Bitinn í rassinn....

af sorginni. Síðustu daga hef ég fundið fyrir  reiði....reiði sem brýst út í mikilli óþolinmæði, fljótfærni og á röngum stöðum. Það er ekki bara ég sem er svona, við erum svona öll í fjölskyldunni. Eðlilegt ástand segja þeir sem til þekkja...viðbrögð við áfallinu og sorginni: Mér leiðist að vera svona, vil helst af öllu að þessu tímabili sé lokið, leiðist að þurfa biðjast afsökunar á fljótfærni minni og skapi aftur og aftur. Ég hef síðustu daga þurft að eiga samskipti við verslunareiganda einn í höfuðborginni og er satt að segja farin að hafa samúð með manninum....Crying í Tvígang með stuttu millibili missti ég mig á blogginu og skrifað hluti sem ég sá eftir......

Mér var hugsað til stóru systur sem jarðaði son sinn fyrir 2 árum...við fórum saman systur í smáralindina stuttu eftir jarðaför og ég var í því að afsaka systur mína sem missti sig við verslunarfólkið...mér veitti ekki af slíku liðsinni núna.

Annars held ég áfram að hlaupa og ekki er nú glæstur hlaupastílinn mæ ó mæ...Blush ég er með þá verstu beinhimnubólgu sem fyrir finnst og emja og æmti í hverju skrefi og skakklappast þetta áfram.....ég googlaði orsakir bógunnar og fékk þá niðurstöðu að bólgan væri af völdum álags.....ég gat ekki annað en hlegið, ég hef einungis hlaupið nokkur hundruð metra og þjáist af verkjum sökum álags...þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég er í lélegu formi.....en það stendur til bóta.Wink

Ég hef litla eirð í mér að skrifa lokaritgerðina því miður og er að falla á tíma. Ég sit  tímunum saman og les aftur og aftur það sama en dett út á fyrstu línunum...það vonandi lagast.

ég ætla gera eina tilraun en í dag og svo fer ég út að hlaupa......Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta brýst fram með mismunandi hætti hjá fólki. Ég slapp alveg við svona hvatvísi og skapvonsku, í dag er ég fegin.

knús á þig elskuleg

Ragnheiður , 1.10.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Hæ, ég átti við sama vandamál að stríða þegar ég reyndi að hlaupa reglulega fyrir nokkrum árum. Vinur minn sem var í landsliðinu í frjálsum ráðlagði mér þá að kaupa góða hlaupaskó með loftpúðum eða sleppa því að hlaupa á malbiki og frekar á grasi eða einhverju mjúku. Ég gerði það og skánaði.

Í dag hjóla ég hinsvegar ... þá losna ég algerlega við þetta.

Róbert Badí Baldursson, 1.10.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Elsku besta Hrafnhildur. Þegar ýrinn er spenntur til hins ýtrasta veður eitthvað að undan láta. Það erfiðasta sem við tökumst á við erum við sjálf og þú ert greinilega í miðri orrustu, en ert að vinna. Húrra fyrir þér. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 15:17

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Badí takk..ætla að prófa að skipta um skó.....svo var mér ráðlagt að teygja eins og ég ætti lífið að leysa aftan á kálfunum...ef það dugar ekki verð ég sennilegast að leggja hlaupa framann á hilluna og gerast kröftugur hjólreiðamaður... reyndar hef ég svakalega gaman af því að hjóla.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.10.2008 kl. 15:24

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er víst ábyggilegt Svanur að ég er það erfiðasta sem ég tekst á við en með  hjálp réttra afla og góðra vina þá vinn ég þá orrustu.. takk fyrir hughreystinguna.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.10.2008 kl. 15:27

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:09

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Milljón knúsur á þig elsku Krumma

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2008 kl. 17:45

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sorgin á sér svo mörg birtingarform. Verður bara að gefa þér tíma til að jafna þig.

Helga Magnúsdóttir, 1.10.2008 kl. 21:11

9 identicon

Til hamingju með afmælið

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 10:52

10 Smámynd: Linda litla

Til hamingu með daginn.

Linda litla, 2.10.2008 kl. 13:43

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég verð nú að segja að kommentið hennar systur þinnar er frábært !

kærleikur til þín og þinna

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.10.2008 kl. 14:39

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk stelpur.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband