Af skoðunum húsráðanda..... DHÖÖÖ.

Ég var á leiðinni í háttinn í gær þegar húsráðandi náði að króa mig af og var greinilega í kjaftastuði ( það þýðir að hálf flaska af rauðvíni og nokkrir bjórar voru innbyrtir um kvöldið )

Ég reyni að forða mér á klóið en hún eltir og stendur bara í gættinni. Ég pissa með hana sem áhorfanda.

Fer því næst út í dyr, vitandi það að hún er bölvuð kuldakreista, minns þykist ætla horfa á stjörnurnar, hún eltir, grípur kápu í leiðinni, ég sný við fer inn og upp á efri hæð, geispa heil ósköp lít á úrið, hún brosir bara meira. Ég gefst upp sest á rúmið og hún við hliðina. Whistling

Hún fór að segja mér frá einni af ferðum sínum til Rússlands. Í umræddri ferð átti hún að mæta á fyrirlestur snemma á laugardagsmorgni. En kvöldinu áður var slegið upp veislu með tilheyrandi matar og vínföngum....og  ómældu vodka.

Hún fékk stjörnur í augun þegar hún lýsti fyrir mér gestrisni Rússanna, þeir kynnu sko að halda veislur.

Jáhá  sagði ég, og skildi en ekki hvað var öðruvísi við þeirra gestrisni heldur en annarra. Jú sagði hún,  þeir passa upp á að maður drekki eitt vatnsglas á móti hverju vínglasi svo er manni boðið vín morguninn eftir.... þeir passa líka uppá að maður drekki ekki of mikið á stuttum tíma.

Allt annað heldur en hér í Finnlandi sagði hún, með vanþóknunartón í röddinni, hér fer maður í veislur og fínerí og það er enginn sem passar uppá mann, svo áður en maður veit af, eru allir orðnir alltof fullir. Crying

Ha sagði ég skilningsvana, á Íslandi heitir þetta  nú bara að vera meðvirkur. Þar er gengið út frá því að hver og einn beri ábyrgð á því sem hann lætur ofan í sig.

Fussss heyrðist í húsráðanda... Íslendingar eru lítil þjóð, þeir eiga eftir að uppgötva að þetta er sönn gestrisni. Það á að  passa hvað fer ofan í gestina.

Ég ákvað í augnablik...... en aðeins í augnablik, að mótmæla, en úfff. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Djööö kellingin uppáþrengjandi !! Jæja, drukkið fólk getur oft verið hundleiðinlegt.  Annars þetta með fjöryrkjana, við erum alls ekki hættar, það er bið eftir tíma hjá ráðherrum og líka í viðtal í TV en við erum enn að safna og ætlum með málið lengra.  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 00:17

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi hún er krútt og þú ert á leiðinni heim, hugsaðu hvað það er skemmtilegt að fá að kynnast svona týpu OG geta sagt bless áður en langt um líður.

Góða nótt honní.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2007 kl. 00:40

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir innlit girls ( borið fram eins og skrifað ) Já hún er krútt blessunin og hefur skrilljón talenta, er í raun svaka glöð að hafa fengið að kynnast henni. Hver veit nema ég eigi eftir að birta mynd af henni   svo elska ég bara að fá segja frá spaugilegum hliðum hennar.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.11.2007 kl. 01:42

4 Smámynd: Fríða Eyland

Ég hélt að þú værir í ferðalagi en sá að er ekki fyrr en á fimmtudag. Annars finnst mér sögurnar af þessari konu frábærar hún er sko ekkert mjá mjá. Hvað heitir frúin með leyfi..... húsráðandi

Fríða Eyland, 13.11.2007 kl. 03:07

5 identicon

Gestrisni er mikið skemmtilegra orð en meðvirkni Hvernig er það annars sofið þið ekki á næturnar?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 10:43

6 identicon

Sæl kæra vinkona og takk fyrir þessa skemmtilegu pistla, frásagnargáfan alveg í lagi þó málefnin séu erfið. Hef ekki kveikt á tölvunni í nokkra daga og átti því eftir þónokkurn lestur. Allt gott héðan erum enn að reyna að selja slotið gengur betur en síðast allavega áhugi hjá fólki núna. Börnin hafa það fínt. Guðbjört í skólahóp i leikskólanum búin að læra alla stafina og byrjuð að reyna að lesa. Velur sér vitaskuld erfiðustu bókmenntirnar Nýja textamenntið í miklu uppáhaldi, ásamt bókinni Öxin og jörðin en hún heyrði pabba sinn segja að það væri einhver besta bók sem hann hefur lesið. Kári Hrafn ætlar að verða ofurhetja þegar hann verður stór.. Fékk sko ofurhetju náttföt um daginn (reyndar með typpagati sem gleður móðurina ekki eins mikið því hið nýuppgötvaða líffæri dvelur meir utan náttfata en innan, bara fyndið). Jakob veltir fyrir sér heimsmálunum að venju. Er þessa dagana mikið að hugsa um þessa sölu jarðarinnar og hvað við verðum rík. Vill reyndar flytja aftur á Akureyri og sagði um daginn, með brostinni röddu máli sínu til stuðnings; "Þetta voru bestu ár lífs míns". Blessað barnið 9 ára, sannaði þarna að hann er vel skyldur föðurmóður sinni he he. Mikið hlakka ég til að fá þig á klakann og heyra life frá öllu og sjá það sem þú ert búin að vera að vinna að. Er í svona kasti, er á undan með áramótaheitið byrjaði í síðustu viku, að reyna að efla tengslin við þá sem mér er annt um. Gallinn er að þeir eru svo margir... Hef einnig komist að því að ég er orðin kelling. Alvarlegt mál ég veit. Hef alltaf ætlað að vera gella dauðans en úps. Finnst kallar orðnir sætir. Smá bumba sakar ekki bara krúttlegt. Grenja eins og þú yfir örlögum annarra og fyllist samúð yfir ólíklegustu hlutum og öll þessi börn og sálir sem eiga um sárt að binda. En nóg um það best að taka ekki allt plássið á síðunni. Reyndar spennandi umræða um mun á meðvirkni og gestrisni. Ætli meðvirkni sé ekki bara ofurgestrisniskurteisi... Hef sjálf þurft að bagsa á köflum við meðvirknisástand á ekkert skylt við gestrisni þær tilfinnigar svo ég sé bara hreinskilin. En aftur á móti er ábyggilega gott að fara á djammið þar sem einhver er að passa mann. Maður drekkur bara það sem að manni er rétt, vodka og vatn til skiptis og þarf ekki einu sinni að hafa áhyggjur af timburmönnum daginn eftir, fær fullt leyfi til að drekka þá frá sér aftur Jæja góða megir þú alltaf hafa það sem best og Bestu kveðju héðan elsku besta

sólrún Dögg Árnadóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 11:18

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fríða mín, nafn húsráðanda verður einungis opinberað fáum, mun hvísla því að þér þegar við hittumst yfir kaffibolla sem verður vonandi sem fyrst.

Eitthvað er nú minna um svefn hjá mér þessa dagana, systir kær, er nefnilega uppurinn af hormónum, aukaverkanir eru svefnleysi eins og hrjáði mig sem mest þegar fyrirtíðar spennan var allsráðandi, reyni að þrauka fram í byrjun des.

Solla mín,ævinlega margblessuð heillin, og til hamingju með þroskann farin að horfa á eitthvað eldra en 25, hehe, bíddu bara það á eftir að breytast enn frekar og áður en þú veist af ferðu að horfa á kalla með bumbu OG skalla. Svo muntu þér til mikillar furðu horfa á 25-35 og upplifa móðurtilfinningar, haha, en þá veistu líka fyrir víst að þú ert farin að eldast. Það er ekki að spyrja af einkadótturinni metnaðargjörn eins og mamman, byrjar á því að lesa testamentið, og ofurhetjan þín með sprellann úti, óborganlegt. Annars styð ég hugmyndir Jakobs um að kaupa nýtt slot á Akureyri, djö.... sem það yrði gaman. Hlakka til að hitta þig og eiga með þér 10 tíma kjaftatörn, bið að heilsa öllum sem ég þekki á tanganum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.11.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband