Haustið komið í Finnlandi

Í gær kom haustið, bara allt í einu si svona, ja kannski var eins dags fyrirvari með kulda í lofti og rigningu, lauf eru tekinn að falla og breyta um lit. Alveg er hún dásamleg rigninginn hér í Finnlandinu , það er meira að segja hægt að notast við regnhlífar þegar þannig viðrar, það er nefnilega hægt að treysta því,(oftast) að rigninginn lendi ofan á regnhlífinni en ekki undir henni eins og gerist gjarnan heima á Íslandi.
MIkið er maður nú annars fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum. á morgnana á leið í morgunmat, mæti ég húsráðanda
sprangandi um húsið á evuklæðunum einum saman, og mér finnst það orðið eðlilegt, allavega ekkert til að kippa sér upp við.
Ég nýt lífsins í botn þessa dagana og reyndar undanfarin ár, og ég var að bera saman andlegt ástand mitt eins og það var einu sinni ,við líðan mína í dag, og þvílíkur munur. Það hvernig mér líður hefur nefnilega ekkert með aðstæður að gera, heldur hefur það með það að gera hvernig ég hugsa.
Árum saman gekk ég um með hausinn á milli fótanna og sá ekkert nema eigið rassgat og fann ekkert nema eigin skítalykt, en mér tókst að lyfta upp höfðinu og sjá allt það fallega sem tilheyrir tilverunni. Stundum er þetta vinna, en það er allt í lagi því allt sem er einhvers virði kostar vinnu.
Besta ráð við depurð er þakklæti, og ég hef svo sannarlega margt að þakka fyrir, þetta er ekkert flókið, jákvæðar skemmtilegar hugsanir breyta boðefnum heilans og það eitt nægir oft til að skapa vellíðan og hamingju. Megið þið öll eiga góðan dag, eins og ég er staðráðinn í að gera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær færsla hjá þér. Það er yndislegt að taka andlitið úr skíthúsinu og sjá lífið í allri sinni dýrð. Það er hægt að vera glaður í flestum aðstæðum við systur erum lifandi sönnun um það. Farðu svo að taka myndir af Finnlandi og húsráðanda með eða án fata. Morgunmynd eða kvöldmynd. Kvöldmyndin væntanlega í fötum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

jú það er einmitt málið, ef hausinn er á milli fóta, þá sér maður ekkert, ja nema eigin vanlíðan.

Daglega, á hverjum morgni kem ég mér í stuðgírinn, það gerist sjálfkrafa ef maður fókusar á jákvæða skemmtilega hluti,það þýðir hinsvegar ekki það að ég viti ekki af vandamálum og erfiðleikum míns og annarra, ég vil bara ekki dvelja lengi í skítnum, það hefur ekkert upp á sig nema vonda lykt, vont skap og neikvæðni.

Já nú fer ég að taka myndir, er bara búin að vera rosa bissý, verð t.d. í skólanum fram að miðnætti, og alla næstu helgi, svo ég nái að klára þau verkefni sem tilheyrir þessum kúrs.En ég skal skjótast út á milli og mynda svo dæli ég því í myndaalbúmið mitt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.9.2007 kl. 11:56

3 identicon

jæja góða á kannski bara að skella sér í kúrs í heimspeki líka fyrst þú ert þarna á annað borð...!! en það er alltaf frábært þegar fólk finnur þá lífsspeki sem hentar því ég tala nú ekki um þegar það er eins og mælt út úr mínu eigin hjarta. Reyndar sagt að sætur sé þefur úr sjálfsrassi.. en dæmi hver fyrir sig.  Hér á norðurhveli er sannkallað skítaveður í dag og engin sérstök fegurð í loftinu Hvt.  stendur þó að sjálfsögðu alltaf fyrir sínu, pöbbinn væntanlega opinn í vetur og svo styttist í réttarböll og jól og blót.... Semsagt allt gott að frétta héðan úr fásinninu allir hafa það gott. Og mikið er nú gott að eiga svona vini sem geta gert lífið skemmtilegra með því að lifa svona spennandi lífi

Sólrún Dögg Árnadóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 13:48

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þú ert ein af hétjunum mínum...  og það er svo gaman að eiga þessar heimspekilegu umræður við þig ... því þú skilur einmitt hvernig skítafílan er og hvaða deyfandi áhrif hún hefur á mann... en svo er svo gaman að skeina sér og rísa upp... það mætti stundum halda að við værum ein og sama manneskjan... höfum örugglega verið systkyna grísir í fyrra lífi.

Ég safna perlum í líf mitt og þú ert ein af þeim... Knús og kossar frá snjólandiun mikla...( já það snjóar hér biiiirrr....)

Margrét Ingibjörg Lindquist, 13.9.2007 kl. 22:54

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Frábær færsla hjá þér Hrafnhildur mín og stórt takk fyrir hana :) þurfti sannarlega á þessari lesningu að halda einmitt í dag eftir daginn í gær.

Ætla að bjalla í mömmuna þína á eftir, of langt síðan ég hef heyrt í henni. 

Knús af skaganum frá fyrrum nágrannakonu 

Guðrún Jóhannesdóttir, 14.9.2007 kl. 13:42

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Njóttu vel gunna mín, held að mamma sé á tanganum í það minnsta ætlaði hún að vera þar í 3 vikur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.9.2007 kl. 19:42

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Æ takk allar saman, já heimspeki eru mínar ær og kýr, þó er ég aðalega að þjálfa mig í að vera endalaust happý og og slíta af mér fjötra fortíðar og það gengur bara vel.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.9.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband