Skólalok og Okur...

Jæja þá er skólinn búinn og ekki laust við að maður sé hálf tómur á eftir...ekki það að ég mun hafa nóg að gera í sumar, var boðið að sýna í stúdíótímavél sem er ansi stórt og mjög skemmtilegt húsnæði og svo þarf ég að klára nokkur verk sem hafa verið pöntuð....

Ég sá í mogganum í dag að Dr. Gunni hlaut Íslensku neytendaverðlaunin....ég vona svo sannarlega að fólk fari að vakna og hætti að taka þátt í okrinu. 

Gunni segir" Mörgum finnst að það sé eins konar merki um aumingjaskap að kvarta yfir okrinu. Að maður sé geðveikt smámunasamur ef maður minnist á mismun merkingar í búð og verðs á kassa. Að það sé einhverskonar merki um það hve vel maður stendur í lífinu að kaupa oststykki á 1.400, kjúklingabringur á 3.000, og gallabuxur á 27.500 án þess að blikna. Ég er flottur! "Mér er alveg sama þótt það sé okrað á mér,"er mottó allt of margra."Dr Gunni lauk ávarpi sínu á orðunum:" Okur á Íslandi er ekki náttúrulögmál. Ef þú lætur ekki okra á þér verður ekki okrað á þér."

Ég gæti ekki verið meira sammála manninum, það er engu líkara en að Íslendingar séu að kafna úr komplexum og minnimáttarkennd....þurfa berast á.....

Ég gekk inn í nýja barnafataverslun á Akureyri fyrir nokkrum dögum síðan...ætlaði að finna eitthvað handa nýja ömmubarni,...afgreiðslukona/eigandi kom til mín og bauð fram aðstoð en þá hafði ég í þann mund litið á verðmiðana og sagði " nei takk og veistu hvað,? ég mun líklegast aldrei koma hér inn aftur því ég ætla ekki að taka þátt í þessu okri" Við erum að tala um að ermalaus kjóll á nýbura kostaði nálægt 7000 krónum og sokkabuxur um 5000 kr..... með það labbaði ég út og fór og verslaði annarstaðar á margfalt lægra verði. Og ég ætla taka mig enn frekar á, fara bera saman hilluverð við strimil....verð semsagt leiðinlegi neytandinn....er einhver með????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammála þér Hrafnhildur, dóttir mín keypti, sæta hettupeysu á litla frænda sinn...... jedúdda mín,    ég hefði aldrei borgað þetta fyrir svona peysu.. grrrrrr   hún var smart og sæt en HALLÓ    ein hettupeysa...........

Erna Friðriksdóttir, 15.5.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér, ég mundi aldrei borga þvílíkt fé fyrir litla flík.   Ég er alltaf á neytendavaktinni það marg borgar sig.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 18:32

3 identicon

sammála þér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:01

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er líka að taka mig í gegn.  Fylgjast með, kvarta og kveina.  Stöndum saman stelpur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 19:03

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég er með !

Ragnheiður , 15.5.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

já og maður á í rauninni að fá alla sína vini og allt sitt fólk með á neytendavaktina.....það yrði okkar allra hagur...komasho

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.5.2008 kl. 20:48

7 Smámynd: Anna Guðný

Þetta með nýju barnafataverslunina hjá okkur, ég hef ekki farið þangað inn og býst ekki við að gera það á næstunni. Virkilega flott að sjá í glugganum en verðið maður, úff. En ég kem með á neytendavaktina, ef við erum nógu margar verður örugglega gaman.

Anna Guðný , 15.5.2008 kl. 22:12

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Nú skil ég af hverju það sést aldrei hræða þarna inni, þvílíkt okur, barnaföt jafndýr og fullorðins föt er bara rugl. Þarna hefur einhver ætlað að verða ríkur á no time

En gaman að sjá þig aftur

Huld S. Ringsted, 15.5.2008 kl. 22:36

9 Smámynd: Helga skjol

Ég er með, ekki spurning löngu tímabært að við tökum okkur saman og kvörtum nógu andsk mikið þegar þess þarf.

Knús á þig krumma mín

Helga skjol, 16.5.2008 kl. 05:55

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flott færsla, við verslum allt eins ódýrt og við geturm viljum helst nota peningana í ferðalög.

blessi þig á fallegu föstudagskvöldi

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 17:28

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krumma - opna sér neytendavef á moggabloggi  - byrja á okkur og taka fleiri með!

Verðsamanburð og fleira í neytendamálum!

Edda Agnarsdóttir, 17.5.2008 kl. 15:34

12 Smámynd: Fríða Eyland

Já úr því að kjóllin var ekki handsaumaðu silkikjóll prýddur gimsteinum eða perlum er þetta ekkert annað en okur það er með ólíkindum hvað ég er sammálla Dr. Gunns ræflarokkara, ég þekki þennan  á eigin skinni Að maður sé geðveikt smámunasamur ef maður minnist á mismun merkingar í búð og verðs á kassa.

 fólkið fyrir aftan mann iðar í skinninu ... þarf að halda áfram það getur tekið langan tíma þegar allir ávaxta og grænmetisstandar er í ósamræmi við vigtina á kassanum ... að leiðrétta ...

Það borgar sig trúlega fyrir þig að kaupa ekki barna föt í þinni heimabyggð enda okrið mikið fyrir norðan, tók vel eftir því þegar ég var þar síðast, hvað allt var dýrara þar en í bænum.

Gangi þér vel með verkefnin 

Fríða Eyland, 17.5.2008 kl. 15:56

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Úff Edda bara að ég hefði tíma.....en ég get lagt mitt af mörkum með því að sniðganga dýrar vörur.....og svo verið leiðinlegi kúnninn...

Fríða þetta var einfaldur léreftskjóll...það var heila málið..fjöldaframleiddur í þokkabót..hefði verið sök sér ef þetta væri hand saumaður módel kjóll....því miður er ódýrara að versla í útlöndum...á skólasystur sem lætur versla fyrir sig í Danmörku, hún hefur hreinlega ekki efni á öðru. Ef fólk tæki sig saman og myndi mótmæla þessu okri með beinum aðgerðum þá myndu kaupmenn neyðast til að lækka vörur enda hafa þeir alveg svigrúm til þess....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.5.2008 kl. 17:31

14 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Ég hef oft sagt að ég sé nísk og stolt af því. En þegar ég las þessa færslu fór ég að spegúlera... er ég virkilega nísk? Nei, ég held nefnilega ekki. Mér finnst ég ekki vera nísk þó ég tími ekki að kaupa mér flík ef hún kostar yfir 5-6000. Ég á margar fallegar flíkur sem kosta minna en það. Versla líka nánast bara á útsölum. Mér er sléttsama þó ég sé ekki í allranýjustu tísku,

Tók svo upp á  því um daginn að kaupa leikföng í afmælisgjafir bara á útsölum. Fínt að eiga eitthvað smá upp í efstu hillu í fataskápnum þar sem litlir strumpar sjá ekki til, svo þegar það er afmæli næst þá sleppur maður við að skjótast í búðina og er búinn að spara heilan helling.

Fór einmitt inn í umrædda barnafataverslun þegar hún var nýopnuð. Ég var nokkuð viss um að þetta væri dýr búð, enda held ég að þetta sé merkjavaran sem nýlega er búið að ræða í fréttunum - rándýr föt handa börnum sem eiga foreldra sem eru of uppteknir. Mig langaði bara að sjá hversu dýrar þessar flíkur væru og hvort þær væru þá eitthvað flottari eða vandaðri en aðrar flíkur - en ég gat nú ekki séð að þessar flíkur væru neitt merkilegri en aðrar.

Næsta skref er væntanlega að fara að fylgjast betur með verðmerkingum í hillum og bera saman við strimilinn. 

Hugrún Jónsdóttir, 18.5.2008 kl. 08:57

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég reyni að fylgjast með og spara. En ég á það til að missa mig algjörlega í innkaupum fyrir barnabörnin og þennan 14 ára. Maðurinn minn lætur mig stundum heyra það.

Helga Magnúsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:41

16 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

púff en verðið

jæja, ég kaupi eitthvað í danmörkinni fyrir langömmubarnið væntanlega

Já það borgar sig oft að kíkja á strimilinn 

Guðrún Jóhannesdóttir, 20.5.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband