Færsluflokkur: Dægurmál
Cure......yea
6.4.2009 | 02:24
Það er orðið langt síðan ég lét sjá mig hér síðast enda á kafi í vinnu og fullt af öðrum verkefnum, er í lokaverkefninu þessa dagana og verð að vinna alla páskana sem er bara fínt því ég er með þessa gæja í eyrunum allann daginn og fæ bara ekki nóg, mátti til með deila þessu......njótið elskurnar og hækkið í botn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
veislur og mannfagnaðir....
27.12.2008 | 05:54
Síðustu dagar hafa verið yndislegir með allri sinni matar og svefn óreglu....þeir renna einhvern veginn saman í eitt og eina reglan hefur verið sú að frá Þorláksmessu hafa verið matarboð með einhverjum parti fjölskyldunnar eða vinum og þannig verður það fram yfir áramót. Það versta er að ég kann mér ekki hóf og ég hélt um tíma að ég væri komin með grindargliðnun af ofáti. nú þarf að draga fram hömlurnarbremsurnar og setja á sig gönguskóna ef ekki á illa að fara....
Á jóladag brenndum við í Ólafsfjörðinn og með fylgdu allar dætur, tengdasonur og barnabörn, þar var samankomin hópur af skyldmennum tengdamömmu sem hittist þar alltaf á jóladag og það er alltaf jafn gaman.
Í dag héldum við hjónin upp á 21 árs brúðkaupsafmæli hvorki meira né minna, ég er svo oft undrandi á því hvernig tíminn læðist að manni og framhjá án þess að maður verði hans var, allt í einu hafa hlutir gerst og mörg ár hafa liðið..... en það jákvæða er að þetta verður bara betra með árunum...ég er lánsöm kona....
barnabörnin komu í dag ásamt foreldrum og var sú eldri með bingó í farteskinu sem við gáfum henni í jólagjöf, hún veit fátt skemmtilegra en að öll fjölskyldan taki þátt í að spila saman, meira að segja langamma var höfð með og við skemmtum okkur konunglega. Afinn hafði dundað sér við að búa til litla pakka, nokkurs konar verðlaun svo þetta var enn skemmtilegra fyrir vikið....við enduðum svo stuðið ég og þessi 7 mánaða á því að spila á concó trommurnar mínar, við erum með upprennandi tónlistarkonu þar á ferð, hún bankar og trommar á allt sem hún finnur og stóra systir syngur og dansar með
Ég ætla að halda áfram að njóta þessa frís út í ystu æsar...þangað til næst
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ammæli.......
2.10.2008 | 14:41
Í dag er ég ári eldri en ég var í gær.....jú jú konan á afmæli.
Fyrir mörgum árum sá ég þátt hjá Hemma Gunn þar sem hann sagði frá því að langflestir Íslendingar ættu afmæli þennan dag.
Skýringinn?
jú....við erum afleiðing áramóta fagnaðar foreldra okkar....
Ég hef verið í símanum í allan dag að tala við vini og vandamenn og taka á móti hamingju óskum...vá hvað ég er heppinn að eiga allt þetta góða fólk að.
Svo til að toppa yndislegan dag þá er veðrið nákvæmlega eins og ég vil hafa það, stillt örlítið svalt, smá sólarglenna og hvít snjóföl yfir öllu
Elskuleg móðir kom færandi hendi með kossa og pakka, takk mamma mín
Börnin mín kysstu mig og knúsuðu
húsband hringdi og býður mér út að borða þegar þegar hann kemur heim
Litli brói hringdi frá Chile og talaði við mig í 1 og hálfan tíma sem var frábært
Elsta barnið mitt býður mér í mat í kvöld
og ég brosi hringinn yfir því að vera svona mikið elskuð
Svo er ég óendanlega þakklát fyrir lífið.....
Bitinn í rassinn....
1.10.2008 | 14:22
af sorginni. Síðustu daga hef ég fundið fyrir reiði....reiði sem brýst út í mikilli óþolinmæði, fljótfærni og á röngum stöðum. Það er ekki bara ég sem er svona, við erum svona öll í fjölskyldunni. Eðlilegt ástand segja þeir sem til þekkja...viðbrögð við áfallinu og sorginni: Mér leiðist að vera svona, vil helst af öllu að þessu tímabili sé lokið, leiðist að þurfa biðjast afsökunar á fljótfærni minni og skapi aftur og aftur. Ég hef síðustu daga þurft að eiga samskipti við verslunareiganda einn í höfuðborginni og er satt að segja farin að hafa samúð með manninum.... í Tvígang með stuttu millibili missti ég mig á blogginu og skrifað hluti sem ég sá eftir......
Mér var hugsað til stóru systur sem jarðaði son sinn fyrir 2 árum...við fórum saman systur í smáralindina stuttu eftir jarðaför og ég var í því að afsaka systur mína sem missti sig við verslunarfólkið...mér veitti ekki af slíku liðsinni núna.
Annars held ég áfram að hlaupa og ekki er nú glæstur hlaupastílinn mæ ó mæ... ég er með þá verstu beinhimnubólgu sem fyrir finnst og emja og æmti í hverju skrefi og skakklappast þetta áfram.....ég googlaði orsakir bógunnar og fékk þá niðurstöðu að bólgan væri af völdum álags.....ég gat ekki annað en hlegið, ég hef einungis hlaupið nokkur hundruð metra og þjáist af verkjum sökum álags...þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég er í lélegu formi.....en það stendur til bóta.
Ég hef litla eirð í mér að skrifa lokaritgerðina því miður og er að falla á tíma. Ég sit tímunum saman og les aftur og aftur það sama en dett út á fyrstu línunum...það vonandi lagast.
ég ætla gera eina tilraun en í dag og svo fer ég út að hlaupa......
Klukk....
25.9.2008 | 17:14
Hann Róbert Badí bloggvinur klukkaði mig... og here goes.....
4 störf sem ég hef unnið:
Í nokkur ár starfaði ég sem sminka fyrir leikhús, sjónvarp og tímarit.
Vann í mörg ár á barnaheimilum....það var frábært en mjög krefjandi
Sem fréttamaður hjá sjónvarpsstöðinni Aksjón/ N4
Myndlistarkona og svo auðvitað margt annað.
4 uppáhalds bíómyndir:
( þær eru auðvitað miklu fleiri en 4 )
Magnolía
Little miss sunshine
Fargo
Big Lebowsky
4 staðir sem ég hef búið á :
Reykjavík
Siglufjörður
Finnland
Akureyri
4 sjónvarpsþættir :
South park
Little Britain
Næturvaktin og dagvaktin.....og allir aðrir íslenskir þættir fyrir utan spaugstofuna...
og hugs hugs....ok er greinilega ekki mikið fyrir þætti...
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
París ( fyrir löngu )
Kanarýeyjar.....bara yndislegt
Danmörk
Nú svo hef ég farið hringveginn á hvert einasta krummaskuð landsins held ég...og ég elska landið
4 síður sem ég skoða daglega:
mbl...og ????
engar sérstakar nema ef vera skyldi síður tengdar listum og skyldum greinum
4 matarkyns :
Íslenskt lambaljöt
humar....mmmm get borðar hann í kílóavís
kjúklingabaunir....bara æðislegar
og já auðvitað kjúklingur
4 bækur blöð sem ég les oft:
Ég les allt sem ég kemst yfir eða svo til en það sem er á náttborðinu núna er meðal annars
Birtan á fjöllunum eftir Jón Kalmann ( alveg drepfyndinn)
Ritið:1/2005 tímarit hugvísindastofnunnar
Art now, Burkhard Riemschneider/ Uta Grosenic
Einfarar í Íslenskri myndlist, eftir Aðalstein Ingólfsson
4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna.
Haífa í Ísrael
í Chile hjá litla bróa
Í Frakklandi...að rifja upp þessa litlu frönsku kunnáttu mína sem ég hef
Á ferðalagi með fjölskyldunni í Finnlandi
4 bloggarar sem ég klukka:
Sennilega hafa flestir á blogginu verið klukkaðir en ég læt vaða
Magga Lindguist
Ransu
Erna Friðriks
Birna Dís
Er flutt í ísskápinn....
23.5.2008 | 00:19
ég er að hugsa um að senda út tilkynningu til vina og vandamanna...ef þið eigið erfitt með að ná í mig þá er ég mjög líklega á kafi í ísskápnum....sko það er afleiðing þess að hætta reykja ...ég borða þó mér sé orðið illt...
Það er alveg ljóst að ég þarf að draga fram reiðhjólið annars endar þetta með ósköpum
Ég og yngsta dóttir mín höfum verið einar í dag og kvöld..hinn parturinn af fjölskyldunni er í vinnu annars staðar á landinu...
Við þvældumst í heimsókn í dag og smá búðarráp..vorum að spá í hvernig við ættum að eyða kvöldinu..horfðum á hvor aðra..og ákváðum að setja okkur í júró stellingar eins og restin af þjóðinni
fórum heim og græjuðum mat...kveiktum á Imbanum og auðvitað voru fyrstu lögin búin..þau næstu sem komu á eftir voru hræðilega flutt, við vorum að velta því fyrir okkur hvort keppendur væru tónvilltir eða hvort bilun væri í monitor... en keppnin skánaði eftir sem á leið
ég sá svo í fréttunum brot úr Íslenska laginu og fannst þetta vel gert hjá þeim...
kannski maður fylgist með keppninni um helgina....
Ég bara varð....
22.5.2008 | 01:52
Ég rakst á þennan frábæra pistil og varð að setja inn linkinn,,
slóðin er: http://adaltutturnar.blogspot.com/2008/05/flttamenn.html
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
33 ára samvist lokið....
21.5.2008 | 16:58
Ég kynntist henni sem barn....varð háð henni um 10 aldurinn og hún hefur fylgt mér hvert sem er
stundum verið styrkur en líka oft verið til ama og trafala
Hún hefur hægt og rólega verið að drepa mig
ég er komin með sjúkdóma af hennar völdum
en nú er ég hætt...finido... ég sagði henni upp
jú...ég er hætt að reykja
húrra fyrir mér...ég væri að ljúga ef ég segði það auðvelt....ég er geðstirðari en andskotinn
hringi út um allar trissur og rífst yfir öllu...hef líka komið mörgum málum í gegn sem hefði ekki gengið svona fljótt fyrir sig annars..
Húsband er í margra daga vinnuferð um landið, kemur heim í mýflugumynd eftir nokkra daga og ríkur þá til útlanda á ráðstefnu...hann tók utan um mig og kyssti mig þegar hann fór og sagði....ég elska þig...en mikið svakalega er ég feginn að vera ekki heima næstu dagana... jú ég skil hann, ég er líka feginn,hann þarf þá ekki að tipla á tánum í kringum mig næstu daga
en svo auðvitað fer þetta batnandi.....
meira að segja börnin eru að heiman....miðjubarn vinnur í mývatnssveit og sú yngsta er að leggjast í ferðalög næstu daga, þannig að ég ætla fá útrás á striganum...mála eins og vitfirringur í orðsins fyllstu....
Ég hef gefið vinum mínum og mínum nánustu leyfi til að sparka í sköflunginn á mér...setjast ofan á mig...binda mig niður, beita öllum þeim ráðum sem þeim dettur í hug ef það svo mikið sem hvarflar að mér að fá mér sígó
djö.....sem ég er ánægð með mig....
Um Tröll á moggabloggi....
20.5.2008 | 00:40
Tröll
Úr Rökvillur
Ég mátti til með að birta þennan pistil sem ég stal af síðunni hans Svans Gísla... ég hef nefnilega rekið mig á nokkur tröll síðustu daga, ekki síst í umræðum um flóttafólkið, sem by the way eru ótrúlega ómálefna legar.
Hvað er Tröll?
Til að skilja hvað Tröll er þarf að fylgjast með því hvað það er sem þau gera. Tröll lifa á athygli og gera allt til að sækja sér hana. Tröll er leiðindapersóna sem gerir allt hvað hún getur til að eyðileggja eða skemma venjulegan umræðuvettvang. Hversvegna tröllast Tröll?
Að öllum líkindum eru Tröll ungt fólk (þó engin regla) sem sækist eftir einhvernskonar viðurkenningu. Truflun eða tilraun til að eyðileggja spjallborð er leið Tröllsins til að ná sér í þessa viðurkenningu, því Tröllið gerir ekki greinarmun á athygli sem stafar af pirringi eða athygli sem stafar af áhuga eða aðdáun.
Mörg Tröll, þótt ótrúlegt megi virðast, segjast gera þetta til að skemmta sér eða vera sniðugir. En þegar öllu er á botninn hvolft (undantekningalaust) er það athyglin sem Tröllin sækjast eftir.
Hvernig þekkir maður Tröll?
- Ekkert eða lítið ímyndunarafl. Sökum lágs aldurs eða takmarkaðrar greindar pósta mörg tröll mjög einhæfum og stuttum póstum. Einhæfur og barnalegur "húmor" kemur oft upp um Tröllin.
- Sama póstinum margpóstað aftur og aftur. Tröllið nennir ekki að eyða of miklum tíma í aö Tröllast, því endurvinna þau oft sama póstinn aftur og aftur. Gjarnan með því að vitna (quote) í sjálfan sig og bæta við einum broskalli.
- Póstar sem eru út fyrir efnið. Tröll pósta oft efni sem kemur upphafsinnlegginu eða efninu sem er verið að ræða ekkert við.
- Endalaus misskilningur. Tröll eru snillingar í að misskilja, viljandi eða óviljandi. Oft er misskilningurinn á svo háu stigi að öll orka viðmælenda fer í að reyna að leiðrétta misskilninginn, sem oft gerir það að verkum að enn meiri misskilngingur verður staðreynd.
- Ljótt, móðgandi orðalag. Tröll taka oft uppá því að kalla viðmælendur sína öllum illum nöfnum.
- Greindartal. Af einhverri ástæðu þá halda öll Tröll að þau séu með greind langt yfir meðallagi og Tröllunum leiðist ekki að auglýsa eigin greind. Einnig gefa tröll oft í skyn (eða segja berum orðum) að þau hafi betri skilning á málefninu en allir aðrir.
- Smásmuguháttur. Tröll reyna oft að smeygja sér innundir hjá hluta notenda spjallborða og fá samúð. Þannig er gerð tilraun til að skipta spjallborðsnotendum upp í hópa, með og á móti Tröllinu.
Hvernig losnar maður við Tröll?
Það er einfalt, ekki svara tröllum (dont feed the Troll). Þar sem tröllið þrífst á athygli (slæmri eða góðri) þá er léttasta leiðin til að fá Tröllið til að fara einfaldlega að láta sem það sé ekki til. Allir á spjallborðinu verða að þekkja þessa einföldu aðferð, því oft þarf bara einn til að Tröllið fái nóga athygli til að þrífast.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skólalok og Okur...
15.5.2008 | 18:23
Jæja þá er skólinn búinn og ekki laust við að maður sé hálf tómur á eftir...ekki það að ég mun hafa nóg að gera í sumar, var boðið að sýna í stúdíótímavél sem er ansi stórt og mjög skemmtilegt húsnæði og svo þarf ég að klára nokkur verk sem hafa verið pöntuð....
Ég sá í mogganum í dag að Dr. Gunni hlaut Íslensku neytendaverðlaunin....ég vona svo sannarlega að fólk fari að vakna og hætti að taka þátt í okrinu.
Gunni segir" Mörgum finnst að það sé eins konar merki um aumingjaskap að kvarta yfir okrinu. Að maður sé geðveikt smámunasamur ef maður minnist á mismun merkingar í búð og verðs á kassa. Að það sé einhverskonar merki um það hve vel maður stendur í lífinu að kaupa oststykki á 1.400, kjúklingabringur á 3.000, og gallabuxur á 27.500 án þess að blikna. Ég er flottur! "Mér er alveg sama þótt það sé okrað á mér,"er mottó allt of margra."Dr Gunni lauk ávarpi sínu á orðunum:" Okur á Íslandi er ekki náttúrulögmál. Ef þú lætur ekki okra á þér verður ekki okrað á þér."
Ég gæti ekki verið meira sammála manninum, það er engu líkara en að Íslendingar séu að kafna úr komplexum og minnimáttarkennd....þurfa berast á.....
Ég gekk inn í nýja barnafataverslun á Akureyri fyrir nokkrum dögum síðan...ætlaði að finna eitthvað handa nýja ömmubarni,...afgreiðslukona/eigandi kom til mín og bauð fram aðstoð en þá hafði ég í þann mund litið á verðmiðana og sagði " nei takk og veistu hvað,? ég mun líklegast aldrei koma hér inn aftur því ég ætla ekki að taka þátt í þessu okri" Við erum að tala um að ermalaus kjóll á nýbura kostaði nálægt 7000 krónum og sokkabuxur um 5000 kr..... með það labbaði ég út og fór og verslaði annarstaðar á margfalt lægra verði. Og ég ætla taka mig enn frekar á, fara bera saman hilluverð við strimil....verð semsagt leiðinlegi neytandinn....er einhver með????