Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Kæru bloggvinir

og aðrir vinir, mig langaði aðeins að láta vita af mér. Ástkær mágkona er alvarlega veik, tími minn og kraftar munu fara í það að annast  hana þannig að ég er farin í bloggfrí í bili.

Bestu kveðjur.....Heart


Suðurferð og fleira....

Ég átti yndislegan dag í dag. Fór í blíðskaparveðri á Illugastaði með mömmu , dóttir mín og tengdasonur eru þar ásamt vinahjónum með börnin sín…. Vó hvað ég er heppinn með börn, þetta eru svo vel gerðar stelpur sem ég á , skemmtilegar og hjartahlýjar. Ég lék mér við nýja barnabarnið hana Sonju Marý megnið af deginum , sú er farin að hjala og skríkja og veit sko alveg hvað hún vill…InLove


Húsbandið er í Fjallabyggð byrjaður í nýju vinnunni svaka gaman og ég er komin með nýja vinnustofu, hlakka til að eyða tíma þar. Ég verð að hemja mig svolítið svo ég liggi ekki í símanum öll kvöld…malandi við húsbandið, við erum ansi náin eigum bráðum 21 árs samvistarafmæli  en okkur finnst líka gaman að takast á við nýja hluti eins og fjarbúð. Við erum svo sem ekki að gera þetta í fyrsta skipti, ég fór ein suður fyrir mörgum árum og skyldi hann eftir með börn og bú og svo var fjarbúð í gangi í fyrravetur þegar ég fór til Finnlands.....

Annars á ég að vera pakka ætla hendast suður  á morgun og taka inn sem mest af  menningar viðburðum um helgina með skemmtilegum vinkonum, ætlum svo allar að mála saman á sunnudaginn…ég hlakka svakalega til, þetta eru allt listakonur, hver á sínu sviði….söngkonur, skáld, leikkonur, hönnuðir og lífskúnstnerar , nú svo ætla ég að faðma stóru sys sem var reyndar hjá mér um síðustu helgi…
Einhverstaðar inn á milli dagskráliða verð ég að finna tíma til að heimsækja Kínverjana á skólavörðustíg, þeir fremja á mér alls kyns gjörninga sem duga mér í nokkrar vikur eða mánuði….ég er hnykkt, teygð og toguð á alla kanta, þeir ganga á mér, banka í mig og strjúka enda svo tímann á sársaukafullri nálastungu sem er samt sársaukans virði, því ég pissa eins og herforingi á eftir …….nú þú vera enginn bjúgur segja þeir stoltir.Wink

Segjum öll NEI við ofbeldi.

Mig langar til að hvetja ykkur sem flest til að taka þátt í undirskriftaátakinu um ofbeldi gegn konum. Allstaðar í heiminum eru konur beittar ofbeldi í einhverri mynd og því miður þekkjum við mörg okkar einhverja konu eða stúlku sem á einhvern hátt hefur þurft að sæta ofbeldi. Það fyrir finnst á öllum þjóðfélagsstigum og í öllum þjóðfélagsgerðum.

Heimurinn fer sífellt minnkandi, það sem gerist annars staðar hefur ýmist bein eða óbein áhrif á okkur. Ofbeldi á konum kemur okkur við hvar sem það gerist.

Það er mín sannfæring að um leið og konur fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, tækifæri til að mennta sig, að mál þeirra fái réttláta dómsmeðferð, þegar kvenleg gildi verða í jafnvægi við karllæg gildi þá mun friður komast á í heiminum.

horfið á videóið brotin bein brostnar vonir á síðu UNIFEM og skrifið svo undir.


mbl.is Ríkisstjórnin segir nei við ofbeldi gegn konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær nýafstaðin helgi.

 Ég fór með húsbandi í vestur húnavatnssýslu til litlu systur minnar, ætluðum í leiðinni að hitta yngstu stelpuna mína sem hefur verið í vinnu hjá henni í sumar en þá hafði skvísan skellt sér til Reykjavíkur til að taka þátt í gay pride göngunni og hitta vini.

Frá systir lá leiðin til Reykjaskóla á nemendamót, 28 ár eru liðin síðan við vorum saman í skóla og
 eftirvæntingin var mikil þegar ég keyrði niður afleggjarann að skólanum og sá hóp af fólki samankomin á skólalóðinni, sá fyrst af öllum Lóló æskuvinkonu sem hefur verið búsett í Noregi síðustu 25 árin…heyrði fagnaðarópin í henni inn í bíl , ég var fljót að hendast út úr bílnum og í fangið á henni. Næstu 2 tímana  var maður í því að kyssa og faðma gamla vini. Suma hef ég hitt með nokkurra ára millibili, aðra einu sinni og suma ekki síðan við vorum í skólanum.


Það gat tekið mann smá stund að kveikja hver væri hvað því auðvitað hefur fólk breyst mikið á þessum tíma, sumir hafa reyndar hreinlega yngst eins og t.d. skvísan hún Lóló, en öll sýninst mér við eldast  fallega. Kissing


Skipulag mótsins var í alla staði framúrskarandi, við eyddum parti af laugardeginum í keppni í skemmtilegum ratleik þar sem reyndi heldur betur á minnið, þar sem spurningarnar snerust auðvitað um dvöl okkar þarna og svo kom hver hópur með skemmtiatriði sem var flutt bæði yfir borðhaldi og svo í íþróttahúsinu fyrir ball. Það var svo ekki fyrr en eftir miðnætti sem gamla góða skólahljómsveitin komst að til að spila, þeir hafa engu gleymt og við ekki heldur því það var með ólíkindum hvað maður man af textunum þeirra, ég brast í söng hvað eftir annað og kom sjálfri mér á óvart í hvert skipti…..
Svo var dansað fram undir morgun og sumir höfðu lagt sig í klukkutíma áður en morgunmatur var borin fram….
Það var frábært að sjá hvað hefur orðið út þessu fólki, og misjafnt lífshlaupið eins og gengur og gerist, í raun ekkert sem kom á óvart. Þarna var einn prestur ( fyrrum pönkari) sveitastjórar, kennarar, myndlistarkonur, atvinnurekendur, félagsráðgjafar, bændur, verslunarfólk, skrifstofufólk, fjölmiðlafólk og Guð má vita hvað. Rut skólasystir kom alla leið frá Suður Afríku, hún bauð mér reyndar vinnu þar en hún er að setja á fót heimili fyrir konur sem þurfa vegna fátæktar að láta frá sér börnin sín og konur sem búa við einhverskonar ofbeldi., ég satt að segja er meir en til í að fara og hver veit hvað ég geri eftir skóla…við ætlum allavega að vera í sambandi.


Á bakaleiðinni komum við við á Gauksmýri til að hitta tengdó sem gistu þar og skoða staðinn, spjölluðum við staðarhaldara og ræddum meðal annars um sýningu sem ég stefni á að setja upp hjá þeim  næsta vor.
Næstu helgi ætla ég inn í Ólafsjörð…bæði til að flytja húsband og svo langar mig á sýningu Eggerts péturssonar sem er sett upp í tilefni berjadaga. Ég hef einu sinni komið heim til Eggerts þar sem ég fékk að skoða verk sem voru í vinnslu og spjalla við hann, mjög fróðlegt og skemmtilegt.

En nú er ég rokin í annað....bless í bili. 

 


miðnæturblogg....

Arg.. hvað mér leiðast svona nætur þar sem eg get ekki sofið, hugurinn er á fullu,  bremsur hans eru eitthvað slappar, þá er nú margt vitlausar en að blogga....


Annars er ég að troða í mig leifum af skötusel sem ég borðaði í kvöldmat, mér og húsbandi var boðið í mat til elstu dótturinnar og tengdasonar, þar sem við snæddum meðal annars skötusel sem hann aflaði, En það sem dóttir mín er mikill snillingur í matargerð, hún getur töfrað fram veislur með engri fyrirhöfn, æi svo er hún svo yndisleg þessi elska, hefur gengið í gegnum allan andskotann en stendur alltaf upp aftur…..ákvað það að andleg lítilmenni og andlegir dvergar skyldu aldrei ráða því hvernig henni liði, þó svo að nokkrir hafi orðið á hennar vegi og sumir náð að meiða hana meira segja……hún reis upp úr erfiðleikunum á meðan skítaplebbarnir eru ennþá bara skítableppar..


Næstu helgi fer ég svo á bekkjarmót í Reykjasóla…..það er verið að hóa saman í lið sem var þarna fyrir einum            28  árum  !!!! Hvert fer allur þessi tími??? Ég hlakka svakalega til að hitta gamla nemendur, suma hef ég ekki séð síðan þá en aðra rekst ég reglulega á. Ég eyddi unglingsárunum í að þvælast á milli skóla, byrjaði í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi….manstu Svanur þegar við sátum inn á herbergi og þú kenndir mér að spila ný lög á gítarinn......sem gerði það að verkum að ég tróð upp á árshátíð skólans…og fékk ólæknandi bakteríu sem ég smitaði stelpurnar mínar af  Tounge  Ég prófaði líka að vera í Reykholti og allir voru þessir skólar mjög ólíkir….það er nú meira hvað þetta eru ljúfsárar minningar, komplexar unglingsgáranna versus góðu stundirnar. Ég held að flestum væri hollt að vera í heimavist, það getur verið svo lærdómsríkt og þroskandi.


Svo styttist í að húsband flytji býferlum, fjarbúðin hefst eftir nokkra daga…..
Það er eins gott að maður hafi nóg fyrir stafni, ég á svo skemmtilega mann sem ég get ómögulega verið án mjög lengi í einu…það sást best eftir Finnlandsdvölina mína, símareikningarnir voru svimandi háir, meira að segja svo háir að maður leggur það ekki á hvern sem er að heyra af því.... en húsbandi hlakkar til að takast á við nýtt starf 

Well nú er það tilraun 5 nú hlýt ég að sofna vært með fullan maga af skötusel…


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband