Söknuður og tregi.

Ég hef verið í angurværu skapi í dag, Sakna fjölskyldunnar og vinanna. Frown Þegar þannig tímabil koma finnst mér voða gott að hlusta á ipodinn minn og láta hugann reika.

Var að hlusta á snillinginn Pétur Ben, sem ég fæ aldrei nóg af og ákvað að skrifa niður texta eftir hann og senda á börnin mín og barnabarn.InLove textinn lýsir vel tilfinningum mínum til þeirra.

Reyndi að setja lagið inn í tónlistarspilarann en einhverjir tæknilegir örðuleikar eru gangi hjá mér, huhumm. Ef þið viljið  heyra lagið við textann, jaaa,  þá verðið þið  bara að kaupa diskinn hans, mæli reyndar eindregið með honum.

En svona er textinn:

If i was a tree

i,d let you nest in me

and grow my leaves

around your little home

 

and if i was the sea

i,d let you walk on me

and always catch

your arm before you fall

 

if i was the wind

i,d gently kiss your skin

and wisper words

of love in to your ear

 

and if i was a fire

though it were my hearts desire

i,d never touch

a hair on your head

 

and if

i fall a slepp

a bit to heavy

a bit to depp 

and never wake

up again

you know i love you

and even then

i,ll be here

 

if i was the night

i,d turn the moon on bright

so you could find

the safest way home

 

and if i was the day

i,d call the birds to say

........... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

skil þig vel Krummalingur en öll él birtir uppi um síðir og þó að ég geti ekkert svosem gert í þessu sendi ég þér bara broskalla  og ímyndaðan blómvönd og ilmkerti

Þórunn Óttarsdóttir, 13.10.2007 kl. 20:24

2 identicon

hæhæ mamma, vildi bara kasta á þig kveðju, sakna þín mikið  vonandi hefuru það gott, love ya

Selma Klara (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er einfaldlega snilldar texti, segir allt um ást og kærleik. Krummuknús til þín, að styttist til jóla.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 20:41

4 identicon

Sunnubannið okkar er að hafa sig til útá lífið. Ég gaf henni eyvind með hori í matinn og volga eplaköku í eftirmat. Og sló í gegn. Barnið okkar er komið með matarást á mér. Sendi Hobbubarninu svo eplaköku norður. Knús til þín Krumman mín.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Salka

Knús til þín Krumma mín  

Salka, 13.10.2007 kl. 23:09

6 Smámynd: Salka

Myndirnar þínar eru æði, ég er heilluð af fyrstu myndinni.

Salka, 13.10.2007 kl. 23:12

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

æji!

Þú ert sjálfsagt farin að brosa núna jákvæða stelpa

Skagakveðja 

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.10.2007 kl. 23:32

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Oooooo, takk fyrir vinalegar kveðjur, og jú jú  skap og geð er í fínu lagi.

 Takk Salka fyrir hrósið um myndina.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.10.2007 kl. 10:45

9 identicon

Hæ elskan, einsog þú veist þá er ég ekki margmáll um tilfinningar en ég sagði þér frá því þegar ég áttaði mig á því að ég elskaði þig og kem til með að láta þig vita ef það breytist eitthvað. Það eru samt engar blikur á lofti með það, við gift í tuttugu ár og ég ætla að vinna að því að þannig verði það um eilífð. Við söknum þín endalaust, tölvan er ekki nógu mörg megabæt til að lýsa því. Jafnvel þó við hér heima stöndum saman að því að halda uppi styrkum stoðum heimilisins þá munar um þegar einn máttarstólpann vantar. Gangi þér vel við hlökkum til að hitta þig. Njóttu gleðinnar og nýttu þér einsemdina til að læra af. Kveðja Valur.  

Valur Þór (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 15:37

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

mín fékk nú bara tár í augun og kökk í hálsin, sakna ykkar ægilega mikið, en svakalega sem það verður gaman hjá okkur þegar ég kem heim.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.10.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband