Færsluflokkur: Menning og listir
Kæru bloggvinir
31.12.2008 | 13:42
aðrir vinir, ættingjar og öll þið sem kíkið á síðuna mína
Gleðileg ár og takk fyrir það sem er að líða,
megi nýtt ár færa okkur öllum farsæld og hamingju.
gangið hægt um gleðinnar dyr og sýnið hvort öðru kærleik.
eitthvað til að brosa að ....
16.12.2008 | 00:55
Omid jalili er í miklu uppáhaldi hjá mér. Við tengjumst líka á fleiri en einn veg.....ég var stödd í húsi í kvöld þar sem hann barst í tal og þá kom í ljós að bróðir húsráðanda er góður vinur Omids, nú og svo höfum við sömu framtíðarsýn og tilheyrum sömu trúarbrögðum...Baháí trúnni.
hér er kappinn
Ég mátti til....
30.11.2008 | 16:48
Skemmtileg grein sem ég rakst á
http://kistan.is/default.asp?sid_id=25401&fre_Id=78217&tid=2&meira=1&Tre_Rod=005/&qsr
Íranska listakonan Shirin Neshat
27.9.2008 | 22:14
Í fréttablaðinu í dag er athyglisvert viðtal við Shirin Neshat. Hún er einn af mínum uppáhalds myndlistarmönnum. Verkin hennar vekja upp spurningar um stöðu kvenna, stjórnmál og trú í hinum múslimska heimi.
Hún segir meðal annars í viðtalinu ( eitthvað sem fólk ætti að íhuga) " Fólk í vestrænum ríkjum hefur til dæmis mjög einfalda hugmynd um múslimskar konur og halda oft að þær séu eins um allan heim. Konur í Afganistan eru ólíkar þeim í Egyptalandi, ég er alltaf að leggja áherslu á að mín verk eru um íranskar konur. Og Íranskar konur eru mjög ólíkar innbyrðis. Af því það er svo lítill skilningur fyrir menningu Írana og pólitísku ástandi þar þá kalla verk mín á svo margar spurningar"
Shirin hefur unnið til margra verðlauna og verk hennar hafa verið sýnd víða um heim.
Mikið vildi ég að ég kæmist á sýninguna hennar, en það er víst ekki allt hægt.
miðnæturblogg....
6.8.2008 | 04:42
Arg.. hvað mér leiðast svona nætur þar sem eg get ekki sofið, hugurinn er á fullu, bremsur hans eru eitthvað slappar, þá er nú margt vitlausar en að blogga....
Annars er ég að troða í mig leifum af skötusel sem ég borðaði í kvöldmat, mér og húsbandi var boðið í mat til elstu dótturinnar og tengdasonar, þar sem við snæddum meðal annars skötusel sem hann aflaði, En það sem dóttir mín er mikill snillingur í matargerð, hún getur töfrað fram veislur með engri fyrirhöfn, æi svo er hún svo yndisleg þessi elska, hefur gengið í gegnum allan andskotann en stendur alltaf upp aftur
..ákvað það að andleg lítilmenni og andlegir dvergar skyldu aldrei ráða því hvernig henni liði, þó svo að nokkrir hafi orðið á hennar vegi og sumir náð að meiða hana meira segja
hún reis upp úr erfiðleikunum á meðan skítaplebbarnir eru ennþá bara skítableppar..
Næstu helgi fer ég svo á bekkjarmót í Reykjasóla
..það er verið að hóa saman í lið sem var þarna fyrir einum 28 árum !!!! Hvert fer allur þessi tími??? Ég hlakka svakalega til að hitta gamla nemendur, suma hef ég ekki séð síðan þá en aðra rekst ég reglulega á. Ég eyddi unglingsárunum í að þvælast á milli skóla, byrjaði í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi
.manstu Svanur þegar við sátum inn á herbergi og þú kenndir mér að spila ný lög á gítarinn......sem gerði það að verkum að ég tróð upp á árshátíð skólans
og fékk ólæknandi bakteríu sem ég smitaði stelpurnar mínar af Ég prófaði líka að vera í Reykholti og allir voru þessir skólar mjög ólíkir
.það er nú meira hvað þetta eru ljúfsárar minningar, komplexar unglingsgáranna versus góðu stundirnar. Ég held að flestum væri hollt að vera í heimavist, það getur verið svo lærdómsríkt og þroskandi.
Svo styttist í að húsband flytji býferlum, fjarbúðin hefst eftir nokkra daga
..
Það er eins gott að maður hafi nóg fyrir stafni, ég á svo skemmtilega mann sem ég get ómögulega verið án mjög lengi í einu
það sást best eftir Finnlandsdvölina mína, símareikningarnir voru svimandi háir, meira að segja svo háir að maður leggur það ekki á hvern sem er að heyra af því.... en húsbandi hlakkar til að takast á við nýtt starf
Well nú er það tilraun 5 nú hlýt ég að sofna vært með fullan maga af skötusel
Sumarið er tíminn......
28.7.2008 | 00:06
Það vildi ég að allar helgar væru eins og þessi sem er að líða.....ja eða næstum því. Það er allt eitthvað svo yndislegt, veðrið, fólkið mitt, vinirnir og bara tilveran.
Ég var ein heima í gær að sýsla í alls konar hlutum með tónlistina í botni..... húsband var í Ásbyrgi að hlaupa 30 kílómetra í 30 stiga hita....já ég veit þetta er auðvitað bilun, hann var búin að nauða í mér að koma með en mér finnst bara svo frábært að vera ein heima þegar ég er í stuði til að skapa......hittum svo skemmtilega vini í gærkveldi þar sem margar flottar hugmyndir urðu til, til eflingar menningarlífinu hér á Ak og nágrenni....
eyddi svo deginum í dag í sólbaði með mömmu, dóttir og barnabarni....dásamlegur dagur sem leið áfram í skrafi og skemmtileg heitum, meira segja minnsta mattann fékk að vera á samfellunni einni fata í sólabaði, dásamlegt að heyra barnið skríkja og hjala, ég get endalaust horft á litlu snúlluna og kjáð í hana, grilluðum svo læri í kvöld og nutum kvöldsólarinnar.....
svo til að kóróna yndisleg heitin þá er ég enn reyklaus og finnst það flott....
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sjálfhverf notalegheit.....og salsa.
24.7.2008 | 02:19
Ég hef lítið nennt að blogga undanfarið, hef verið í sjálfhverfu notalegu ástandi sem ég tími ekki að raska alveg strax
..er með Sigurós og Mugison í eyrunum til skiptis og sýsla við ýmsa sköpun
ég er líka í allsherjar tiltekt andlega sem líkamlega, er að reyna tileinka mér nýja siði og nýja hugsun
..fæ brjálað kikk út úr þessu ferli en er svo einbeitt að ég kem mér hjá því að vera í miklum erli
..var þó hrist nokkrum sinnum í dag í frekar snörpum jarðskjálftum, þeir stóðu sem betur fer ekki lengi yfir, ekkert er brotið þá allt hafi nötrað og skolfið.
Ég væri þó til í að rjúfa þetta hugleiðsluferli með því að skella mér á tónleika með Buano Vista Sosial Club, ég hreinlega elska þá, kann myndina utan að og á mér þann draum að fara til Kúbu, skoða mannlífið og spila á slagverk með eyjaskeggjum
Ég fékk salsa bakteríu fyrir rúmum áratug
þegar ég var í tónlistarskóla
.á slagverki og gekk þar í salsaband, stórsveit
.vá hvað það var geggjað gaman
En ég kemst því miður ekki á tónleikana en stefni á það að komast suður á menningarnótt
Það styttist í að skólinn byrji og satt að segja dauðhlakka ég til. Lokaárið að renna upp og veturinn byrjar á rannsóknarritgerð sem við fáum held ég 6 vikur til að skrifa
það er eins gott að nýta tímann vel
Varð hugsað til skólakerfisins í Finnlandi sem ég þekki ágætlega.
Þar í landi líta stjórnvöld á menntun sem fjárfestingu, ekki síst menntun í Listum, og til marks um það þá fær hver nemandi greiðslur frá ríkinu, ekkert sem menn hrópa húrra fyrir en nóg til að borga fyrir húsnæði og mat. Nemar í Listaskólanum fá þar að auki peninga fyrir litum og striga.
Ég vissi um 2 í þessum stóra skóla sem skulduðu sitt hvorn hundrað þúsund kallinn og voru í öngum sínum út af því
..ég fékk hins vegar nett hláturskast þar sem ég frussaði út úr mér að þeir gætu margfaldað þá tölu þrjátíufalt, þá kæmust þeir nærri því hvað ég skuldaði eftir skóla
.andlitið datt af þeim
..
Þeir vita sem er að leggi þeir x mikinn pening í menntakerfið kemur það til baka
.sjáið til dæmis Mari Mekkó iðnaðinn eða Ittalla
.afurð skapandi einstaklinga. Við höfum nokkur dæmi hér heima, til dæmis CCP, Eve one line. Ég fór í magnaða kynnisferð í það fyrirtæki sem nokkur hundruð manns vinna hjá, það er afurð ungs manns sem útskrifaðist fyrir nokkrum árum úr sama skóla og ég
.
Ég skil ekki fólk sem sér ekkert nema stóriðju
.alveg ótrúlega takmörkuð sýn, ég nenni annars ekki í þann umræðu pytt af einhverju viti en stend heilshugar með þeim sem hafa tíma orku og innsýn í að berjast fyrir annars konar úrræðum
Úr einu í annað.....
18.7.2008 | 04:26
Hvernig stendur á því að mér finnst tíminn líða mikið hraðar á sumrin? Ekki er það það að mér finnist eitthvað skemmtilegra þá því mér finnast aðrir árstímar ekki síðri. Síðustu ár þegar skóla hefur verið að ljúka hjá mér hef ég sett saman laaaaangan lista um allt það sem ég ætla gera það sumarið, en svo um mitt sumar verð ég alltaf jafn undrandi á því að flest það sem fór á listann góða er þar enn......jafnvel frá ári til árs.
Ég er að gera of marga hluti í einu, veð úr einu í annað, það er bara svo margt sem ég hef gaman af að erfitt er að velja,
ég er þekkt fyrir að sanka að mér efnum og flíkum af flóamörkuðum og svo sit ég og sauma og hanna, finnst frábært að búa til nýja flík,tösku eða hvaðeina annað sem mér dettur í hug,
nú svo hef ég brjálæðislega gaman af því að prjóna, virkar oft á mig eins og hugleiðsla,
ég hef heldur ekki tölu á öllum þeim húsgögnum sem ég hef hirt og gert upp eða breytt í aðra mublu, nú og svo er það auðvitað aðalástríðan að mála og gera skúlptúra....ég þyrfti helmingi lengri tíma í sólarhringinn ef vel ætti, að vera.
Ég tala nú ekki um þessar vikurnar þar sem ég þarf stanslaust að vera að pæla í því hvað ég þarf,og hvað ég má borða, það er bara meira en að segja það að hætta reykja og fara í stíft matarprógramm, ég er þó farin að finna árangur, konan getur orðið hjólað og gengið upp stiga án þess að hljóma eins og gamall físibelgur, nú svo minnka ég hverri vikunni sem líður, einmitt eins ég á að gera
Síðustu daga hef ég verið með heimþrá til Finnlands, langar svo að fara í nokkurra daga frí þangað með húsbandinu mínu, ég fengi örugglega að gista hjá þeirri sem ég dvaldi hjá þegar ég var í skólanum, og ég hefði alveg örgglega krassandi sögur að segja við heimkomuna.
framundan eru breytingar hjá okkur á heimilinu, húsband fer að taka við nýju starfi sem krefst þess að við tökum upp fjarbúð, eigum tvö heimili. Það leggst mjög vel í okkur, gerir okkur örugglega gott, skerpir ástina og hjálpar manni að fókusa á það sem skiptir máli, okkur hefur svo sem alltaf lánast að halda sjálfstæði í hjónabandinu, við reynum að lifa eins og tveir einstaklingar hvort með sínar þarfir og mikið personulegt rými..
nema stundum...
Er flutt í ísskápinn....
23.5.2008 | 00:19
ég er að hugsa um að senda út tilkynningu til vina og vandamanna...ef þið eigið erfitt með að ná í mig þá er ég mjög líklega á kafi í ísskápnum....sko það er afleiðing þess að hætta reykja ...ég borða þó mér sé orðið illt...
Það er alveg ljóst að ég þarf að draga fram reiðhjólið annars endar þetta með ósköpum
Ég og yngsta dóttir mín höfum verið einar í dag og kvöld..hinn parturinn af fjölskyldunni er í vinnu annars staðar á landinu...
Við þvældumst í heimsókn í dag og smá búðarráp..vorum að spá í hvernig við ættum að eyða kvöldinu..horfðum á hvor aðra..og ákváðum að setja okkur í júró stellingar eins og restin af þjóðinni
fórum heim og græjuðum mat...kveiktum á Imbanum og auðvitað voru fyrstu lögin búin..þau næstu sem komu á eftir voru hræðilega flutt, við vorum að velta því fyrir okkur hvort keppendur væru tónvilltir eða hvort bilun væri í monitor... en keppnin skánaði eftir sem á leið
ég sá svo í fréttunum brot úr Íslenska laginu og fannst þetta vel gert hjá þeim...
kannski maður fylgist með keppninni um helgina....
Ég er komin aftur.....loksins
1.5.2008 | 00:07
Þá er þessari vinnutörn að mestu lokið, Þetta var er erfitt en mjög skemmtilegt. Ég er búin með lokaverkið og próf. Nú erum við á fullu í að undirbúa vorsýningu skólans sem verður helgina 10 og 11 maí.....allir að mæta.
Mitt í þessari vinnutörn biluðu báðar tölvur heimilisins... sem kannski var bara gott því mér veitti ekki af öllum tímanum í vinnu, hefði sjálfsagt annars slugsast í tölvunni í stað þess að vinna eins og vitleysingur.
Ömmuskottið mitt á 5 ára afmæli á föstudaginn ( 2 maí) en hún hélt upp á það um síðustu helgi....það urðu sko snögg umskipti á þeirri stuttu,enda ekki á hverjum degi sem maður býður fólki í 5 ára afmæli. Hún dubbaði sig upp í hettupeysu og víðar töffarar buxur, æfði svo töffara takta af miklum móð, ....hey jo mátti heyra á milli þess sem fingrahreyfingar og göngustíll var æfður, svo átti að drífa sig í búð með pabba en þá vandaðist málið. Í forstofunni voru gelluskór og barbý skór en engir töffaraskór...þegar búið var að máta alla skó við outfittið endaði hún háskælandi í rósóttum stígvélum og á milli ekkasoga heyrðist...ég lít út eins og bóndi...
Hér er svo lokaverkið..enn á trönunum
Ég kalla það: einskonar sjálfsmyndir.
Í verkum mínum hef ég mikið unnið út frá tilfinningum og langaði mig að mála portrait myndir af þeim, fyrir valinu urðu dætur mínar þrjár en um leið eru þetta einskonar sjálfsmyndir , þær eru jú ákeðin framlengin á mér.
Ég ákvað að leggja áherslu á augu, eyru og munn....ég vil sjá og upplifa með börnunum mínum...ég vil heyra hvað þær segja mér...og vil eiga tjáskipti við þær.
Það er eitt að horfa og annað að sjá, eitt að heyra og annað að hlusta, eitt að tala og annað að tjá
( hver mynd er 120x90)