Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Mission Impossible......lokið Muahahahaha

Þvílíkur dagur, en hann hafðist, svo nú sit ég pollróleg við tölvuna og finnst ég geta sigrað heiminn.

Pollýanna kom í heimsókn í líki Telmu skólasystur sem er alltaf eins og æðruleysið uppmálað, það er alveg sama hversu mikið er að gera, það haggar ekkert þessari elsku. Ég aftur á móti veð um í tryllingi, snýst í hringi verð óðamála, æði úr einu í annað og kem miklu minna í verk fyrir vikið. En hva þó maður sé ekki fullkominn á öllum sviðum...Whistling

Hiti og kvef kyrrsettu mig heima í dag svo ég gat klárað fyrirlestur sem verður fluttur með stæl á morgun. Vaskur er í góðum farvegi, vinnutap þessa dags næ ég að vinna upp um helgina,.... svo ég er í góðum málum.

Annars þoli ég ekki að vera kvefuð. Það er eins og ég hafi gleymt eyrnatöppum í eyrunum, heyri allt eins og ég sé stödd inn í boxi. Svo hef ég svitnað og kólnað á víxl í allan dag og lít út eftir því, með úfið hár og bólgið andlit. Hóstaköstin eru þó verst, má hafa mig alla við að klemma saman lappir svo ég fái nú ekki hlandbruna í ofaná lag.... nei segi svona.

Framundan er læknisheimsókn, ætla að reyna hætta að reykja aftur, ekki af því mig langar svo mikið, ég get bara ekki orðið andað eins og annað fólk. Ég anda bara niður í háls og innan tíðar verð ég farin að ljóstillífa eins og planta. Það er lágmark að maður komist upp stigana heima hjá sér, svo húsband þurfi ekki að hífa mig upp í talíu og drösla mér inn um svalir......er alltof hégómagjörn fyrir slíkan gjörning

Jæja ein sígó og svo að hátta......muahahahahaha ( getur maður orðið skrýtin af kvefi??????)



Dramakast og flensa í fæðingu....

Búhúúú ef ég væri ekki svona löt myndi ég kasta mér niður og berja með hnefunum í gólfið og  arga og grenja....suma daga gengur ekkert upp, síðustu daga hef ég ásamt 3 skólasystrum setið með sveittan skallann og puðað yfir málstofu verkefni sem við eigum að flytja á þriðjudaginn. Eftir mikla yfirlegu yfir erfiðum ensku texta og þurru fræðilegu efni hnoðuðum við saman þessum fína fyrirlestri vistuðum hann í tölvuna og BÚMM..... Frown verkefnið hvarf??????? Eftir mikla leit fannst partur af því, restina verðum við að vinna aftur næsta kvöld og kannski fram á nótt.

Svo liggur í töskunni minni þéttskrifað blað af öðrum verkefnum, óskyld skólanum að vísu sem þarf að afgreiða fyrir hádegi í gær. Og svona til að kóróna allt saman er ég komin með hita, beinverki og verk í lungun.....djö er meira að segja í stökustu erfiðleikum með að reykja  W00t Svo byrjar nýr kúrs á morgun, er að hjálpa elstu dóttur minni að flytja, sú yngsta á að fara til læknis á morgun, á eftir að redda mínum hluta í fjáröflunarverkefni skólans sem átti að skilast fyrir viku, skila inn vaskskýrslu, aðstoða miðjubarn fyrir utanferðina og og og og og og og og og og og og og

HALLÓ hefur einhver séð pollýönnu....þarf á henni að  halda núna....  Crying plís einhver


Við erum að tala um óskarinn......

Skellti mér í bíó í kvöld með stórfjölskyldunni að sjá þessa margrómuðu mynd Brúðgumann og verð bara að segja að þetta er með betri myndum sem hafa verið framleiddar. Allt gekk upp, sagan, leikstjórnin, leikurinn, klippingin (til hamingju Beta) hljóðið, búningar,props, bara allt heila klabbið. Ég hef ekki oft verið frussandi af hlátri og grátandi á sama andartaki en gerði það í kvöld. Við erum að tala um óskars tilnefningu hérna....ok allir í bíó það má bara ekki missa af þessu. Til hamingju Ísland með frábært kvikmyndagerðarfólk og framúrskarandi leikara.

Er farin í kojs, ætla að reyna endur upplifa myndina, ja nema ég fari aftur um helgina, er einhver með W00t


veisla tiltekt og andleysi.....

Á Akureyri hefur verið sannkölluð listaveisla um helgina. Mér telst til að ég hafi farið á einar 6 myndlistarsýningar auk tónleika sem haldnir voru í Populus Tremula, endaði svo skemmtilegt kvöld á kaffi karó þar sem ég hitti fullt af skemmtilegu fólki og bæði dansaði og söng.

Ég hef hins vegar oft verið hressari heldur en í dag, aldur og fyrri störf eru farin að segja til sín W00t fyrir aðeins örfáum árum síðan gat ég dansað hálfa nóttina og verið hress daginn eftir en það er liðin tíð.

Ég afrekaði þó þrátt fyrir þreytu að klára flytja vinnustofu og druslaðist  til að ganga frá því dóti í geymslu,  þangað til ég fæ annað pláss og svo var skúrað, skrúbbað og þveginn þvottur og ég ógisssslega ánægð með mig.

Kannski er það þessi árstími og þetta myrkur sem gerir það að verkum að mig hrjáir stífla á öllum sviðum, kannski er rétt að kalla það andleysi......fæ engar hugljómanir hvorki blogglega eða myndlistarlega. 

Ég vildi gjarnan vera í Chile hjá litla bróa, í blússandi sól og sumri en það er ekki ókeypis að fara þangað og svo er ég bundinn af skólanum, ekkert spennandi að fara á sumrin þá er vetur hjá honum með tilheyrandi rigningum.

Hann og fjölskylda hans fengu sláandi fréttir fyrr í vetur. Þannig var að tengdapabbi hans hvarf fyrir 20-25 árum síðan, talið var að yfirvöld ættu þátt í því, að hann hafi verið tekinn af lífi. Tengdamamma bróa baslaði ein áfram með heimili og börn og fékk einhverja smánarlús frá ríki í sárabætur fyrir eiginmanns missi.

Í vetur fengu þau hins vegar hringingu þar sem þeim var tilkynnt um það að hin löngu týndi faðir hafi fundist látin í kofa ekki mjög langt frá þar sem þau búa. Þið getið rétt ýmindað ykkur sjokkið., þau búin að syrgja öll þessi ár en svo var hann á lífi allan tímann og var meira að segja ekkert langt frá þeim....það lítur allt út fyrir að pabbinn hafi farið í felur og á einhvern dularfullan hátt dregið fram lífið í þessu kofaskrifli. Nú fara þau í gegnum allt sorgarferlið aftur. Ég get ekki ýmindað mér hvernig það væri að hafa svona ógnarstjórn, eins og var á þeim tíma.

Í þessum samanburði er gott að vera íslendingur.

farinn í háttinn..... 

 

 

 


Ég..hóst hóst er komin hóst aftur....

Hangi heima í dag með kolstíflað nef, hósta og astma. Veit fátt leiðinlegra en að vera kvefuð,  er drulluslöpp með hausverk og líður eins og það sé bómull í hausnum á mér, á meira segja erfitt með að hugsa.....

Unglingurinn minn styttir mér stundir með gítarspili...blúsuðu gítarspili, ég ligg undir teppi í náttbuxum og þykkum ullarsokkum drekkandi sítrónuvatn með hunangi og reyni að njóta ljúfra tóna.

Annars skrapp ég í Höfuðborgina um síðustu helgi, hitti fullt af frábæru fólki bæði bloggvini og aðra vini. Hentist svo í IKEA og sjoppaði smá. Var reyndar smá tíma að átta mig á verslunarfyrirkomulagi og að rata um búðina, þessi búðarferð tók reyndar nokkra klukkutíma því verslunin er svo stór að maður skreppur ekkert í Ikea, það er hálfsdags prógramm að fara þangað. 

Hátt og mikið hundsgelt truflaði veikindi mín áðan og ég sem aldrei má missa af neinu skreiddist út í dyr til að sjá hvað gengi á.......Þá var það bara Lúkas að ibba sig við annan hund sem býr á heimilinu hinu megin við götuna, jú þetta er hinn eini sanni Lúkas, hann er víst nágranni minn. Hann er mér áminning um hvernig múgsefjun verður til og vonandi öðrum líka......

Ég fór og heimsótti frábært eintak af manneskju í gær...litlu 4ja ára ömmustelpuna mína. Hún sat við eldhúsborðið einbeitt á svip, með tungubroddinn í munnvikinu, amman var í kjaftastuði og talaði út í  eitt við barnið.....sú stutta sagði eftir smá stund....amma þú ert að trufla mig.W00t amman fór að gá hvað væri svona mikilvægt, jú skottan var að reikna og skrifa! Hún skrifar einfaldar setningar og reiknar tölur frá einum og upp í tólf...getur ekki beðið eftir að byrja í skóla og finnst ósanngjarnt að geta ekki byrjað þó hún sé 4ja ára.

Ömmustelpa hefur óbilandi sjálfstraust, lætur sko ekki segja sér hvað hún getur og getur ekki. Sú stutta elskar prinsessukjóla og gullskó, hefur brennandi áhuga á bílum útivist og dúkkum. Hún á marga vini og þar á meðal eru tveir 6 ára gamlir  strákar, hún býður þeim gjarnan inn að leika og um daginn laumaði ég mér inn í herbergi til þeirra, þar sátu þessar elskur á gólfinu í barbí...strákarnir greiddu þeim og klæddu en sú litla gaf skipanir hægri vinstri um hlutverk hverrar dúkku og hvað hver ætti að segja.......hún á eftir að láta til sín taka seinna meir.

Er farin að safna kröftum og láta mér batna.... 

 

 

 

 


Leyndarmálið stóra.....

Er kominn á fætur eftir 2ja tíma svefn. Ég á það til að fara í gegnum svona tímbil þar sem ég get ekki sofið, sama hvernig ég veltist og snýst í rúminu. Hef reynt ótal ráð, farið  í slökun, lesið,  farið í heitt bað,  drukkið flóaða mjólk, staðið á haus...nei djók, en ég hef semsagt prófað flest sem  svæfir annað venjulegt fólk. Þannig að þá er bara dröslast í föt og fara á fætur...þrauka daginn fram að næstu nótt og vona að ég geti sofnað þá.

Ég sagði frá því í færslunni á undan að ég hefði farið í leikhús á Sunnudagskvöldið. Hef áður séð leikrit sem fjallar um sama efni, kynferðislega misnotkun og svo sem lesið margt líka, að ég tali nú ekki um persónulega reynslu. Dóttir mín varð fyrir misnotkun fyrir  einhverjum árum síðan, þannig að ég þekki vel til hvaða hrikalegu afleiðingar svona glæpir hafa. Ekki bara fyrir fórnarlambið heldur alla sem eru í kringum þann einstakling.

Lengi vel gat ég ekki talað opinskátt um þetta..upplifði svo mikla skömm. Hvernig gat þetta gerst í minni fjölskyldu? Við sem fræddum börnin okkar um leið og þær fengu einhvern orðaforða til að skilja hvað maður var að tala um. Við ræddum við þær um snertingar, hvenær ætti að segja nei, að láta vita ef einhver sýndi þeim óeðlilegan áhuga og svo framvegis. Þetta gerðist samt, og litla stelpan mín brást við eins og önnur fórnarlömb, tók byrðina á sig og þagði. Alltof lengi,vildi halda friðinn. Enginn orð fá lýst ógleðinni, vanmættinum og sorginni sem maður fer í gegn um sem foreldri. Hvar brást ég, af hverju gat ég ekki afstýrt þessu,  en allra verst er þó að vita af þjáningu barnsins.

Höfundur verksins kemur með nýja nálgun. Hún segir " við getum verið elskuð mikið af fólki sem særir okkur" og það er einmitt það sem gerir þessi mál að harmleikjum. Oft eru fórnarlömb í tilfinningatengslum við geranda, elskar jafnvel viðkomandi. Þetta er oft einhver nákomin og það er svo erfitt að hata þann sem maður elskar.

Leikritið var þannig upp sett að að maður var neyddur til að hlæja á óþægilegum augnablikum og gerandinn-frændinn var sýndur sem elskulegur og góður maður sem elskaði litlu frænku sýna ofurheitt og á rangan hátt.

Ég veit ekki hvort ég næ að gera mig skiljanlega, er ekki á nokkurn hátt að afsaka, réttlæta  eða  gera lítið úr alvarleika misnotkunar. Er kannski bara að reyna nálgast þetta frá annarri hlið, fyrir mig og aðra.

Ef allir gerendur væru illa innrættir misyndismenn væri málið auðveldara, í það minnsta fyrir aðstandendur, það er bara ekki tilfellið.

Margt annað frábært kemur einnig frá höfundi verksins t.d. um viðhorf almennings, stöðu kynja og fleira. hef bara því miður svo lítinn tíma til að setjast yfir það til að berja saman blogg/texta um málið..hvet hins vegar alla til að fara og sjá verkið, það er aldrei of mikið gert af því að ræða þessi mál, frá öllum hliðum.

Nótt nótt......


Blóðsykurfall,kuldi,annir og leikhús.

Langur dagur að kveldi kominn, klukkan er rúmlega tólf og í stað þess að sofa í hausinn á mér hangi ég fyrir framan tölvuna og bæði les og skrifa blogg.Shocking

Ætla samt að vakna 6:30 og skella mér í leikfimi, ná úr mér sykurdoðanum. Í dag var kóld turký, ekkert nammi og enginn sykur- afleiðing? jú ég er búin að vera ísköld og með nötrandi blóðsykurfall síðan 7 í morgun. En hvaa verð orðin góð eftir 3 daga.

Ég má orðið hafa mig alla við til komast bloggrúntinn, Þið Þarna elskulegu bloggvinir skrifið svo mikið og oft og auðvitað  má ég  ekki missa af neinu.

Hei smá hugmynd! er ekki hægt að setja kvóta á ykkur þið vitið....einn bloggar í dag, annar á morgun og svo koll af kolli?  W00t Ha, nei segi bara sona.

Annars fór ég í leikhús í gærkveldi á frábæra sýningu sem heitir " Ökutímar " sem mér finnst að allir landsmenn ættu að sjá. Leikarar náðu að fara með mig upp og niður allan tilfinningaskalann, og ég teygðist út og suður. Gekk út af sýningunni  með ekka og grátbólgið andlit.

En þar sem það er orðið svo framorðið og ég úrvinda þá segi ég nánar frá verkinu síðar.

Þangað til.....smjúts.


Bullandi fráhvörf og brenndir afturendar....

Ég hef sýnt af mér eindæma þráhyggjukennda hegðun í dag, jú  sei sei reyndi nebbla ítrekað að komast inn á bloggið vitandi það að stórfelldar árásir væru í gangi og allt lok lok og læsW00t

Kannski þessi hegðun orsakist af sykurdoða sem lagst hefur á heilan eftir margra daga át í óhollustu......allavega var ég eins og fíkill í fráhvörfum þegar ég stakk hausnum oní kökudúnkana og sleikti þá að innan, nei djók ,en mig langaði svakalega til þess.

En ég semsagt eyddi deginum í það að hlaupa um í ofboði  með afþurrkunarklút og moppu á milli þess sem ég leitaði í mikilli örvæntingu að sætindum í skápunum, opnaði  meira að segja sömu skápana aftur og aftur....eins og ég myndi fyrir eitthvert kraftaverk finna súkkulaði sem var þar ekki áður, og rauk svo þess á milli í tölvuna vitandi að það væri vonlaust að komast inn...DHÖ

Mitt í öllu þessu rugli dettur mér sú della í hug að draga húsband með mér í ljós.Shocking

Jess æ nó, það er svakalega óhollt, hef ekki farið í mörg ár en fannst einhvern veginn að þetta væri brilljant hugmynd, hlyti bara að vera gott gegn öllu myrkrinu sem hvílir yfir landinu.

Húsband gerði heiðarlega tilraun til að mótmæla ( að sögn ) en auðvitað heyrði ég það ekki, enda í bullandi blogg og sykur fráhvörfum.

Í kvöld sitjum við svo fáklædd með svíðandi brunatilfinningu á afturendanum og lýtum út eins og jólatré í fullum skrúða, eldrauð og lýsandi...... étandi nömm, því auðvitað var komið við í sjoppu á heimleið til að bjarga geðheilsu minni.


Gleðilegt ár,vinir vandamenn og allir hinir.

Síðustu dagar hafa verið yndislegir. Ég, húsband og yngsta dóttir fórum vestur til litlu systur minnar og hennar fjölskyldu til að eyða áramótunum þar eins og við höfum gert ótal sinnum áður.

Á gamlárskvöld er iðulega opið hús hjá þeim, borð svigna undan veitingum og hinir og þessir kíkja í heimsókn.

Eftir miðnætti skelltum við okkur öll á sveitaball og yngsta barnið okkar fór með. Hún skemmti sér konunglega við það að dansa við foreldrana klukkutímum saman. Ég er samt alltaf jafn hissa hvað lífið æðir áfram komið árið 2008 og yngsta barnið úti að skemmta sér með okkur.Ég hefði gjarnan viljað hafa hinar dætur mínar hjá mér, en það er víst ekki hægt að vera á mörgum stöðum í einu.

Á nýársdag pökkuðum við okkur saman og brenndum heim. Enn eru svo nokkrir dagar í að skólinn byrji þannig að maður getur komið sér í rútínu aftur, klárað að lesa allar bækurnar sem við fengum í jólagjöf og trappað sig niður af átinu ekki veitir af öll föt orðin ískyggilega þröng um miðjuna....og kannski keypt sér kort í ræktina.W00t

Enn þangað til næst ble ble......


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband