Snjór, sterar og rassskelling.....

Það er með ólíkindum hvað það getur snjóað mikið á stuttum tíma, maður bregður sér í burtu í 2 sólarhringa og kemur heim í undraland. Bílar og fólk sniglast eftir götunum því það er ekki hægt að ganga á gangstéttunum, þar hafa myndast snjófjöll sem engin kemst yfir nema fuglinn fljúgandi og einn og einn unglingur, ásýnd bæjarins minnir mig á teiknimyndina The Grinch.....ég dauðvorkenni hins vegar gamlingjum og farlama fólki, þau komast  ekki ferða sinna nema með aðstoð.

Ég fór til læknis áður en ég fór úr bænum á föstudaginn, fékk staðfestingu á því að ég ljóstillífa. læknir hristi hausinn....skil ekki hvernig þú andar góða??? Setti mig á stóra skammta af sterum svo ég er örlítið hressari en ótrúlega taugaveikluð, læknir var svo sem búin að vara mig við, sagðist hafa þurft að taka þetta sjálfur og nánast breyst í grenjudúkku.... W00t sé hann í anda að taka á móti sjúklingum með skjálfta um varir og tár á hvarmi.....

Inntaka á reykingalyfi hefst svo í vikunni með tilheyrandi ógleði og hausverk en það er víst ekki um annað að ræða, maður verður að taka á honum stóra sínum. Er komin í hljómsveit ....ja eða tríó og þar er skemmtileg og einföld hljóðfæraskipan...allir á gítar og allir syngja, alveg svakalega gaman, og þá er betra að vera reyklaus og fær um að anda...maður syngur víst ekki öðruvísi.

Ömmustelpa er í gistingu hjá okkur og föndraði bolluvönd með afa svo hægt sé að bolla ömmu í fyrramálið,  hún trúir því auðvitað að amma fari grunlaus að sofa Whistling   svo hlakkar hana til að setja á sig nýju húfuna sína sem góðhjörtuð frænka prjónaði og gaf henni, afi á nefnilega þessa flottu dead húfu með hauskúpum og stelpuskottið hefur horft öfundaraugum á hann,  nú á hún bleika sjóræningjahúfu eins og afi.

Er farin í háttinn....get ekki að því gert en mér finnst það skrítin tilhugsun að eiga eftir að vakna við rassskellingu í fyrramálið.....



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Kæra Krumma, áttu ekki myndavél mig langar að sjá ófærðina i höfuðtað norðurlands, flott lið fjölskyldan þín.....væru töff á myndunum.

Fríða Eyland, 4.2.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Ragnheiður

Já tek undir með Fríðu, alltaf gaman að sjá snjómyndir. Gott að þú fékkst meðal við þessu, ég verð alltaf svona galin þegar sterum er troðið í mig. Hendurnar skjálfa og allt fer í panik ....

Knús norður

Ragnheiður , 4.2.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Vonandi hef ég tíma í myndatökur stelpur, þetta er ótrúlega falleg sjón að sjá allan snjóinn hérna....ég tala nú ekki um fjölskylduna...

Já Ragnheiður ég er nötrandi, skjálfandi og með hjartsláttartruflanir af þessum sterum....ótrúlega óþægilegt.. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.2.2008 kl. 08:11

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er sko óhætt að segja að Akureyrin sé orðin algjört undraland, þvílíkt snjómagn. Ég hugsaði með hryllingi til þess ef það kæmi nú asahláka. Gangi þér vel með sterana.

Huld S. Ringsted, 4.2.2008 kl. 08:20

5 identicon

Akureyri er svo falleg í snjónum.Hvenær kemur Sunnubarnið "heim"?Ertu þá svona steratröll hehehehehe.Ég neyddist einu sinni til að éta svoleiðis og breyttist í geðvont skrímsli sem dvaldi í ísskápnum. Gangi þér vel með þetta. 5 mán reykleysi hjá mér. Ummmmmmmmmmm er að borða Geitaost en get það varla fyrir hlátri,verður hugsað til þín og þína fyrstu reynslu af honum hehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 12:22

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Geitaostur nammi namm, verð að fá mér hrökkbrauð með osti strax,  endilega setja inn myndir ef þú getur, elska skaflana, ætti bara að koma norður í nokkra daga og hlaða batterýin.  Hafðu það gott á lyfjunum ef það er hægt, hugsa til þín.  kveðja og snjóbolti norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 14:50

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ertu á Cyban?

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 17:20

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

komin í hljómsveit

o g varst rassskellt í morgun

vonandi minnka taugaveiklunin fljótlega, gott gengi í reykleysi

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.2.2008 kl. 17:47

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ásdís ég fékk geita ost hjá systir og hann bragðaðist eins og æla....borða allan annan ost....þið megið eiga geitaostinn fyrir mér....

Jenný: nebb ekki Cyban það heitir Champix og er sérhæft reykingalyf....40% árangur

Gunna: ha ha rassskellt hljómsveitargella....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.2.2008 kl. 20:28

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Er eða var þetta alvöru bolluvöndur eða nýja tegundin sem eru pappadiskar á spítustöng?

Edda Agnarsdóttir, 4.2.2008 kl. 23:36

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Edda mín..þetta var sko alvöru með kreppappír og alles

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.2.2008 kl. 00:48

12 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

gangi þér vel með reykingahætteríð væna..

Þórunn Óttarsdóttir, 5.2.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband