Suðurferð og fleira....

Ég átti yndislegan dag í dag. Fór í blíðskaparveðri á Illugastaði með mömmu , dóttir mín og tengdasonur eru þar ásamt vinahjónum með börnin sín…. Vó hvað ég er heppinn með börn, þetta eru svo vel gerðar stelpur sem ég á , skemmtilegar og hjartahlýjar. Ég lék mér við nýja barnabarnið hana Sonju Marý megnið af deginum , sú er farin að hjala og skríkja og veit sko alveg hvað hún vill…InLove


Húsbandið er í Fjallabyggð byrjaður í nýju vinnunni svaka gaman og ég er komin með nýja vinnustofu, hlakka til að eyða tíma þar. Ég verð að hemja mig svolítið svo ég liggi ekki í símanum öll kvöld…malandi við húsbandið, við erum ansi náin eigum bráðum 21 árs samvistarafmæli  en okkur finnst líka gaman að takast á við nýja hluti eins og fjarbúð. Við erum svo sem ekki að gera þetta í fyrsta skipti, ég fór ein suður fyrir mörgum árum og skyldi hann eftir með börn og bú og svo var fjarbúð í gangi í fyrravetur þegar ég fór til Finnlands.....

Annars á ég að vera pakka ætla hendast suður  á morgun og taka inn sem mest af  menningar viðburðum um helgina með skemmtilegum vinkonum, ætlum svo allar að mála saman á sunnudaginn…ég hlakka svakalega til, þetta eru allt listakonur, hver á sínu sviði….söngkonur, skáld, leikkonur, hönnuðir og lífskúnstnerar , nú svo ætla ég að faðma stóru sys sem var reyndar hjá mér um síðustu helgi…
Einhverstaðar inn á milli dagskráliða verð ég að finna tíma til að heimsækja Kínverjana á skólavörðustíg, þeir fremja á mér alls kyns gjörninga sem duga mér í nokkrar vikur eða mánuði….ég er hnykkt, teygð og toguð á alla kanta, þeir ganga á mér, banka í mig og strjúka enda svo tímann á sársaukafullri nálastungu sem er samt sársaukans virði, því ég pissa eins og herforingi á eftir …….nú þú vera enginn bjúgur segja þeir stoltir.Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þarf að komast til Kínverjanna.

Hvert hringi ég.

Mig dreymir um að láta traðka á mér.  Ég meina það.

Komasho.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jia-you Hrafnhildur og kærar þakkir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góð að drífa þig í sollinn!

Ég þarf líka fara til sonnna KJínverja.

Edda Agnarsdóttir, 21.8.2008 kl. 00:18

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Stelpur ég er að segja ykkur það...eftir tíma hjá kínamönnum er ég létt eins og hind, fer flikk flakk og heljarstökk....og....nei ok ekki alveg en þetta er á við marga tíma í sjúkraþjálfun, en þetta kostar, eins og allt annað sem eitthvað varið er í.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.8.2008 kl. 00:38

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Yndisleg ,yndislegt.Gæti sko vel hugsad mér  ad láta tradka á mér.Hef prófad tetta hjá kínverjunum í Kópavogi fyrir margt löngu.Bara dásamlegt

Njóttu vel og lengji.

Gudrún Hauksdótttir, 21.8.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og við erum að tala um sirkabát hversu mikið af denerós?

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 11:29

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fer eftir því hvað maður lætur gera...frá þrjúþúsund upp í 7-8?? Man þetta ekki svo nákvæmlega enda með minni á við gullfisk....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.8.2008 kl. 11:36

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er alveg þolanlegt.  Ég var farin að óttast að þetta hlypi á laxveiðferðum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 11:39

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góða ferð í borgina !

það er yndislegt þegar maður er meðvitaður um ríkdæmi sitt !

kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 15:55

10 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 21.8.2008 kl. 21:50

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góða ferð elskan og knúsaðu mömmu þína fyrir mig

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.8.2008 kl. 18:07

12 identicon

Hugsum mikið til ykkar þessa dagana og sendum okkar bestu kveðju til allra.

Sigga og Nonni

Sigga Ingimundar (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 23:32

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Sigga...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.8.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband