14 tímar í brottför....er í niðurtalningu.

Tikk takk, tikk takk.... guð hvað tíminn líður hægt, ég er með rörsýn á klukkuna, reyni hvað ég get til að dreifa huganum, en tíminn silast áfram,  tikk takk........

 Skellti mér í bíó í gær með Jakub skólabróa, ákváðum að fara í nýtt sýningarhús sem var opnað á dögunum, og það vantar ekki að það er stórt. Allt sem er byggt þessa dagana í Lathi er stórt. Þeir opnuðu enn eitt mollið fyrir viku síðan. 3 stórar byggingar sem tengdar eru saman með löngum göngum og auðvitað tókst mér að villast þar, ráfaði um í klukkutíma og vissi aldrei hvar ég var stödd....Finnar elska moll, geta hangið þar heilu og hálfu dagana.

En aftur að bíóinu, þegar gengið er inn á fyrstu hæð  blasir við miðasala og tvö stór kaffihús, jú jú mikil ósköp það er hægt að setjast niður og fá sér kaffi og meðððí fyrir sýningu. Við hinsvegar vorum í smá vandræðum með að finna salinn og eftir smá leit komust við að því að salurinn okkar var uppá fjórðu hæð!!!  W00t Bíóið er semsagt á fjórum hæðum og cirka 4-5 salir á hverri hæð, nú við sáum lyftu og brunuðum auðvitað með henni upp, þá hófst leit að nammisölu því það bara tilheyrir að fá sér popp til að maula með sýningu. Enginn fannst nammisalan svo ég vatt mér að næsta manni og spurði um poppdeildina, komst að því að hún var staðsett á ANNARI hæðinni, aftur tókum við lyftu niður á aðra hæð, fundum nammibar og poppdeild, þar var sjálfsafgreiðsla, poppi var snyrtilega raðað í ferköntuð box sem stóðu inn í kókkælum??? við náðum okkur í það sem við vorum að leita að og tókum okkur svo stöðu í röðinni. Eftir smá bið gátum við brunað aftur upp með lyftu... andlitið datt hins vegar af mér þegar ég gekk inn í salinn, datt í hug salurinn í háskólabíó... ok smá ýkjur en stór var hann, og sætin eins og hægindastólar frá Húsgagnahöllinni. Myndin var hundleiðinleg en í þetta skiptið var mér sama, því ég var ekki að horfa á klukkuna á meðan.

En nú þarf ég að fara í skólann, kveðja og skila af mér lyklum. Þetta verður síðasta blogg frá Finnlandi..sniff. og síðasti dagur með húsráðanda. Annars sé ég ekki að hún lifi lengi blessunin. Hún fór til læknis í síðustu viku því hún er alltaf svo þreytt. Fékk niðurstöður úr rannsókn stuttu síðar, er með hættulega háan blóðþrýsting, bólgu í lifur, sykursýki og eitthvað fleira. Læknir spurði hvort hún drykki mikið, en hún vildi nú ekki kannast við það. Já en, sagði ég, þú drekkur allavega eina rauðvín á hverju kvöldi og allavega 2 bjóra í morgunmat, fuss heyrðist í henni, ég var ekkert að segja lækninum það, hann bannar mér að drekka...

 Well læt heyra frá mér eftir nokkra daga, í millitíðnni verð ég búinn að þvælast frá Lathi til Helsingi, frá Helsingi til svíþjóðar, frá Svíþjóð til Keflavíkur, frá Keflavík til Reykjavíkur, frá Reykjavík til Akureyrar kyssa húsband, börn, barnabörn, aðra vini og vandamenn, síjúgæs.Heart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða ferð heim ´sskan

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 10:35

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.11.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góða ferð heim Krumma mín :*

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.11.2007 kl. 17:49

4 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

velkomin heim Krummhildur

Þórunn Óttarsdóttir, 30.11.2007 kl. 19:04

5 Smámynd: Ransu

Góða ferð

Ransu, 30.11.2007 kl. 20:54

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomin á Frónið góða.  Vona að ferðin hafi gengið vel.  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 01:23

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Velkomin heim

Erna Friðriksdóttir, 3.12.2007 kl. 15:12

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

veeeelkomin heim

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.12.2007 kl. 18:54

9 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 3.12.2007 kl. 21:35

10 Smámynd: Kolgrima

Velkomin heim! Sjáumst vonandi á sunnudaginn

Kolgrima, 6.12.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband