Krummu ungi á afmæli í dag.

Í dag á yngsta dóttir mín afmæli. Er orðin 15 ára, finnst hún þó oft vera eldri því hún er svo fjári klár stelpan. Ég má til með að monta mig aðeins af henni. 

Í vöggugjöf fékk hún nefnilega vel úthlutað af greind, skemmtilegheitum og hæfileikum. Stúlkan er með afbrigðum fyndin, mikill friðar og umhverfissinni,  er grænmetisæta með meiru, spilar á trommur, gítar og hljómborð. Hún má ekkert aumt sjá, og hefur sanngirni að leiðarljósi í lífi sínu.

Þessi elska  hefur blessunarlega sloppið við að vera gelgja, og svo finnst henni frábært að fara með mömmu eða Pabba, á kaffihús, þar sem við ræðum heimsins gagn og nauðsynjar.

Beta mín til hamingju með daginn, hlakka mikið til að koma heim og þá ætla ég að knúsa þig og kreista.

Mina rakasta sinua InLoveHeartmamma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mín átti afmæli þ. 7 s.l.  Hún er svona húmanisti með hlutverk og með hjarta úr gulli.  Eins og Lennon og fleiri. Hehe.  Til hamingju með snúlluna

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 10:14

2 identicon

Til hamingju með daginn Betan mín og krumman og Veil

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 10:32

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Á eina sem er fædd 7/10  hefur alla tíð verið glöggskyggn á húmorinn í hinu daglega :)  

Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins mæðgur :) 

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.10.2007 kl. 12:00

4 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Hæ til hamingju með dótturina  hún er áreiðanlega frábær eins og hún á kyn til njótið dagsins

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 10.10.2007 kl. 14:15

5 Smámynd: Fríða Eyland

Til hamingju

Píslin mín kom of snemma í heiminn og er í árganginum á undan og verður 16 ára 5. des. 

Veit ekki af hverju ég kalla hana písl, skörungur og hetja lýsa henni betur, hún er með fagrar og miklar skoðanir á öllu þessi elska. 

Hamingjuóskir til ykkar ...beggja 

Fríða Eyland, 10.10.2007 kl. 15:04

6 identicon

Þakka þér fyrir mamma.
Sakna þín óendanlega mikið og elska þig meira en allt.
Hafðu það sem best í Finlandi.

-Elísabet

Elísabet (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 15:32

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir allar hamingjuóskir, ég er rík að eiga þessar yndislegu dætur mínar.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.10.2007 kl. 19:17

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með stelpu skottið þitt 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2007 kl. 23:20

9 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

til hamingju með litla/stóra hrafnsungann, þau eru yndisleg

Þórunn Óttarsdóttir, 11.10.2007 kl. 00:01

10 Smámynd: Salka

Til hamingju með stúlkuna þína

Salka, 11.10.2007 kl. 23:23

11 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Til hamingu stolta mamma... og dóttir góð.. þið eruð perlur ALLAR... já og mansinn þinn líka...  

Það er langt síðann ég kíkti við síðast en núna fer að stittast í ritgerð þá verður maður aðeins betur tengdur...

KNÚS og kossar frá íslandinu fræga... þú ert best... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 12.10.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband