Sendi mínar bestu kveðjur til allra vina og vandamanna nær og fjær.

He he, vantar bara jólin í þessa setningu en þar sem enn er töluvert til jóla þá fáið þið bara berstrípaða kveðju frá mér. Af mér er annars allt gott að frétta, reyndar brjáluð vinna í gangi en skemmtileg, svo lítill tími gefst til að blogga.
En hvað um það, Einn skólafélagi kom til mín í dag og spurði spekingslega og grrrrafalvarlega, hérnaaaa, segðu mér,.... hversu háar greiðslur fá nemar á Íslandi frá ríkinu? Ég kváði, Ha frá ríkinu?????? Ég bilaðist úr hlátri. Frá ríkinu, ha ha ha, við fáum ekkert frá ríkinu stundi ég. Ó sagði nemandinn, er það þá frá skólanum sem greiðslurnar koma? og þá náði ég ekki andanum fyrir hlátri, nei ekki heldur sagði ég á innsoginu, já..... enn hvaðan koma þá peningarnir? þú veist, the student money? spurði hann aftur og var orðin heldur vandræðalegur á svipin, því ég hló eins og togara sjómaður.SKO VIÐ SEM ERUM Í SKÓLA Á ÍSLANDI, FÁUM ENGA PENINGA FRÁ EINUM EÐA NEINUM NEMA LÁNASTOFNUNUM! sagði ég á milli hlátursrokanna, við tökum lán sem við eyðum ævinni í að borga sagði ég, þá var komið að honum að hlæja. Lán? sagðiru lán? en en en hvernig getið þið þarna á Íslandi komið undir ykkur fótunum eftir skóla? Og þá hætti ég að hlæja og fátt varð um svör hjá minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ. Ég er bloggvinkona Birnu systir þinnar og hef lesið hrós um þig þar. Til hamingju með að hafa komist til Finnlands. Ég ætlaði alltaf að heilsa upp á þig í pullaranum á Aey. í sumar en þú varst ekki við í þau skipti sem ég kíkti. Langar svo að sjá listaverk eftir þig. Kannski það verði bara næsta sumar. Gangi þér vel í náminu og kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 20:43

2 identicon

Já hvernig á að borga námslánin eftir skóla? Mála og mála og mála svo meira og svo selja og selja og selja allar máluðu myndirnar .Hahahahahaha. Góð færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 20:46

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nei hæ stelpur gaman að sjá ykkur, já Ásdís ég frétti af þér í sumar, hefði gjarnan viljað hitta þig, hefði splæst í pullu og kók, eeeen bara næst þegar þú átt leið um, um leið og ég hef aaaaðeins meiri tíma þá hendi ég inn í albúmið ljósmyndum af verkum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.9.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband