Litla heilsufríkið.....

Lítil stúlka kom töltandi fram úr svefnherberginu í kvöld

amma...ég er svöng segir hún um leið og hún opnar ísskápinn sem var sneisafullur af jólavarningi.

kemur til baka með slátur í hendinni sem hún stífar úr hnefa.

Mikið sem þetta barn hefur sérstakan matarsmekk, á meðan aðrir maula jólakonfekt og smákökur, borðar hún paprikur og annað grænmeti.

Henni var haldið frá sykri og sætindum fyrstu ár ævinnar, er viss um að það hefur mótað matarsmekk hennar.

Vill hafragraut í morgunmat sem hún borðar með afa sínum.

Horfir svo ásakandi á ömmu sína þar sem hún stingur upp í sig konfekti......amma þetta er ekki hollt sooo er reykjufíla af þér...

amma skammast sín oní tær, nær sér í mandarínu og forðast að láta barnið verða vitni að því að þegar hún laumast út til að reykja,Blush

Vona að hún viðhaldi þessari lífssýn fram á fullorðinsár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu semsagt "amma óþekka" hlýddu barni, það veit sínu viti, nokkuð ljóst 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

jamm játa það er "amma óþekka" sú stutta veitir aðhald, hehe

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.12.2007 kl. 13:06

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ji ég er ekki í lagi, hélt þú værir ekki að blogga, fór svo inn og gáði og sannleikurinn gerði mig frjálsa.  Jibbíjei.

Dúllan sem þú átt amma góð.  Skammastín fyrir reykjóið

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 13:54

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gott að ég gat frelsað þig kona, ert ekki alltönnur???? Hahaha

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.12.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband