Færsluflokkur: Spaugilegt

Björgunar aðgerð....

Húsaband ákvað að fara út í gærkveldi og viðra mig ( lesist sem hraður 45 mínútna göngutúr)

Ég hef nefnilega átt bágt í bumbunni...misskildi allar þessar veislur sem ég hef verið í..

leit á þetta sem mína síðustu kvöldmáltíð..W00t

kannski er það allt krepputalið....verður einhver matur á landinu? Þarf ég að safna forða?? djók

Allavega hreyfing var nauðsyn eftir kyrrsetu og ofát síðustu daga.

Einhver stakk uppá  að ég ætti að  gera eins og yngra barnabarnið mitt hún Sonja Marý og vera á stanslausri hreyfingu...hætti snarlega við þegar ég sá barnið skríða í fyrsta sinn í fyrradag..

daman fór í spíkat og dró sig svo áfram á höndunum.....ég hélt ég væri búinn að sjá allar útgáfur af barnaskriði en þetta var alveg nýtt

heyrði svo í mömmunni í dag sem tilkynnti mér að Sonja hefði skipt um stíl.....jú jú, hún væri kominn í splitt og það sem meira væri hún færi um á ógnarhraða

sjáið þið mig ekki í anda leika þetta eftir, eins og freigáta á blússandi siglingu

allt fyrir hreyfinguna! Tounge

 


eitthvað til að brosa að ....

Omid jalili er í miklu uppáhaldi hjá mér. Við tengjumst líka á fleiri en einn veg.....ég var stödd í húsi í kvöld þar sem hann barst í tal og þá kom í ljós að bróðir húsráðanda er góður vinur Omids, nú og svo höfum við sömu framtíðarsýn og tilheyrum sömu trúarbrögðum...Baháí trúnni.

hér er kappinn   


Surprice.....

Ég kem sjálfri mér sífellt á óvart...stundum með fljótfærni, stundum með hugmyndum W00t og stundum með atferli..

Í fyrradag horfði ég ákveðin á húsband og sagði stundarhátt: mig langar út að hlaupa!!!

húsband sneri höfðinu hægt og með vantrú í áttina að mér: Ha?????

Ég aftur: já mig langar út að hlaupa og var orðin hissa sjálf á svipinn yfir því sem kom út úr mér: 

Húsband: jaaaa...já já, bíddu hvað? hvernig? af hverju....

Ég alveg: jú sko nú er ég búin að vera hætt að reykja síðan í maí  og kílóin raðast á mig eins og segull að svarfi og nú verð ég að snúa vörn í sókn, og með það stormaði ég inn í herbergi og klæddi mig í rétta átfittið frá toppi til táar. 

Ég kom fram úr herberginu rjóð í framan og móð og másandi, horfði á húsband og var í alvörunni hissa: Hva á ekki að drífa sig í hlaupagallann???

Húsband pollrólegur: njjeeeee ég held ekki, ég rölti þetta bara með þér...

Minn maður stundar sko maraþonhlaup......ég hef aldrei hlaupið W00t

Svo var lagt af stað og ég á klukkunni: hei tökum tímann

Húsband ennþá Pollrólegur: já já byrjaðu bara á því að ganga rösklega og svo hlaupum við.

Ég að springa úr óþolinmæði hlýddi sem var eins gott því samkvæmt mælingum húsbands tókst mér að hlaupa heila 200 metra áður en ég sprakk....Blush

Húsband alltaf jafn yndislegur: flott elskan svo bætirðu bara 50 metrum við næst og gerir það í hvert skipti sem þú ferð að hlaupa....

Á flestu átti ég von en ekki því að yfir mig kæmi löngun til hlaupa. Síðustu ár hefur það verið þannig að ég hef verið heima með kaffi og sígó á meðan húsband hleypur....jú jú ég hef meira að segja farið á mót og svonna til að sýna smá stuðning og meira segja reynt að kalla út um annað munnvikið því rettan var í hinu: áfram Valur áfram Valur......

Nú er það liðin tíð sem betur fer, ég set markið á að geta eftir einhvern tíma hlaupið 1 kílómeter. Fyrir flesta myndi það nú varla teljast til afreka en fyrir mig sem hef reykt alla ævi er það eins og hlaupa maraþon....

nú get ég sagt með stolti við sjálfa mig: jú go girl Wink

 


Óboðin gestur..já og smá útbrot.

Ég hef sama og ekkert legið í sólbaði í sumar en hef heldur betur bætt úr því síðustu daga....en stelpur, já og kannski stöku strákur.....ALDREI, aldrei vaxa sig og hlaupa svo í sólbað.....ég er eins og ódáðahraun með ofsakláða og rauðar skellur....

jamm, vissi betur en taldi mér samt trú um að ég væri öðruvísi en aðrir....jú jú mikil ósköp ,auðvitað er ég það en ekki að þessu leytinu.....

talandi um sjálfsblekkingar, þetta er alveg furðulegt fyrirbæri sjálfsblekkingin, þó að allt í umhverfinu bendi til þess að eitthvað sé að hjá fólki þá eru margir meistarar í að telja sér trú um að allir hinir séu fífl.Ef maður er alltaf uppá kant við fólk eða er vinafár þá bendir það til þess að vandinn liggi hjá manni sjálfum en ekki þeim sem maður er upp á kant við.......

 

Svo nálgast nú verslunarmannahelgin  óðfluga og  ég satt að segja er farin að finna fyrir stigmagnandi kvíða, ég er nefnilega enn í sjokki síðan í fyrra sko....

var að vinna í miðbæ Akureyrar alla þá helgi og hef aldrei orðið vitni að öðru eins og kalla þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum.

Slagsmál voru útum allt og mátti ég tvisvar hlaupa inn í vagn og læsa á meðan ég beið eftir lögreglu...þar sem hópurinn gerði aðsúg að mér....fólk gerði þarfir sínar út um  glugga hótels sem var beint á móti mér ....alveg svakalega fyndið......NOT. Ruslið  óð maður svo upp að ökklum að morgni þegar maður skreiddist heim eftir langa vinnutörn....

En hvað ....þetta eru nú einu sinni skemmtilegustu hátíðahöld landsins þar sem fórnarkostnaðurinn er nokkrar útafkeyrslur, stundum alvarleg slys....nokkrar nauðganir, töluverð fikniefnasala, ótal margir óplanaðir getnaðir með bláókunnugu fólki og massívt fillerý....JEIIII brjálað stuð..W00t

Ég verð ekki að vinna þessa helgi en ég hins vegar bý nánast í miðbænum þannig að það má segja að partýið verði fyrir utan hús hjá mér....

Ekki þar fyrir að inn til mín slæðist allskonar lið þó það sé ekki versló. Ég sat í makindum í gærkveldi að horfa á sjónvarp og húsband nuddaði axlirnar( já ég veit, hann er frábær) þegar hurðinni er allt í einu svipt upp og ég kalla HALLÓ.....uhh yeas helló er svarað á móti....is this a hotel.....nei????, ég meina no segi ég....og upphófst þetta líka furðulega samtal þar sem óboðni gesturinn spurði hvort hann mætti gista í anddyrinu hjá mér....Shocking Það væri svo þægilegt fyrir hann þar sem ég byggi nú fyrir framan umfó.....stutt að fara og sonna....

gesturinn reyndist vera fullorðin, fullur, tannlaus, erlendur ferðamaður sem var að leita að gistingu fyrir örfáar krónur, en þar sem vonlaust er að fá gistingu á Íslandi fyrir örfáar krónur þá endaði hann í svefnpoka á grasbletti fyrir utan umferðarmiðstöðina.....í sjálfu sér ekkert að því, það eru alltaf einhverjir sem gista þar á hverri nóttu í svefnpokunum einum saman, jafnvel í mígandi rigningu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem þetta gerist...fólk skilur ekkert í því afhverju ég leyfi því ekki  að gista í andyrinu hjá mér......kannski maður fari út í rekstur á svefnpokaplássi .....

Ég hins vegar er farin að marglæsa húsinu svo óboðnir komi ekki í heimsókn á meðan á axlarnuddi stendur ( dónar...... þetta var axlarnudd, ég sko prjóna nefnilega eins og mófó) Whistling


Heilaþoka....

Ég eins og svo margir aðrir er greind með síþreytu og vefjagigt,.... hundleiðinlegur sjúkdómur sem sést ekki á manni og ekki er hægt að lækna..

Að öllu jöfnu er ég sæmileg...svona tveim tímum eftir að ég vakna en svo koma tímabil þar sem ég get varla greitt mér fyrir þreytu, ég verð undirlögð af verkjum og svefninn fer í klessu.

Ég hef ekki hugmynd um hvað kemur þessum köstum af stað né hve lengi þau vara, en fram að þessu hafa þau gengið yfir svona á endanum.

Einn af mörgum fylgikvillum sem fylgja köstunum er heilaþoka Sideways....þeir sem eru með vefjagigt vita hvað ég er að tala um... 

maður sofnar að kveldi ( ef maður er heppinn ) W00t með áætlun yfir verkefni næsta dags en vaknar svo að morgni eins og maður hafi verið í partý í viku og man ekki neitt....

ég hef undanfarið verið í svona ástandi.....ákvað að ég þyrfti að skreppa í búð, arkaði inn einbeitt á svip, staðnæmdist  út á miðju gólfi, horfði í kringum mig .....hvern andskotann ætlaði ég að kaupa??'  hugs hugs hugs....ætla seilast eftir töskunni það er smá von um að ég hafi skrifað eitthvað á miða....nebbb enginn taska og ekkert peninga veski...bara sími.

Hringi í miðjubarn...sem kemur eftir einhverja stund með veski og getgátur um hvað ég hafi ætlað að versla....

hitti í röðinni fólk sem ég veit ég á að þekkja en man ekki hvað heita.....þó mundi ég það í vikunni á undan og gott ef ég heilsaði þeim ekki með nafni þá....

rogast út í bíl með marga innkaupa poka set í gang og fáta í tökkum...þaklúga opnast, finn annan takka hliðarrúða opnast...rek mig í þurrkurnar sem ískra eftir þurrum rúðunum....er komin í panik yfir  fátinu á mér...stíg á bensínið og potast á móti umferð útaf bílastæðinu..fæ augnaráð frá öðrum bílstjórum...ek sem leið liggur heim en fer auðvitað lengstu leiðina því ég allt í einu sé ekki fyrir mér styðstu leiðina....

púff ...rogast inn með pokana og í því sem ég tek uppúr þeim sé ég að ég hef keypt fjóra fulla haldapoka.....uuhhhh?????

jú ég er ein heima....Blush 

 

 


Afi öskubuska og helgarferð....jeiiiii.

Það er eins gott að veðrið haldist skaplegt í dag, er að fara í sumarbústað með vinafólki yfir helgina og ætla að liggja í heita pottinum fram á sunnudag..W00t ok fer í smá gönguferðir ( í úlpu Jenný, hehe ) og borða góðan mat. Ég þarf að vísu að  taka með mér skólaverkefni en það er allt í lagi, bara gaman af því.

Við fórum í mat til elstu dóttur okkar í gær, þau voru að flytja inn í þetta fína hús sem þau voru að byggja. Nema hvað að við erum ekki fyrr komin inn en að okkur er boðið inn í herbergi barnabarns, stúlkan sú á þetta fína búningasafn og okkur afanum og ömmunni var skipað í hlutverk.....afi var öskubuska með gula, uppsetta hárkollu og ég var mjallhvít með svarta slöngulokka.....ég sverð það ég meig á mig af hlátri að sjá afann í lopapeysu með gult uppsetthár lifa sig inní öskubusku....haha.

Ef það er eitthvað sem heldur manni ungum eru það börnin...HeartInLove

Er farin að pakka....vonandi eigið þið öll góða helgi. 


Bullandi fráhvörf og brenndir afturendar....

Ég hef sýnt af mér eindæma þráhyggjukennda hegðun í dag, jú  sei sei reyndi nebbla ítrekað að komast inn á bloggið vitandi það að stórfelldar árásir væru í gangi og allt lok lok og læsW00t

Kannski þessi hegðun orsakist af sykurdoða sem lagst hefur á heilan eftir margra daga át í óhollustu......allavega var ég eins og fíkill í fráhvörfum þegar ég stakk hausnum oní kökudúnkana og sleikti þá að innan, nei djók ,en mig langaði svakalega til þess.

En ég semsagt eyddi deginum í það að hlaupa um í ofboði  með afþurrkunarklút og moppu á milli þess sem ég leitaði í mikilli örvæntingu að sætindum í skápunum, opnaði  meira að segja sömu skápana aftur og aftur....eins og ég myndi fyrir eitthvert kraftaverk finna súkkulaði sem var þar ekki áður, og rauk svo þess á milli í tölvuna vitandi að það væri vonlaust að komast inn...DHÖ

Mitt í öllu þessu rugli dettur mér sú della í hug að draga húsband með mér í ljós.Shocking

Jess æ nó, það er svakalega óhollt, hef ekki farið í mörg ár en fannst einhvern veginn að þetta væri brilljant hugmynd, hlyti bara að vera gott gegn öllu myrkrinu sem hvílir yfir landinu.

Húsband gerði heiðarlega tilraun til að mótmæla ( að sögn ) en auðvitað heyrði ég það ekki, enda í bullandi blogg og sykur fráhvörfum.

Í kvöld sitjum við svo fáklædd með svíðandi brunatilfinningu á afturendanum og lýtum út eins og jólatré í fullum skrúða, eldrauð og lýsandi...... étandi nömm, því auðvitað var komið við í sjoppu á heimleið til að bjarga geðheilsu minni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband