunnar fyrir mig verður að ákveða hvort snæða skuli spínat eða kál í kvölmat....W00t

er nema von að mér finnist ég vera farin að eldast.....

er farin að prjóna leppa.....ætla senda jenný eitt par, þetta ku vera svo notalegt í fótlaga skóna....hehe 

IMG 1219

 

 

 

 

 

hér er sjúklingurinn að vinna.......


Heilaþoka....

Ég eins og svo margir aðrir er greind með síþreytu og vefjagigt,.... hundleiðinlegur sjúkdómur sem sést ekki á manni og ekki er hægt að lækna..

Að öllu jöfnu er ég sæmileg...svona tveim tímum eftir að ég vakna en svo koma tímabil þar sem ég get varla greitt mér fyrir þreytu, ég verð undirlögð af verkjum og svefninn fer í klessu.

Ég hef ekki hugmynd um hvað kemur þessum köstum af stað né hve lengi þau vara, en fram að þessu hafa þau gengið yfir svona á endanum.

Einn af mörgum fylgikvillum sem fylgja köstunum er heilaþoka Sideways....þeir sem eru með vefjagigt vita hvað ég er að tala um... 

maður sofnar að kveldi ( ef maður er heppinn ) W00t með áætlun yfir verkefni næsta dags en vaknar svo að morgni eins og maður hafi verið í partý í viku og man ekki neitt....

ég hef undanfarið verið í svona ástandi.....ákvað að ég þyrfti að skreppa í búð, arkaði inn einbeitt á svip, staðnæmdist  út á miðju gólfi, horfði í kringum mig .....hvern andskotann ætlaði ég að kaupa??'  hugs hugs hugs....ætla seilast eftir töskunni það er smá von um að ég hafi skrifað eitthvað á miða....nebbb enginn taska og ekkert peninga veski...bara sími.

Hringi í miðjubarn...sem kemur eftir einhverja stund með veski og getgátur um hvað ég hafi ætlað að versla....

hitti í röðinni fólk sem ég veit ég á að þekkja en man ekki hvað heita.....þó mundi ég það í vikunni á undan og gott ef ég heilsaði þeim ekki með nafni þá....

rogast út í bíl með marga innkaupa poka set í gang og fáta í tökkum...þaklúga opnast, finn annan takka hliðarrúða opnast...rek mig í þurrkurnar sem ískra eftir þurrum rúðunum....er komin í panik yfir  fátinu á mér...stíg á bensínið og potast á móti umferð útaf bílastæðinu..fæ augnaráð frá öðrum bílstjórum...ek sem leið liggur heim en fer auðvitað lengstu leiðina því ég allt í einu sé ekki fyrir mér styðstu leiðina....

púff ...rogast inn með pokana og í því sem ég tek uppúr þeim sé ég að ég hef keypt fjóra fulla haldapoka.....uuhhhh?????

jú ég er ein heima....Blush 

 

 


þrefalt partý...

Þá er yngra barnabarnið komið með nafn.....Sonja Marý, mér finnst það ekki bara fallegt heldur fer það stúlkunni mjög vel...stóra systir hún Emilía ýr var himinlifandi yfir því að litla systir ætti líka ý í sínu nafni

vorum að koma heim úr veislu og svo skemmtilega vildi til að tengdaforeldrar dóttur minnar eiga líka afmæli í dag þannig að það má segja að veislan hafi verið þreföld...hér er mynd af þeim.

IMG_1488

 

 

 

 

 

 

 

og svo dauðþreytt barn og dauðþreytt amma.....

 

IMG_1502

 

 

 

 

 

 

svo kom Gunni Afi og Edda úr Höfuðborginni og Hallgrímur langafi kom líka ( lengst til hægri )

IMG_1492

 

 

 

 

 

 

 

líklegast blogga ég næst frá Siglufirði því húsband er að vinna verk þar næstu vikurnar, nú svo á  ég á vini þar sem gaman er að heimsækja...ég bjó þarna í tvö ár fyrir 19 árum síðan. Siglfirðingar eru einstaklega jákvæðir opnir og einlægir, ég var ekki búin að búa þarna nema í örfáa daga þegar fólk var farið að banka uppá hjá okkur og bjóða mig velkomna í bæinn....hef ekki kynnst því annars staðar.

bless í bili..... 

 

 


Hámark leiðindanna......

Það er tvennt sem mér leiðist alveg svakalega......en það er fótbolti og ökutækjadella..

ÉG gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til að horfa á fótboltaleiki fyrir nokkrum árum..einfaldlega vegna þess að ein dætra minna æfði í 10 ár...jú jú fannst allt í lagi að horfa á stelpurnar spila en að ég hafi fengið einhverja bakteríu....ekki til. Mér er reyndar fyrirmunað að skilja að fólk skuli eyða tíma og peningum í að horfa á leik eftir leik...hvað þá að ég skilji að það skuli  þeysa til annarra landa bara til þess eins að horfa á fótbolta og spranga svo um í einhverja daga á eftir með liðstrefla um hálsinn og derhúfur á hausnum..... en ég hef þó ekkert látið þetta fara í pirrurnar á mér því ég þarf ekki að taka þátt í þessu  

Það sem toppar þó svona leiðindi fyrir mér eru bílasamkomur hvers konar....nú er ein slík í gangi á Akureyri...með tilheyrandi hávaða...og þá hef ég því miður ekki val um það hvort ég er með eða ekki ,því í kringum húsið mitt og nærliggjandi götur er stanslaust verið að þenja tryllitæki og hjól...að ég tali nú ekki um allt fillerýið sem því fylgir fram undir 7-8 á morgnana...

ég gerði tilraun til að fara með húsbandi í gönguferð um miðbæinn..höfum ekki sést í nokkra daga og þurftum heilmikið að spjalla en það var ekki séns..... miðbærinn var fullur af faratækjum sem þurfti að þenja í hægagangi hringinn í kringum bæinn.... ég hef rekist á nokkra einstaklinga í gegnum lífið sem eru andlegir dvergar og þeir undantekninga laust byggja sína sjálfsvirðingu og ímynd á tryllitækinu sem þeir aka á ....þeim mun meiri hávaði og þeim mun meira flúr sem á tækinu er þeim mun meira finna þessir dvergar til sín.....

en auðvitað eru ekki allir þannig sem betur fer.... langflestir hafa þetta sem áhugamál en ekki sjálfsímynd

en mikið lifandis sem ég verð fegin þegar þessum bíladögum verður lokið ,þá getur maður farið að sofa aftur..og fara í göngutúra um miðbæinn..... og búið verður að þvo allar ælur og piss......og henda öllu rusli... og bærinn verður aftur fallegur

Lífið gefur og lífið tekur.....

Ég er andvaka....það togast á í mér andstæðar tilfinningar, aðra mínútuna græt ég og hina gleðst ég

Í dag á Sunna mín, miðdóttir mín afmæli...19 ára

Í dag eru líka 2 ár síðan Haukur elskulegur systursonur dó....

Söknuðurinn er ekkert minni en hann var stuttu eftir að hann dó, hef lært að sætta mig við hann...sorgin er orðin eins og fastur heimilisvinur...hittir mann fyrir oft og reglulega

Ég hugsa 19 ár til baka....steikjandi sól og blíða, við foreldrar í himinsælu með yndislega dóttur sem fékk nafnið Sunna rétt svona til að minna mann á hvílík gjöf hún var og er...Heart

Ég hugsa 2 ár aftur í tímann þegar ég og foreldrar Hauks leituðum hálf vitstola af hræðslu og sorg af elsku frænda....ég man augnablikið eins það hafi verið í dag ,þegar í ljós kom að elsku strákurinn lifði ekki af...ég man þegar ég kyssti hann bless á kalda ennið  þegar hann fannst...

Haukur hélt mikið upp á Sunnu...var stoltur af því hvað hún var góð í fótbolta og fór að sjá hana spila þegar hann kom því við.. ég þekkti Haukinn það vel að ég veit að hann hefði verið glaður með að deila þessum degi með Sunnu sinni

Elsku systir hugur minn er hjá ykkur í dag eins og svo oft áður....ég er stolt af þér og elska þig, það eru ekki margir sem gætu gert það sem þú hefur gert...að standa uppi sem sigurvegari þó lífið hafi fært þér hverja raunina á fætur annarri ..Heart 


reykleysi og naflaskoðun....

Ég væri að ljúga ef ég segði að síðustu vikur hefðu verið auðveldar.....ég er dag eftir dag að kljást við sterka tóbakslöngun...samt langar mig ekki að vera reykjandi.....ég vona svo sannarlega að ég komist yfir þetta en veit þó að það tekur tíma. Kannski hefur þetta verið verra því ég hef verið veik undanfarið og allar varnir litlar..en mér er þó að batna...

reglulega leggst ég í naflaskoðun sem er að mínu mati ein besta leiðin til að lifa betra lífi....og sé og finn alltaf betur og betur hvað það skiptir miklu máli að maður standi með sjálfum sér..sé trúr og tryggur því sem maður er, sé ekki að þykjast vera eitthvað annað... að maður elski sjálfan sig..

Mér hættir til að gera alltof miklar kröfur til sjálfrar mín...krefst þess að ég sé fullkomin á öllum sviðum, það er erfitt að lifa eftir því..þá hættir lífið að vera skemmtilegt og stress og kvíði taka völdin

besta lækningin fyrir mig er húmor

hann lengi lifi......Wink

 


Ble á me....

Er farin til Höfuðborgarinnar...afmæli og sollis. Er reyklaus og happý...kíkka á ykkur eftir smá.....Wink

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband