Mission Impossible......lokið Muahahahaha

Þvílíkur dagur, en hann hafðist, svo nú sit ég pollróleg við tölvuna og finnst ég geta sigrað heiminn.

Pollýanna kom í heimsókn í líki Telmu skólasystur sem er alltaf eins og æðruleysið uppmálað, það er alveg sama hversu mikið er að gera, það haggar ekkert þessari elsku. Ég aftur á móti veð um í tryllingi, snýst í hringi verð óðamála, æði úr einu í annað og kem miklu minna í verk fyrir vikið. En hva þó maður sé ekki fullkominn á öllum sviðum...Whistling

Hiti og kvef kyrrsettu mig heima í dag svo ég gat klárað fyrirlestur sem verður fluttur með stæl á morgun. Vaskur er í góðum farvegi, vinnutap þessa dags næ ég að vinna upp um helgina,.... svo ég er í góðum málum.

Annars þoli ég ekki að vera kvefuð. Það er eins og ég hafi gleymt eyrnatöppum í eyrunum, heyri allt eins og ég sé stödd inn í boxi. Svo hef ég svitnað og kólnað á víxl í allan dag og lít út eftir því, með úfið hár og bólgið andlit. Hóstaköstin eru þó verst, má hafa mig alla við að klemma saman lappir svo ég fái nú ekki hlandbruna í ofaná lag.... nei segi svona.

Framundan er læknisheimsókn, ætla að reyna hætta að reykja aftur, ekki af því mig langar svo mikið, ég get bara ekki orðið andað eins og annað fólk. Ég anda bara niður í háls og innan tíðar verð ég farin að ljóstillífa eins og planta. Það er lágmark að maður komist upp stigana heima hjá sér, svo húsband þurfi ekki að hífa mig upp í talíu og drösla mér inn um svalir......er alltof hégómagjörn fyrir slíkan gjörning

Jæja ein sígó og svo að hátta......muahahahahaha ( getur maður orðið skrýtin af kvefi??????)



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Guði sé lof  

Fríða Eyland, 29.1.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég er alveg viss um að maður getur orðið skrýtinn af kvefi og bara öllu mögulegu, maður getur allavega notað það sem afsökun ef allt um þrýtur hehe. Láttér barna skvís..

Ragnheiður , 29.1.2008 kl. 00:18

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Æ láttu þer batna sem allra fyrst Krumma mín. 

maður getur sko orðið meira en skrýtinn af kvefi, það er hryllingur og afleiðingarnar eftir því 

Batakveðjur og kærleiksljós

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.1.2008 kl. 00:29

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahaha já taktu bara Betu til fyrirmyndar - mér líst á það!

Edda Agnarsdóttir, 29.1.2008 kl. 17:23

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Beta ég er reyni líka að hætta  tuttugu sinnum á dag........ og stundum oftar,hehe

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.1.2008 kl. 18:10

6 identicon

 og svo pústa sig þá er hægt að reykja obbolítið hahahahaha. Góðan bata gullið mitt. Sunnubarnið var að skoða dóna e-mail sem öldruð móðursystir hennar fékk frá bloggvinkonu í dag. Og við skemmtum okkur konunglega yfir því.Hahahahahahaha. Bróinn biður að heilsa í kotið þitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:22

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að Birna ´Dís sé ekki að tala um dónameilinn sem ég sendi, ó mæ god.  Ljóstillífa? þú ert nú fyndin í þessu kvefkasti.  Láttu þér batna yndið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:45

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sé bötnun í farvatninu.  Mikinn reyk ásamt kikk vegna nikótíns.  Muhahaha Knús á þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 23:14

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jenný ég get svarið það, spáin rættist.....bataferlið byrjað, ja allavega í kollinum og ég fékk nikotínkikk........ummmm hefurðu hugleitt að leggja það fyrir þig að vera spákona.....ha

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.1.2008 kl. 23:49

10 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vona að þér batni fljótt, vona að ég geti losnað við nikótínið 26 mars nk   stefni amk að því............. er ekki gott að hafa stefnur og plön ?? Minn búin að vera hættur í 9 mánuði,,,  enda hefur maður ekki efni á að 2 reyki á heimili   eða þannig................

Erna Friðriksdóttir, 31.1.2008 kl. 16:38

11 Smámynd: Kolgrima

Það eru sko til pillur við reykingum! Virka fínt. Góðan bata, góran mín

Kolgrima, 1.2.2008 kl. 00:24

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Er einmitt að fara til læknis til að fá pillur...vona að það gangi.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.2.2008 kl. 00:51

13 Smámynd: Kolgrima

Geggjað :) Það gengur, sannaðu til.

Kolgrima, 1.2.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband