Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fyrir þig kæra mágkona


Kæru bloggvinir

og aðrir vinir, mig langaði aðeins að láta vita af mér. Ástkær mágkona er alvarlega veik, tími minn og kraftar munu fara í það að annast  hana þannig að ég er farin í bloggfrí í bili.

Bestu kveðjur.....Heart


Suðurferð og fleira....

Ég átti yndislegan dag í dag. Fór í blíðskaparveðri á Illugastaði með mömmu , dóttir mín og tengdasonur eru þar ásamt vinahjónum með börnin sín…. Vó hvað ég er heppinn með börn, þetta eru svo vel gerðar stelpur sem ég á , skemmtilegar og hjartahlýjar. Ég lék mér við nýja barnabarnið hana Sonju Marý megnið af deginum , sú er farin að hjala og skríkja og veit sko alveg hvað hún vill…InLove


Húsbandið er í Fjallabyggð byrjaður í nýju vinnunni svaka gaman og ég er komin með nýja vinnustofu, hlakka til að eyða tíma þar. Ég verð að hemja mig svolítið svo ég liggi ekki í símanum öll kvöld…malandi við húsbandið, við erum ansi náin eigum bráðum 21 árs samvistarafmæli  en okkur finnst líka gaman að takast á við nýja hluti eins og fjarbúð. Við erum svo sem ekki að gera þetta í fyrsta skipti, ég fór ein suður fyrir mörgum árum og skyldi hann eftir með börn og bú og svo var fjarbúð í gangi í fyrravetur þegar ég fór til Finnlands.....

Annars á ég að vera pakka ætla hendast suður  á morgun og taka inn sem mest af  menningar viðburðum um helgina með skemmtilegum vinkonum, ætlum svo allar að mála saman á sunnudaginn…ég hlakka svakalega til, þetta eru allt listakonur, hver á sínu sviði….söngkonur, skáld, leikkonur, hönnuðir og lífskúnstnerar , nú svo ætla ég að faðma stóru sys sem var reyndar hjá mér um síðustu helgi…
Einhverstaðar inn á milli dagskráliða verð ég að finna tíma til að heimsækja Kínverjana á skólavörðustíg, þeir fremja á mér alls kyns gjörninga sem duga mér í nokkrar vikur eða mánuði….ég er hnykkt, teygð og toguð á alla kanta, þeir ganga á mér, banka í mig og strjúka enda svo tímann á sársaukafullri nálastungu sem er samt sársaukans virði, því ég pissa eins og herforingi á eftir …….nú þú vera enginn bjúgur segja þeir stoltir.Wink

Frábær nýafstaðin helgi.

 Ég fór með húsbandi í vestur húnavatnssýslu til litlu systur minnar, ætluðum í leiðinni að hitta yngstu stelpuna mína sem hefur verið í vinnu hjá henni í sumar en þá hafði skvísan skellt sér til Reykjavíkur til að taka þátt í gay pride göngunni og hitta vini.

Frá systir lá leiðin til Reykjaskóla á nemendamót, 28 ár eru liðin síðan við vorum saman í skóla og
 eftirvæntingin var mikil þegar ég keyrði niður afleggjarann að skólanum og sá hóp af fólki samankomin á skólalóðinni, sá fyrst af öllum Lóló æskuvinkonu sem hefur verið búsett í Noregi síðustu 25 árin…heyrði fagnaðarópin í henni inn í bíl , ég var fljót að hendast út úr bílnum og í fangið á henni. Næstu 2 tímana  var maður í því að kyssa og faðma gamla vini. Suma hef ég hitt með nokkurra ára millibili, aðra einu sinni og suma ekki síðan við vorum í skólanum.


Það gat tekið mann smá stund að kveikja hver væri hvað því auðvitað hefur fólk breyst mikið á þessum tíma, sumir hafa reyndar hreinlega yngst eins og t.d. skvísan hún Lóló, en öll sýninst mér við eldast  fallega. Kissing


Skipulag mótsins var í alla staði framúrskarandi, við eyddum parti af laugardeginum í keppni í skemmtilegum ratleik þar sem reyndi heldur betur á minnið, þar sem spurningarnar snerust auðvitað um dvöl okkar þarna og svo kom hver hópur með skemmtiatriði sem var flutt bæði yfir borðhaldi og svo í íþróttahúsinu fyrir ball. Það var svo ekki fyrr en eftir miðnætti sem gamla góða skólahljómsveitin komst að til að spila, þeir hafa engu gleymt og við ekki heldur því það var með ólíkindum hvað maður man af textunum þeirra, ég brast í söng hvað eftir annað og kom sjálfri mér á óvart í hvert skipti…..
Svo var dansað fram undir morgun og sumir höfðu lagt sig í klukkutíma áður en morgunmatur var borin fram….
Það var frábært að sjá hvað hefur orðið út þessu fólki, og misjafnt lífshlaupið eins og gengur og gerist, í raun ekkert sem kom á óvart. Þarna var einn prestur ( fyrrum pönkari) sveitastjórar, kennarar, myndlistarkonur, atvinnurekendur, félagsráðgjafar, bændur, verslunarfólk, skrifstofufólk, fjölmiðlafólk og Guð má vita hvað. Rut skólasystir kom alla leið frá Suður Afríku, hún bauð mér reyndar vinnu þar en hún er að setja á fót heimili fyrir konur sem þurfa vegna fátæktar að láta frá sér börnin sín og konur sem búa við einhverskonar ofbeldi., ég satt að segja er meir en til í að fara og hver veit hvað ég geri eftir skóla…við ætlum allavega að vera í sambandi.


Á bakaleiðinni komum við við á Gauksmýri til að hitta tengdó sem gistu þar og skoða staðinn, spjölluðum við staðarhaldara og ræddum meðal annars um sýningu sem ég stefni á að setja upp hjá þeim  næsta vor.
Næstu helgi ætla ég inn í Ólafsjörð…bæði til að flytja húsband og svo langar mig á sýningu Eggerts péturssonar sem er sett upp í tilefni berjadaga. Ég hef einu sinni komið heim til Eggerts þar sem ég fékk að skoða verk sem voru í vinnslu og spjalla við hann, mjög fróðlegt og skemmtilegt.

En nú er ég rokin í annað....bless í bili. 

 


miðnæturblogg....

Arg.. hvað mér leiðast svona nætur þar sem eg get ekki sofið, hugurinn er á fullu,  bremsur hans eru eitthvað slappar, þá er nú margt vitlausar en að blogga....


Annars er ég að troða í mig leifum af skötusel sem ég borðaði í kvöldmat, mér og húsbandi var boðið í mat til elstu dótturinnar og tengdasonar, þar sem við snæddum meðal annars skötusel sem hann aflaði, En það sem dóttir mín er mikill snillingur í matargerð, hún getur töfrað fram veislur með engri fyrirhöfn, æi svo er hún svo yndisleg þessi elska, hefur gengið í gegnum allan andskotann en stendur alltaf upp aftur…..ákvað það að andleg lítilmenni og andlegir dvergar skyldu aldrei ráða því hvernig henni liði, þó svo að nokkrir hafi orðið á hennar vegi og sumir náð að meiða hana meira segja……hún reis upp úr erfiðleikunum á meðan skítaplebbarnir eru ennþá bara skítableppar..


Næstu helgi fer ég svo á bekkjarmót í Reykjasóla…..það er verið að hóa saman í lið sem var þarna fyrir einum            28  árum  !!!! Hvert fer allur þessi tími??? Ég hlakka svakalega til að hitta gamla nemendur, suma hef ég ekki séð síðan þá en aðra rekst ég reglulega á. Ég eyddi unglingsárunum í að þvælast á milli skóla, byrjaði í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi….manstu Svanur þegar við sátum inn á herbergi og þú kenndir mér að spila ný lög á gítarinn......sem gerði það að verkum að ég tróð upp á árshátíð skólans…og fékk ólæknandi bakteríu sem ég smitaði stelpurnar mínar af  Tounge  Ég prófaði líka að vera í Reykholti og allir voru þessir skólar mjög ólíkir….það er nú meira hvað þetta eru ljúfsárar minningar, komplexar unglingsgáranna versus góðu stundirnar. Ég held að flestum væri hollt að vera í heimavist, það getur verið svo lærdómsríkt og þroskandi.


Svo styttist í að húsband flytji býferlum, fjarbúðin hefst eftir nokkra daga…..
Það er eins gott að maður hafi nóg fyrir stafni, ég á svo skemmtilega mann sem ég get ómögulega verið án mjög lengi í einu…það sást best eftir Finnlandsdvölina mína, símareikningarnir voru svimandi háir, meira að segja svo háir að maður leggur það ekki á hvern sem er að heyra af því.... en húsbandi hlakkar til að takast á við nýtt starf 

Well nú er það tilraun 5 nú hlýt ég að sofna vært með fullan maga af skötusel…


Sumarið er tíminn......

Það vildi ég að allar helgar væru eins og þessi sem er að líða.....ja eða næstum því. Það er allt eitthvað svo yndislegt, veðrið, fólkið mitt, vinirnir og bara tilveran.

Ég var ein heima í gær að sýsla í alls konar hlutum með tónlistina í botni..... Cool húsband var í Ásbyrgi að hlaupa 30 kílómetra í 30 stiga hita....já ég veit þetta er auðvitað bilun, hann var búin að nauða í mér að koma með en mér finnst bara svo frábært að vera ein heima þegar ég er í stuði til að skapa......hittum svo skemmtilega vini í gærkveldi þar sem margar flottar hugmyndir urðu til, til eflingar menningarlífinu hér á Ak og nágrenni....

eyddi svo deginum í dag í sólbaði með mömmu, dóttir og barnabarni....dásamlegur dagur sem leið áfram í skrafi og skemmtileg heitum, meira segja minnsta mattann fékk að vera á samfellunni einni fata í sólabaði, dásamlegt að heyra barnið skríkja og hjala, ég get endalaust horft á litlu snúlluna og kjáð í hana,  grilluðum svo læri í kvöld og nutum kvöldsólarinnar.....

svo til að kóróna yndisleg heitin þá er ég enn reyklaus og finnst það flott....Tounge

 


Úr einu í annað.....

Hvernig stendur á því að mér finnst tíminn líða mikið hraðar á sumrin? Ekki er það það að mér finnist eitthvað skemmtilegra þá því mér finnast aðrir árstímar ekki síðri. Síðustu ár þegar skóla hefur verið að ljúka hjá mér hef ég sett saman laaaaangan lista um allt það sem ég ætla gera það sumarið, en svo um mitt sumar verð ég alltaf jafn undrandi á því að flest það sem fór á listann góða er þar enn......jafnvel frá ári til árs.

Ég er að gera of marga hluti í einu, veð úr einu í annað, það er bara svo margt sem ég hef gaman af að erfitt er að velja, 

ég er þekkt fyrir að sanka að mér efnum og flíkum af flóamörkuðum og svo sit ég og sauma og hanna, finnst frábært að búa til nýja flík,tösku eða hvaðeina annað sem mér dettur í hug,

nú svo hef ég brjálæðislega gaman af því að prjóna, virkar oft á mig eins og hugleiðsla,

ég hef heldur ekki tölu á öllum þeim húsgögnum sem ég hef hirt og gert upp eða breytt í aðra mublu, nú og svo er það auðvitað aðalástríðan að mála og gera skúlptúra....ég þyrfti helmingi lengri tíma í sólarhringinn ef vel ætti, að vera.

Ég tala nú ekki um þessar vikurnar þar sem ég þarf stanslaust að vera að pæla í því hvað ég þarf,og hvað ég má borða, það er bara meira en að segja það að hætta reykja og fara í stíft matarprógramm, ég er þó farin að finna árangur, konan getur orðið hjólað og gengið upp stiga án þess að hljóma eins og gamall físibelgur, nú svo minnka ég hverri vikunni sem líður, einmitt eins ég á að gera Wink

Síðustu daga hef ég verið með heimþrá til Finnlands, langar svo að fara í nokkurra daga frí þangað með húsbandinu mínu, ég fengi örugglega að gista hjá þeirri sem ég dvaldi hjá þegar ég var í skólanum, og ég hefði alveg örgglega krassandi sögur að segja við heimkomuna.

framundan eru breytingar hjá okkur á heimilinu, húsband fer að taka við nýju starfi sem krefst þess að við tökum upp fjarbúð, eigum tvö heimili. Það leggst mjög vel í okkur, gerir okkur örugglega gott, skerpir ástina og hjálpar manni að fókusa á það sem skiptir máli, okkur hefur svo sem alltaf lánast að halda sjálfstæði í hjónabandinu, við reynum að lifa eins og tveir einstaklingar hvort með sínar þarfir og mikið personulegt rými..ég og húsbandið mitt

 

nema stundum...W00t

Og hugurinn reikar.....

Leti hefur hrjáð mig í dag í bland við brjálæðislegan pirring yfir reykleysi og svo finnst mér ég vera eitthvað svo ófullnægð matarlega séð…ekki það ég hef forða til að takast á við hungur….þetta er bara meira enn að segja það. Mig vantar stanslaust eitthvað......


. Í stað þess að laga til eins og ég ætlaði að gera þá hef ég legið yfir blogginu, það er margt vitlausara en það ..ég fer  í tilfinningalegan rússíbana við lesturinn

t.d las ég hjá Birgittu og sá þar hrikalegt myndband sem ég reyndar grét yfir…af sorg og reiði,.mannvonskunni eru enginn takmörk sett

…sveiflaðist frá þeirri tilfinningu yfir í væntumþykju, las nefnilega  hjá Svani…hann er í sérstöku uppáhaldi, fullur af visku og fróðleik, kynntist honum fyrst þegar ég var 13 ára og hann hafði mikil áhrif á líf mitt þá og einnig seinna á lífsleiðinni....

sveiflaðist þaðan og yfir í hlátur hjá henni Jenný sem líka er í uppáhaldi, djöfull sem hún getur verið fyndin konan…

las hjá Hönnu Láru sem gerir það sem ég vildi vera gera en hef ekki tíma til, mér eru þessi mál, þ.e. umhverfismál mjög hugleikin, frábært framtak hjá henni ,…skrif bloggvina minna snerta mig öll á einhvern hátt og eru sem betur fer fjölbreytt það er það sem er svo dásamlegt við lífið….fjölbreytileikinn


Annars var ég á Sigló um helgina í góðu yfirlæti hjá vinum og fer þangað aftur í vikunni, þjóðlaga hátíðin verður sett á miðvikudag og það er skemmtileg og flott dagskrá sem þeir hafa sett upp….ég er búin að skrá mig á námskeið…austrænan trommuslátt og raddspuna….það verður æði..
En nú er ég farin að sinna öðru……..


þrefalt partý...

Þá er yngra barnabarnið komið með nafn.....Sonja Marý, mér finnst það ekki bara fallegt heldur fer það stúlkunni mjög vel...stóra systir hún Emilía ýr var himinlifandi yfir því að litla systir ætti líka ý í sínu nafni

vorum að koma heim úr veislu og svo skemmtilega vildi til að tengdaforeldrar dóttur minnar eiga líka afmæli í dag þannig að það má segja að veislan hafi verið þreföld...hér er mynd af þeim.

IMG_1488

 

 

 

 

 

 

 

og svo dauðþreytt barn og dauðþreytt amma.....

 

IMG_1502

 

 

 

 

 

 

svo kom Gunni Afi og Edda úr Höfuðborginni og Hallgrímur langafi kom líka ( lengst til hægri )

IMG_1492

 

 

 

 

 

 

 

líklegast blogga ég næst frá Siglufirði því húsband er að vinna verk þar næstu vikurnar, nú svo á  ég á vini þar sem gaman er að heimsækja...ég bjó þarna í tvö ár fyrir 19 árum síðan. Siglfirðingar eru einstaklega jákvæðir opnir og einlægir, ég var ekki búin að búa þarna nema í örfáa daga þegar fólk var farið að banka uppá hjá okkur og bjóða mig velkomna í bæinn....hef ekki kynnst því annars staðar.

bless í bili..... 

 

 


Lífið gefur og lífið tekur.....

Ég er andvaka....það togast á í mér andstæðar tilfinningar, aðra mínútuna græt ég og hina gleðst ég

Í dag á Sunna mín, miðdóttir mín afmæli...19 ára

Í dag eru líka 2 ár síðan Haukur elskulegur systursonur dó....

Söknuðurinn er ekkert minni en hann var stuttu eftir að hann dó, hef lært að sætta mig við hann...sorgin er orðin eins og fastur heimilisvinur...hittir mann fyrir oft og reglulega

Ég hugsa 19 ár til baka....steikjandi sól og blíða, við foreldrar í himinsælu með yndislega dóttur sem fékk nafnið Sunna rétt svona til að minna mann á hvílík gjöf hún var og er...Heart

Ég hugsa 2 ár aftur í tímann þegar ég og foreldrar Hauks leituðum hálf vitstola af hræðslu og sorg af elsku frænda....ég man augnablikið eins það hafi verið í dag ,þegar í ljós kom að elsku strákurinn lifði ekki af...ég man þegar ég kyssti hann bless á kalda ennið  þegar hann fannst...

Haukur hélt mikið upp á Sunnu...var stoltur af því hvað hún var góð í fótbolta og fór að sjá hana spila þegar hann kom því við.. ég þekkti Haukinn það vel að ég veit að hann hefði verið glaður með að deila þessum degi með Sunnu sinni

Elsku systir hugur minn er hjá ykkur í dag eins og svo oft áður....ég er stolt af þér og elska þig, það eru ekki margir sem gætu gert það sem þú hefur gert...að standa uppi sem sigurvegari þó lífið hafi fært þér hverja raunina á fætur annarri ..Heart 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband