Nóa flóðið endurtekur sig!

Neee, smá ýkjur, en það hefur að vísu rignt svo mikið í dag að sundbolur og/eða vöðlur hefðu komið sér vel á leiðinni í skólann í morgun. En þar sem ég klæddist hvorugu, heldur þessum lika fínu leðurstígvélum, þá varð ég auðvitað hundblaut í fæturna við það að plampa í ökklaháu vatninu sem rann eftir götunum.

Allt hefur verið með kyrrum kjörum síðustu daga þar sem húsráðandi hefur verið að heiman.W00t og ég  notaði auðvitað tækifærið og bauð skiptinemum í mat. Eldaði tvöfalt til að vera örugg með að enginn stæði svangur upp frá borðum, allt kláraðist og diskar og föt voru sleikt að innan, hefði nánast getað skutlað þeim aftur upp í skáp. Allir glaðir að fá mat með bragði.

Skiptinemar voru fegnir að þurfa ekki að horfa upp á húsráðanda spranga um húsið  hálf nakta, allavega svona rétt á meðan á borðhaldi stóð. Ekki það, ég get endalaust hlegið að henni, finnst hún óborganlegur karakter.

Annars var ég hætt kominn í dag. Þurfti nebbla að taka far með vörulyftunni í dag upp á fimmtuhæð, og í því sem ég ýti á hnappinn  finn ég líka þennan megna fnyk. Einhver hafði greinlega notað lyftuna á undan mér og skilið eftir lykt.

Ég segi ekki að ég hafi reynt að þrýsta vörum og nefi að hurðinni í von um súrefni, en það hvarflaði að mér.

Ég reyndi að anda ekkert á leiðinni upp, en gat það náttúrulega ekki, lyftan lengi á leiðinni og svona, en svakalega sem ég var feginn þegar hún stöðvaðist.

Það á að banna með lögum að skilja eftir prump í lyftum Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Úff aumingja þú, leiðinleg annarramanna skítalykt.   

Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 18:55

2 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

það er nú margt verra en smá prump..... en gott ef maður þarf endilega að lenda því að hafa stór og sterk (vel æfð) lungu, anda að sér nesti og halda lengi.....

Þórunn Óttarsdóttir, 8.10.2007 kl. 19:48

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er nú einmitt málið tóta, ég hef lungu á við 75 ára gamla konu neyddist til að anda að mér annara manna ólykt. hehe.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.10.2007 kl. 20:45

4 Smámynd: Fríða Eyland

Það má alltaf halda fyrir nefið og anda með munninum við aðstæður sem þessar.

Gott hjá þér að elda bragðmikinn mat og bjóða góðum gestum sem varla þarf að þvo upp eftir, heheh

Fríða Eyland, 8.10.2007 kl. 21:29

5 identicon

Hehehehehehe. Fretaði í lyftunni hjá mér í gær er VIÐ HJÓNIN vorum SAMAN í lokaðri lyftunni. Ég dó næstum því úr hlátri því Hannes komst auðvitað ekki út úr lyftunni  og það "ilmaði" OMG en það umræðuefni hehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:07

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.10.2007 kl. 00:55

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég er farinn að trúa þér að maturinn í Finnlandi sé bragðlaus, eða kannski bara í Lahti:)? (nema þegar þú eldar náttúrulega!) Ég var að smjatta á dásamlegu falafel hjá Líbönum í Mitte og það kostaði næstum ekki neitt eða skitnar 3 evrur og besta te í heimi fyrir eina evru. Af hverju er þetta ekki hægt á Íslandi líka? Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.10.2007 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband