Færsluflokkur: Dægurmál

14 tímar í brottför....er í niðurtalningu.

Tikk takk, tikk takk.... guð hvað tíminn líður hægt, ég er með rörsýn á klukkuna, reyni hvað ég get til að dreifa huganum, en tíminn silast áfram,  tikk takk........

 Skellti mér í bíó í gær með Jakub skólabróa, ákváðum að fara í nýtt sýningarhús sem var opnað á dögunum, og það vantar ekki að það er stórt. Allt sem er byggt þessa dagana í Lathi er stórt. Þeir opnuðu enn eitt mollið fyrir viku síðan. 3 stórar byggingar sem tengdar eru saman með löngum göngum og auðvitað tókst mér að villast þar, ráfaði um í klukkutíma og vissi aldrei hvar ég var stödd....Finnar elska moll, geta hangið þar heilu og hálfu dagana.

En aftur að bíóinu, þegar gengið er inn á fyrstu hæð  blasir við miðasala og tvö stór kaffihús, jú jú mikil ósköp það er hægt að setjast niður og fá sér kaffi og meðððí fyrir sýningu. Við hinsvegar vorum í smá vandræðum með að finna salinn og eftir smá leit komust við að því að salurinn okkar var uppá fjórðu hæð!!!  W00t Bíóið er semsagt á fjórum hæðum og cirka 4-5 salir á hverri hæð, nú við sáum lyftu og brunuðum auðvitað með henni upp, þá hófst leit að nammisölu því það bara tilheyrir að fá sér popp til að maula með sýningu. Enginn fannst nammisalan svo ég vatt mér að næsta manni og spurði um poppdeildina, komst að því að hún var staðsett á ANNARI hæðinni, aftur tókum við lyftu niður á aðra hæð, fundum nammibar og poppdeild, þar var sjálfsafgreiðsla, poppi var snyrtilega raðað í ferköntuð box sem stóðu inn í kókkælum??? við náðum okkur í það sem við vorum að leita að og tókum okkur svo stöðu í röðinni. Eftir smá bið gátum við brunað aftur upp með lyftu... andlitið datt hins vegar af mér þegar ég gekk inn í salinn, datt í hug salurinn í háskólabíó... ok smá ýkjur en stór var hann, og sætin eins og hægindastólar frá Húsgagnahöllinni. Myndin var hundleiðinleg en í þetta skiptið var mér sama, því ég var ekki að horfa á klukkuna á meðan.

En nú þarf ég að fara í skólann, kveðja og skila af mér lyklum. Þetta verður síðasta blogg frá Finnlandi..sniff. og síðasti dagur með húsráðanda. Annars sé ég ekki að hún lifi lengi blessunin. Hún fór til læknis í síðustu viku því hún er alltaf svo þreytt. Fékk niðurstöður úr rannsókn stuttu síðar, er með hættulega háan blóðþrýsting, bólgu í lifur, sykursýki og eitthvað fleira. Læknir spurði hvort hún drykki mikið, en hún vildi nú ekki kannast við það. Já en, sagði ég, þú drekkur allavega eina rauðvín á hverju kvöldi og allavega 2 bjóra í morgunmat, fuss heyrðist í henni, ég var ekkert að segja lækninum það, hann bannar mér að drekka...

 Well læt heyra frá mér eftir nokkra daga, í millitíðnni verð ég búinn að þvælast frá Lathi til Helsingi, frá Helsingi til svíþjóðar, frá Svíþjóð til Keflavíkur, frá Keflavík til Reykjavíkur, frá Reykjavík til Akureyrar kyssa húsband, börn, barnabörn, aðra vini og vandamenn, síjúgæs.Heart

 

 

 


Sveiflótt geð......

Ég hef verið í meyru skapi síðan í gær, er ofurviðkvæm. Finnst ég geta grátið af minnsta tilefni og hef nokkrum sinnum þurft að kyngja ótt og títt til að halda aftur af tárum. Ég var smá stund að átta mig á ástæðunni, en málið er að ég á ekki eftir að vera nema 3 daga til viðbótar í Finnlandi.

En svona er ég þegar ég hef  hef dvalið einhver tíma á sama stað, ég tengist stöðum og fólki  þó á mismunandi hátt, fer eftir aðstæðum hverju sinni.

Ég hef orðið ríkari af dvöl minni hérna. Ég hef vaxið sem listamaður og  sem einstaklingur. Sjóndeildarhringurinn er stærri og mér finnst ég víðsýnni. Takmarki ferðarinnar er náð.  Ég á eftir að sakna margs en mig hlakkar líka brjálæðislega til að koma heim og hitta fólkið mitt. Ég sveiflast frá því að þurfa skæla af trega upp í að tryllast úr kæti yfir heimferð.

Ég á eftir að fá annað svona viðkvæmni kast og það verður um áramót. Ég hef alltaf verið þannig. Þegar klukkan slær tólf á gamlársdag, felli ég tár, og í mér togast á allskonar tilfinningar, tilhlökkun, gleði, tregi, sorg  og stundum eftirsjá. Ég renni yfir árið og stend sjálfri mér reiknisskil.

Það sem hinsvegar gleður mig mest er að ég vinn einhverskonar sigra á sjálfri mér ár frá ári, stundum eru þeir varla greinanlegir en samt..... ég potast þetta áfram. Ég uppgötvaði blessunarlega fyrir mjög löngu síðan að ég  sjálf er minn  helsti óvinur, mín helsta hindrun hvað varðar vellíðan, hamingju og þroska. Erfiðustu barátturnar hef ég þurft að heyja við sjálfa mig  vegna eigin vankanta og að sama skapi hafa mínir stærstu sigrar verið fólgnir í því að ná betri tökum á eigin þankagangi, hugsunum og tilfinningum.

Ég hef þó lært að sættast við mig ár frá ári og síðustu árin fundið  til væntumþykju til sjálfrar mín. Einhverjum kann að þykja það skrítið,  en fyrir mér er það rökrétt og eðlilegt, það er jú ég sem þarf að lifa með sjálfri mér allan sólarhringinn, alltaf. Þá er eins gott að líka sambúðin. Sáttin kemur til af því að styttra bil er á milli þess sem ég vil vera og þess sem ég er.

En elskurnar er farinn í skólann, enda allra síðustu forvöð að klára verkefnin.

Overandát. 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband