Færsluflokkur: Dægurmál
Og fortíðin bankar uppá.....
5.5.2008 | 23:34
Ég sá auglýsingu um efnisinnihald í næsta kompásþætti...og fór mörg ár aftur í tímann, rakst á gamalkunna sorg, heilsaði henni en kvaddi jafn skjótt aftur.....lífið er bara of gott til að púkka um á svoleiðis vinkonur.
Á ákveðnu tímaskeiði í mínu lífi urðum við samferða ég Stulli og Einar...reyndar áttum við að heita kærustupar um tíma ég og Stulli...saman tókum við þá ákvörðun að breyta lífi okkar...mér tókst það, þeim ekki. Það verður fróðlegt að sjá hvað Kompásmenn hafa grafið upp því ég heyrði strax eftir dauða þeirra að ekki hefði verið um sjálfsvíg að ræða....og hef ekki frekar en aðrir fengið nein svör.
Þangað til næst....
Allir í sjöunda himni....
5.5.2008 | 18:13
Takk öll fyrir fallegar kveðjur.....hér koma svo fyrstu myndir af litlu maí sólinni....er svo lánsöm að eiga tvær, 2 maí og 5 maí.
Myndgæðin eru ekkert sérstök því auðvitað gleymdi ég myndavélinni heima í öllum spenningnum, reddaði mér á símanum.....
Litla snótin fæddist svöng, er búin að vera á brjósti síðan hún kom í heiminn en svo þurfti mamman að hvíla sig þá reddaði maður sér bara með því að sjúga fingurinn..
Annars segir Birna ömmusystir að hún sé bara eins og aðrir í fjölskyldunni...lítil og sísvöng.....
Litla maísólin hjá ömmu Krummu...
Og hér rekur maður bara út úr sér tunguna, til hliðar sést í bros á mér sem reyndar hefur ekki farið af mér í allan dag og í bakgrunninn sést í mömmuna sem er orðin ansi lúin eftir svefnlausa nótt og strembinn dag
Mig langar upp á húsþök.....
5.5.2008 | 12:43
Og hrópa hástöfum...ÉG ER ORÐIN AMMA...
Myndarlega stúlka kom í heiminn rétt rúmlega 9 í morgun..14 merkur og 51cm.
Hér á bæ hefur lítið verið sofið..húsband gafst upp kl 5 í morgun og fór út að hlaupa frekar enn að gera ekki neitt, ég sat hins vegar út á svölum og drakk kaffi og mökkaði( jú.. ég er að fara hætta, byrja á lyfjum eftir viku)
hef verið í símanum meira og minna í allan morgun við erum stór fjölskylda og allir biðu frétta...en nú fer ég að mynda nýjasta fjölskyldu meðliminn...set inn myndir seinna í dag.
Tralla lalla la....lífið er dásamlegt...
Eintóm hamingja......
4.5.2008 | 01:20
Þetta er nú meiri dýrðarinnar dásemdar dagurinn....það var glampandi sól og 10 stiga hiti í dag.
Húsband reif sig upp fyrir allar aldir og fór út að hlaupa með hlaupahópinn sinn...var svo uppveðraður eftir það að hann rauk beint í tiltekt eftir að hann kom heim...ég vaknaði við skarkalann og ilmandi kaffilykt, mikið sem ég elska laugardaga það er svo gott að geta tekið því rólega, flett blöðum spjallað við húsband og drekka saman morgun kaffi
Við skelltum okkur svo í bæinn um miðjan daginn..kíktum á kaffihús og nokkrar myndlistar sýningar
Nú erum við farin að telja niður í klukkutímum eftir að nýja barnabarnið komi í heiminn..móðirin er lögst inn á sjúkrahús og verður skorin á mánudagsmorgun...hlakka alveg svakalega til
Sprautur, nömm og köff.....
19.3.2008 | 14:29
Ég hentist upp á sjúkrahús í morgun til að fara í baksprautur....kom við í vinnunni hjá húsbandi og kippti honum með, hann skyldi sko horfa upp á þjáningar mínar og vera mér til halds og trausts, ekkert fútt í að þjást einn.
Gekk kokhraust inn á röntgen en var komin með angistarsvip þegar ég var lögst á fjölina undir tækinu.
Hik kom á lækninn þegar hann snaraðist inn og sá húsband standa þarna, haldandi í höndina á mér eins og það væri að fara fram aftaka og sagði: uuuu ummm sko .......hafðu stól nálægt þér góurinn, við höfum allt of oft fengið hér inn hugprúða menn sem hníga svo í gólfið þegar ég byrja að stinga, hef meira að segja þurft að sauma þá saman eftir að vera búin að sinna sjúklingnum.
Húsband lét sér hvergi bregða enda öllu vanur maðurinn, leyfði mér að kreista á sér höndina þegar læknir fór að stinga, hann kreisti bara á móti svo ég myndi ekki handarbrjóta hann og strauk mér svo um kollinn eins og litlu barni.
Þegar ég hökti svo út í bíl á eftir fór hann óðamála að lýsa fyrir mér hvað þetta hefði nú verið magnað, þú hefðir átt að sjá nálina, hún var svona löng( handarhreyfing) og hann var svo öruggur, stakk og rakst á bein en færði þá nálina þangað til hún var komin á sinn stað og þetta gerði hann SEX sinnum!!!! að hann skyldi ekki stinga í gegnum þig......... ég horfði á hann grimmum augum...... heldurðu að þetta hafi farið fram hjá mér?????
Nú nýt ég þess að liggja fyrir og láta stjana við mig, allt samkvæmt læknisráði....ét nömm, drekk köff og horfði á vídeó
What a life.....Næturblogg....össur hvað......
3.3.2008 | 04:54
Nú geri ég eins og össur....blogga um miðja nótt. Ég er greinilega orðin of þreytt, þá á ég það til að geta ekki sofnað, næ mér ekki niður. Enda verið í botnlausri vinnu frá morgni og fram á nætur. Það sem liðið er af nóttinni er ég er búin að lesa í námsbókunum og lesa bækur um listamenn, borga reikninga í heimabanka og sitthvað fleira, ætlaði að grípa símaskránna og vita hvort ég myndi ekki sofna út frá henni en mundi þá eftir því að ég hef ekki haft neinn tíma til að blogga, svo auðvitað dríf ég í því núna.
Síðustu vikur hef ég verið í 5 vikna skemmtilegum kúrs, þar sem við eigum að búa til videó verk eða hljóðverk. Ég hef setið með sveittan skallann og stúderað tölvur og klippi forrit og margsinnis óskað þess að ég gæti töfrað Betu Ronalds til mín, hún væri sjálfsagt ekki lengi að kenna mér þá list.
Ég tel orðið niður dagana fram að páskafríi, langar svo að eyða meiri tíma með fjölskyldunni minni og leggja fram krafta mína til heimilisins. Húsband hefur séð um innkaup, eldamennsku og tiltekt ásamt 2 dætrum...ekki það ég vorkenni þeim ekki baun, þau eru fullfær og vön, mig langar bara svo að vera með í því. Það eru oft bestu stundirnar þegar við erum öll saman í þessu, tölum mikið saman og skemmtum okkur. Nokkrum sinnum hefur þessi elska skotist í skólann með mat til mín því ég hef ekki mátt vera að því að fara heim að borða.
Nú og svo hef ég tekið góða syrpu í læknisheimsóknir.....fór til lungnasérfræðings sem sagði mér það sem ég vissi...ég er verri en síðast þegar ég hitti hann enda enn reykjandi og er á síðasta séns...á morgun verða nýju reykingalyfin leist út og harka sett í þau mál. Þar næst hitti ég meltingarsérfræðing sem gaf mér lyf gegn aukaverkunum af reykingalyfinu....eitthvað sem ekki fæst á landinu og hann fær eftir öðrum leiðum. Svo var það tannsi með tilheyrandi kostnaði og leiðindum....veit fátt leiðinlegra en að liggja í stól og gapa. Nú svo að lokum hitti ég bæklunarlækninn sem ég er búin að bíða eftir í eitt ár. Hann stakk mig mörgum sprautum neðst í bakið....þar sem ég lá á borðinu undir röntgen græjunni, kreppti ég hnúana og hvæsti milli saman bitinna tannanna. en langaði mest af öllu að sparka í hann....hvernig í ands....... datt þér í hug að velja þér þetta starf? er þetta ekki ömurlegt? Haha heyrðist í lækni, ég er réttu megin við sprautuna. Leikurinn verður svo endurtekinn eftir helgi, þá bætir hann við fjöldann, ég get ekki sagt að mig hlakki til en verð þó dauðfeginn þegar það versta er yfirstaðið þá verð ég verkja minni og þarf ekki að haltra um eins og gamalmenni þó ég stefni vonandi í þá átt að verða gömul og sæt.
Ég fékk krúttkast ársins þegar ég horfði á fréttatíma ruv í kvöld, þar kepptu gamlingjar í frjálsum 70 ára og eldri. Þvílíkir snilldartaktar hjá þessu fullorðna fólki, sá nokkur gamalmenni reyna við hástökk, stöngin var rétt hærri en dýnan en yfir komust þau....
jæja er farin í ból...heyrumst elskurnar.
Mission Impossible......lokið Muahahahaha
29.1.2008 | 00:05
Pollýanna kom í heimsókn í líki Telmu skólasystur sem er alltaf eins og æðruleysið uppmálað, það er alveg sama hversu mikið er að gera, það haggar ekkert þessari elsku. Ég aftur á móti veð um í tryllingi, snýst í hringi verð óðamála, æði úr einu í annað og kem miklu minna í verk fyrir vikið. En hva þó maður sé ekki fullkominn á öllum sviðum...
Hiti og kvef kyrrsettu mig heima í dag svo ég gat klárað fyrirlestur sem verður fluttur með stæl á morgun. Vaskur er í góðum farvegi, vinnutap þessa dags næ ég að vinna upp um helgina,.... svo ég er í góðum málum.
Annars þoli ég ekki að vera kvefuð. Það er eins og ég hafi gleymt eyrnatöppum í eyrunum, heyri allt eins og ég sé stödd inn í boxi. Svo hef ég svitnað og kólnað á víxl í allan dag og lít út eftir því, með úfið hár og bólgið andlit. Hóstaköstin eru þó verst, má hafa mig alla við að klemma saman lappir svo ég fái nú ekki hlandbruna í ofaná lag.... nei segi svona.
Framundan er læknisheimsókn, ætla að reyna hætta að reykja aftur, ekki af því mig langar svo mikið, ég get bara ekki orðið andað eins og annað fólk. Ég anda bara niður í háls og innan tíðar verð ég farin að ljóstillífa eins og planta. Það er lágmark að maður komist upp stigana heima hjá sér, svo húsband þurfi ekki að hífa mig upp í talíu og drösla mér inn um svalir......er alltof hégómagjörn fyrir slíkan gjörning
Jæja ein sígó og svo að hátta......muahahahahaha ( getur maður orðið skrýtin af kvefi??????)
Dramakast og flensa í fæðingu....
27.1.2008 | 22:43
Svo liggur í töskunni minni þéttskrifað blað af öðrum verkefnum, óskyld skólanum að vísu sem þarf að afgreiða fyrir hádegi í gær. Og svona til að kóróna allt saman er ég komin með hita, beinverki og verk í lungun.....djö er meira að segja í stökustu erfiðleikum með að reykja Svo byrjar nýr kúrs á morgun, er að hjálpa elstu dóttur minni að flytja, sú yngsta á að fara til læknis á morgun, á eftir að redda mínum hluta í fjáröflunarverkefni skólans sem átti að skilast fyrir viku, skila inn vaskskýrslu, aðstoða miðjubarn fyrir utanferðina og og og og og og og og og og og og og
HALLÓ hefur einhver séð pollýönnu....þarf á henni að halda núna.... plís einhver
Bullandi fráhvörf og brenndir afturendar....
4.1.2008 | 00:55
Ég hef sýnt af mér eindæma þráhyggjukennda hegðun í dag, jú sei sei reyndi nebbla ítrekað að komast inn á bloggið vitandi það að stórfelldar árásir væru í gangi og allt lok lok og læs
Kannski þessi hegðun orsakist af sykurdoða sem lagst hefur á heilan eftir margra daga át í óhollustu......allavega var ég eins og fíkill í fráhvörfum þegar ég stakk hausnum oní kökudúnkana og sleikti þá að innan, nei djók ,en mig langaði svakalega til þess.
En ég semsagt eyddi deginum í það að hlaupa um í ofboði með afþurrkunarklút og moppu á milli þess sem ég leitaði í mikilli örvæntingu að sætindum í skápunum, opnaði meira að segja sömu skápana aftur og aftur....eins og ég myndi fyrir eitthvert kraftaverk finna súkkulaði sem var þar ekki áður, og rauk svo þess á milli í tölvuna vitandi að það væri vonlaust að komast inn...DHÖ
Mitt í öllu þessu rugli dettur mér sú della í hug að draga húsband með mér í ljós.
Jess æ nó, það er svakalega óhollt, hef ekki farið í mörg ár en fannst einhvern veginn að þetta væri brilljant hugmynd, hlyti bara að vera gott gegn öllu myrkrinu sem hvílir yfir landinu.
Húsband gerði heiðarlega tilraun til að mótmæla ( að sögn ) en auðvitað heyrði ég það ekki, enda í bullandi blogg og sykur fráhvörfum.
Í kvöld sitjum við svo fáklædd með svíðandi brunatilfinningu á afturendanum og lýtum út eins og jólatré í fullum skrúða, eldrauð og lýsandi...... étandi nömm, því auðvitað var komið við í sjoppu á heimleið til að bjarga geðheilsu minni.
Litla heilsufríkið.....
19.12.2007 | 00:52
Lítil stúlka kom töltandi fram úr svefnherberginu í kvöld
amma...ég er svöng segir hún um leið og hún opnar ísskápinn sem var sneisafullur af jólavarningi.
kemur til baka með slátur í hendinni sem hún stífar úr hnefa.
Mikið sem þetta barn hefur sérstakan matarsmekk, á meðan aðrir maula jólakonfekt og smákökur, borðar hún paprikur og annað grænmeti.
Henni var haldið frá sykri og sætindum fyrstu ár ævinnar, er viss um að það hefur mótað matarsmekk hennar.
Vill hafragraut í morgunmat sem hún borðar með afa sínum.
Horfir svo ásakandi á ömmu sína þar sem hún stingur upp í sig konfekti......amma þetta er ekki hollt sooo er reykjufíla af þér...
amma skammast sín oní tær, nær sér í mandarínu og forðast að láta barnið verða vitni að því að þegar hún laumast út til að reykja,
Vona að hún viðhaldi þessari lífssýn fram á fullorðinsár.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)