Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Afi öskubuska og helgarferð....jeiiiii.

Það er eins gott að veðrið haldist skaplegt í dag, er að fara í sumarbústað með vinafólki yfir helgina og ætla að liggja í heita pottinum fram á sunnudag..W00t ok fer í smá gönguferðir ( í úlpu Jenný, hehe ) og borða góðan mat. Ég þarf að vísu að  taka með mér skólaverkefni en það er allt í lagi, bara gaman af því.

Við fórum í mat til elstu dóttur okkar í gær, þau voru að flytja inn í þetta fína hús sem þau voru að byggja. Nema hvað að við erum ekki fyrr komin inn en að okkur er boðið inn í herbergi barnabarns, stúlkan sú á þetta fína búningasafn og okkur afanum og ömmunni var skipað í hlutverk.....afi var öskubuska með gula, uppsetta hárkollu og ég var mjallhvít með svarta slöngulokka.....ég sverð það ég meig á mig af hlátri að sjá afann í lopapeysu með gult uppsetthár lifa sig inní öskubusku....haha.

Ef það er eitthvað sem heldur manni ungum eru það börnin...HeartInLove

Er farin að pakka....vonandi eigið þið öll góða helgi. 


Mission Impossible......lokið Muahahahaha

Þvílíkur dagur, en hann hafðist, svo nú sit ég pollróleg við tölvuna og finnst ég geta sigrað heiminn.

Pollýanna kom í heimsókn í líki Telmu skólasystur sem er alltaf eins og æðruleysið uppmálað, það er alveg sama hversu mikið er að gera, það haggar ekkert þessari elsku. Ég aftur á móti veð um í tryllingi, snýst í hringi verð óðamála, æði úr einu í annað og kem miklu minna í verk fyrir vikið. En hva þó maður sé ekki fullkominn á öllum sviðum...Whistling

Hiti og kvef kyrrsettu mig heima í dag svo ég gat klárað fyrirlestur sem verður fluttur með stæl á morgun. Vaskur er í góðum farvegi, vinnutap þessa dags næ ég að vinna upp um helgina,.... svo ég er í góðum málum.

Annars þoli ég ekki að vera kvefuð. Það er eins og ég hafi gleymt eyrnatöppum í eyrunum, heyri allt eins og ég sé stödd inn í boxi. Svo hef ég svitnað og kólnað á víxl í allan dag og lít út eftir því, með úfið hár og bólgið andlit. Hóstaköstin eru þó verst, má hafa mig alla við að klemma saman lappir svo ég fái nú ekki hlandbruna í ofaná lag.... nei segi svona.

Framundan er læknisheimsókn, ætla að reyna hætta að reykja aftur, ekki af því mig langar svo mikið, ég get bara ekki orðið andað eins og annað fólk. Ég anda bara niður í háls og innan tíðar verð ég farin að ljóstillífa eins og planta. Það er lágmark að maður komist upp stigana heima hjá sér, svo húsband þurfi ekki að hífa mig upp í talíu og drösla mér inn um svalir......er alltof hégómagjörn fyrir slíkan gjörning

Jæja ein sígó og svo að hátta......muahahahahaha ( getur maður orðið skrýtin af kvefi??????)



Dramakast og flensa í fæðingu....

Búhúúú ef ég væri ekki svona löt myndi ég kasta mér niður og berja með hnefunum í gólfið og  arga og grenja....suma daga gengur ekkert upp, síðustu daga hef ég ásamt 3 skólasystrum setið með sveittan skallann og puðað yfir málstofu verkefni sem við eigum að flytja á þriðjudaginn. Eftir mikla yfirlegu yfir erfiðum ensku texta og þurru fræðilegu efni hnoðuðum við saman þessum fína fyrirlestri vistuðum hann í tölvuna og BÚMM..... Frown verkefnið hvarf??????? Eftir mikla leit fannst partur af því, restina verðum við að vinna aftur næsta kvöld og kannski fram á nótt.

Svo liggur í töskunni minni þéttskrifað blað af öðrum verkefnum, óskyld skólanum að vísu sem þarf að afgreiða fyrir hádegi í gær. Og svona til að kóróna allt saman er ég komin með hita, beinverki og verk í lungun.....djö er meira að segja í stökustu erfiðleikum með að reykja  W00t Svo byrjar nýr kúrs á morgun, er að hjálpa elstu dóttur minni að flytja, sú yngsta á að fara til læknis á morgun, á eftir að redda mínum hluta í fjáröflunarverkefni skólans sem átti að skilast fyrir viku, skila inn vaskskýrslu, aðstoða miðjubarn fyrir utanferðina og og og og og og og og og og og og og

HALLÓ hefur einhver séð pollýönnu....þarf á henni að  halda núna....  Crying plís einhver


Leyndarmálið stóra.....

Er kominn á fætur eftir 2ja tíma svefn. Ég á það til að fara í gegnum svona tímbil þar sem ég get ekki sofið, sama hvernig ég veltist og snýst í rúminu. Hef reynt ótal ráð, farið  í slökun, lesið,  farið í heitt bað,  drukkið flóaða mjólk, staðið á haus...nei djók, en ég hef semsagt prófað flest sem  svæfir annað venjulegt fólk. Þannig að þá er bara dröslast í föt og fara á fætur...þrauka daginn fram að næstu nótt og vona að ég geti sofnað þá.

Ég sagði frá því í færslunni á undan að ég hefði farið í leikhús á Sunnudagskvöldið. Hef áður séð leikrit sem fjallar um sama efni, kynferðislega misnotkun og svo sem lesið margt líka, að ég tali nú ekki um persónulega reynslu. Dóttir mín varð fyrir misnotkun fyrir  einhverjum árum síðan, þannig að ég þekki vel til hvaða hrikalegu afleiðingar svona glæpir hafa. Ekki bara fyrir fórnarlambið heldur alla sem eru í kringum þann einstakling.

Lengi vel gat ég ekki talað opinskátt um þetta..upplifði svo mikla skömm. Hvernig gat þetta gerst í minni fjölskyldu? Við sem fræddum börnin okkar um leið og þær fengu einhvern orðaforða til að skilja hvað maður var að tala um. Við ræddum við þær um snertingar, hvenær ætti að segja nei, að láta vita ef einhver sýndi þeim óeðlilegan áhuga og svo framvegis. Þetta gerðist samt, og litla stelpan mín brást við eins og önnur fórnarlömb, tók byrðina á sig og þagði. Alltof lengi,vildi halda friðinn. Enginn orð fá lýst ógleðinni, vanmættinum og sorginni sem maður fer í gegn um sem foreldri. Hvar brást ég, af hverju gat ég ekki afstýrt þessu,  en allra verst er þó að vita af þjáningu barnsins.

Höfundur verksins kemur með nýja nálgun. Hún segir " við getum verið elskuð mikið af fólki sem særir okkur" og það er einmitt það sem gerir þessi mál að harmleikjum. Oft eru fórnarlömb í tilfinningatengslum við geranda, elskar jafnvel viðkomandi. Þetta er oft einhver nákomin og það er svo erfitt að hata þann sem maður elskar.

Leikritið var þannig upp sett að að maður var neyddur til að hlæja á óþægilegum augnablikum og gerandinn-frændinn var sýndur sem elskulegur og góður maður sem elskaði litlu frænku sýna ofurheitt og á rangan hátt.

Ég veit ekki hvort ég næ að gera mig skiljanlega, er ekki á nokkurn hátt að afsaka, réttlæta  eða  gera lítið úr alvarleika misnotkunar. Er kannski bara að reyna nálgast þetta frá annarri hlið, fyrir mig og aðra.

Ef allir gerendur væru illa innrættir misyndismenn væri málið auðveldara, í það minnsta fyrir aðstandendur, það er bara ekki tilfellið.

Margt annað frábært kemur einnig frá höfundi verksins t.d. um viðhorf almennings, stöðu kynja og fleira. hef bara því miður svo lítinn tíma til að setjast yfir það til að berja saman blogg/texta um málið..hvet hins vegar alla til að fara og sjá verkið, það er aldrei of mikið gert af því að ræða þessi mál, frá öllum hliðum.

Nótt nótt......


Blóðsykurfall,kuldi,annir og leikhús.

Langur dagur að kveldi kominn, klukkan er rúmlega tólf og í stað þess að sofa í hausinn á mér hangi ég fyrir framan tölvuna og bæði les og skrifa blogg.Shocking

Ætla samt að vakna 6:30 og skella mér í leikfimi, ná úr mér sykurdoðanum. Í dag var kóld turký, ekkert nammi og enginn sykur- afleiðing? jú ég er búin að vera ísköld og með nötrandi blóðsykurfall síðan 7 í morgun. En hvaa verð orðin góð eftir 3 daga.

Ég má orðið hafa mig alla við til komast bloggrúntinn, Þið Þarna elskulegu bloggvinir skrifið svo mikið og oft og auðvitað  má ég  ekki missa af neinu.

Hei smá hugmynd! er ekki hægt að setja kvóta á ykkur þið vitið....einn bloggar í dag, annar á morgun og svo koll af kolli?  W00t Ha, nei segi bara sona.

Annars fór ég í leikhús í gærkveldi á frábæra sýningu sem heitir " Ökutímar " sem mér finnst að allir landsmenn ættu að sjá. Leikarar náðu að fara með mig upp og niður allan tilfinningaskalann, og ég teygðist út og suður. Gekk út af sýningunni  með ekka og grátbólgið andlit.

En þar sem það er orðið svo framorðið og ég úrvinda þá segi ég nánar frá verkinu síðar.

Þangað til.....smjúts.


Bullandi fráhvörf og brenndir afturendar....

Ég hef sýnt af mér eindæma þráhyggjukennda hegðun í dag, jú  sei sei reyndi nebbla ítrekað að komast inn á bloggið vitandi það að stórfelldar árásir væru í gangi og allt lok lok og læsW00t

Kannski þessi hegðun orsakist af sykurdoða sem lagst hefur á heilan eftir margra daga át í óhollustu......allavega var ég eins og fíkill í fráhvörfum þegar ég stakk hausnum oní kökudúnkana og sleikti þá að innan, nei djók ,en mig langaði svakalega til þess.

En ég semsagt eyddi deginum í það að hlaupa um í ofboði  með afþurrkunarklút og moppu á milli þess sem ég leitaði í mikilli örvæntingu að sætindum í skápunum, opnaði  meira að segja sömu skápana aftur og aftur....eins og ég myndi fyrir eitthvert kraftaverk finna súkkulaði sem var þar ekki áður, og rauk svo þess á milli í tölvuna vitandi að það væri vonlaust að komast inn...DHÖ

Mitt í öllu þessu rugli dettur mér sú della í hug að draga húsband með mér í ljós.Shocking

Jess æ nó, það er svakalega óhollt, hef ekki farið í mörg ár en fannst einhvern veginn að þetta væri brilljant hugmynd, hlyti bara að vera gott gegn öllu myrkrinu sem hvílir yfir landinu.

Húsband gerði heiðarlega tilraun til að mótmæla ( að sögn ) en auðvitað heyrði ég það ekki, enda í bullandi blogg og sykur fráhvörfum.

Í kvöld sitjum við svo fáklædd með svíðandi brunatilfinningu á afturendanum og lýtum út eins og jólatré í fullum skrúða, eldrauð og lýsandi...... étandi nömm, því auðvitað var komið við í sjoppu á heimleið til að bjarga geðheilsu minni.


Gleðilegt ár,vinir vandamenn og allir hinir.

Síðustu dagar hafa verið yndislegir. Ég, húsband og yngsta dóttir fórum vestur til litlu systur minnar og hennar fjölskyldu til að eyða áramótunum þar eins og við höfum gert ótal sinnum áður.

Á gamlárskvöld er iðulega opið hús hjá þeim, borð svigna undan veitingum og hinir og þessir kíkja í heimsókn.

Eftir miðnætti skelltum við okkur öll á sveitaball og yngsta barnið okkar fór með. Hún skemmti sér konunglega við það að dansa við foreldrana klukkutímum saman. Ég er samt alltaf jafn hissa hvað lífið æðir áfram komið árið 2008 og yngsta barnið úti að skemmta sér með okkur.Ég hefði gjarnan viljað hafa hinar dætur mínar hjá mér, en það er víst ekki hægt að vera á mörgum stöðum í einu.

Á nýársdag pökkuðum við okkur saman og brenndum heim. Enn eru svo nokkrir dagar í að skólinn byrji þannig að maður getur komið sér í rútínu aftur, klárað að lesa allar bækurnar sem við fengum í jólagjöf og trappað sig niður af átinu ekki veitir af öll föt orðin ískyggilega þröng um miðjuna....og kannski keypt sér kort í ræktina.W00t

Enn þangað til næst ble ble......


Ofát, andvökur og meðvirkni....

Klukkan er rétt að verða átta að morgni og ég bara komin við tölvuna. Ef það væri vegna dugnaðar og ferskleika væri það hið besta mál, en nei. sú er nú víst ekki raunin..... ofát síðustu daga er nefnilega farið að segja til sín. Að baki eru matar og kaffiboð sem voru á við bestu fermingarveislur. Ef þessu áti fer ekki að linna  hvað úr hverju mun birtast á mér bumba sem hver rútubílstjóri gæti verið stoltur af.W00t

Svo eru meltingar truflanir farnar að gera vart við sig með tilheyrandi vökum, ofan í mig hefur farið ómælt af smákökum, konfekti, saltfiski, skötu,steikum, eftirréttum,og öli, ásamt öllu tilheyrandi meðlæti, og framundan eru enn meiri átdagar.... Svo hefur öll hreyfing verið í lágmarki...ískápur...sófi.....ískápur....eldhús......ískápur....rúm.....ískápur.....klósett....ískápur.....svalir ??, jú maður verður að reykja með þessu...ískápur.......

 Ég  hef komist að því síðustu nætur, að í mér blundar meðvirkni af verstu gerð, ég hef aldrei sýnt þvílíka takta á því sviði eins og ég hef gert undanfarna daga og það gagnvart hundum. Whistling Hef verið að passa hvolpa dúska dóttur minnar og þeir eru ekkert endilega að sofa á sama tíma og ég. Þó náði vitleysan hámarki í nótt.....kom sjálfri mér alveg á óvart.

Hundamamman fór að væla í nótt og auðvitað um það leyti sem ég var að festa svefn, nú amman rauk fram til að athuga hvað amaði að, og auðvitað var ekkert að, tíkin vildi bara komast inn til mín, ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa ákveðið  í stór biðjandi augu hundsins og segja nei......gat það bara ekki.

Inn fór syfjuð amma með hundskott töltandi á eftir sér. Í annað sinn er ég að sofna þegar hvolparnir fara að væla, tíkin sperrist upp og krafsar á hurðina, vill auðvitað komast fram til barnanna sinna, amman fer fram úr opnar dyr og inn ryðst hersingin, 4 litlir dúskar bitu sig fasta á tærnar á mér.

Hvolpunum var dröslað fram og inn í búr, og aftur stormaði ég inn í herbergi. Eftir smástund fer tíkin að gelta og hvolparnir líka, amman gefst upp, tekur sæng og stormar brúnaþung fram í stofu og upp í sófa, náði að dorma um stund með höndina lafandi niður á gólf og hvolpana nagandi kjúkurnar á mér.

Ég er greinilega að eldast... uppeldisgetan er í lágmarki, börnin mín hefðu ekki komist upp með svona takta eins og hvolparnir.


Er farin að ná mér í kríu......eða horfa á bólgin og bráðfalleg (bold and bjútifúl)  neeee, þá er krían betri.Sleeping

 



Áhrifagjörn eða hvað?

Þó sumum  lífsskoðunum mínum verði ekki haggað er ég  stundum eins og margir personuleikar þegar kemur að fatastíl og lúkki. Get verið fáránlega áhrifagjörn þegar tíska er annars vegar.

 Einn daginn  get ég verið gler fín í pæjugalla með smink og tilheyrandi og næsta dag eins og dreginn upp úr haug í gömlum lörfum.

Þegar ég var í Finnlandi dauðlangaði mig dredda, tattoo og rokkgalla.

Þegar ég fór á árum áður til Kanarý sá ég gullsandala og blómakjóla í hillingum.

Fór á hárgreiðslustofu í dag og fékk klipp og lit, svo nú er ég pæja eins og aðrar konur á Akureyri.

Sjúkk...að ég skuli ekki búa í kúreka fylki í Bandaríkjunum, væri sjálfsagt sprangandi um í bleikri kúrekaskyrtu með aflitað hár og gamalt perm, með hatt og alles og klingjandi spora aftan í skónum. W00t

Maður er náttla ekki í lagi....... 

  

 


Bland í poka...

Heyrði skemmtilega pælingu í gær.....

Brú-brýr 

frú-frýr

trú-trýr......hmmmmm

Húsband fór í jólatrés leiðangur í gær, kom heim með tveggja metra hátt tré sem hann sagaði sjálfur.Cool Það á eftir að sóma sér vel í stofunni enda lofthæð þar um 4-5 metrar, lítið tré hefði verið eins og krækiber í helvíti.

Hér á heimilinu er moppað á hverjum morgni.....með hvolpum.

Um leið og þeir heyra í manni á morgnana koma þeir kjagandi og bíta sig fasta í sokka heimilis fólks, þetta eru eins og dúskar á löppunum á manni, svo labbar maður af stað og hersingin hangir föst, svo reynir maður bara að labba þar sem ryk hefur safnast, svaka tímasparnaðurW00t

Er farinn að skrifa jólakort

síjú. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband