Brosið fer ekki af mér

Það er svo gaman að vera til að ég stend mig að því að brosa í svefni. Ótrulegt að í þessari 100.000 þúsund manna borg ber ekkert á stressi, ég fer daglega í bæinn til að skoða og upplifa mannlífið, og annað fólk virðist gera það líka. Fór á risastóran útimarkað sem er alltaf á miðvikudögum og þar er allt selt á milli himins og jarðar, allskonar matvara föt og handverk, notað og nýtt og þarna röltir múgurinn um í rólegheitum fær sér að borða drekkur kaffi eða bjór og spjallar. Ég auðvitað rann á yndislegann matarilm og tróð mér í langa röð, ætlaði aldeilis að smakka það sem virtist vera vinsælt, svo kom röðin að mér og við mér blasti krydduð og vel steikt loðna, ha ha gott á mig, ég auðvitað kunni ekki við annað en að kaupa enda búin að hanga í röð í óratíma, og viti menn þetta var hið mesta hnossgæti, ég segi ekki að ég vildi borða þetta daglega en það er gaman að smakka.
Það er loksins komið á hreint að ég fæ að vera áfram þar sem mér var niður komið, sem er fínt því ég er 7 mín í skólann og í miðbæinn, svo borga ég kúk og kanil fyrir herbergið, eða það sem samsvarar 12.000 kr íslenskar, inní þessu er í raun afnot af öllu húsnæðinu sem er mjög stór íbúð á 3 hæðum, ég fæ afnot af interneti, þvottavél og sauna. Já og ekki er allt búið enn, ég fæ frá skólanum peninga til að kaupa striga og málningu og svo þúsund evrur fyrir 3 mánuði, live is goood.Konan sem ég bý hjá er ótrulega fyndinn og skemmtileg týpa, eftir langann og strangann vinnudag ( hún ser um öll tölvusamskipti á einu sjúkrahúsanna)snarar hún sér í náttbol og sprangar svo um á ömmunaríum jafnvel með bolinn girtan ofan í öðru megin og gjarnan með bjór/eða vínglas í hendi, æfir svo flamingodans í frístundum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gaman að lesa eftir þig.  Fylgist spennt með.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 15:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi nú fatta ég.  Þú ert Krumma systir hennar Birnu Dísar bloggvinkonu minnar.  Ójá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 15:07

3 identicon

hæhæ mammslan mín, bara að kvitta fyrir komuna fínt að sjá að þú hafir það gott, held að pabbi sé farin að hafa áhyggjur af því að þú komir ekkert aftur heim þannig að hann þurfi bara að flytja út til þín hhehehe, en við söknum þín mikið. annars er allt ágætt að frétta af okkur,  Love ya Selma Klara

Stæðsta stelpan þín;) (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 18:11

4 identicon

Hej. Frábært hvað gengur vel. Og ekki verra að skólinn borgi fyrir þig efnisgjald. Loðna ekki fyrir mig.Fylgist spennt með

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 08:05

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

LOÐNA !

Jæja, verði þer að góðu :)

Glæsilegt að lesa hvað þetta lítur allt vel út hjá þér Hrafnhildur mín, sannarlega óska ég þér góðs gengis  

Knús af Skaganum 

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.9.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband