kviknakinn húsráðandi

Ég hef áður minnst á þessa dásamlegu konu sem ég leigi hjá, í gærmorgun þegar ég kom niður í eldhús stóð hún blessunin ringluð á miðju eldhúsgólfinu með gleraugun öfugt á andlitinu nývöknuð og vönkuð og sagðist vera hella upp á kaffi og væri að fara í snögga sturtu, að því sögðu ríkur hún upp og þar sem ég geng lengra inn í eldhúsið sé ég hvar kaffið bunar niður og engin kanna undir, með fumi og fáti gríp ég einhverja tusku og skelli undir kaffið á meðan ég leita að kaffikönnunni, fann hana loks við hliðina á ískápnum og í því sem ég set könnuna undir kaffibununa heyri ég húsráðanda koma niður móða og másandi, ég sný mér við og þá stendur þessi elska kviknakinn á miðju eldhúsgólfinu í allri sinni dýrð,með afleiðingar mikillar bjórdrykkju framan á sér, hafi ég einhverntímann verið spéhrædd þá hvarf sú hræðsla á því andartaki sem ég leit á hana. hu hum heyrðist í mér, þá áttar hún sig og segir eins og ekkert sé eðlilegra " ó ég gleymdi að klæða mig, og við sprungum úr hlátri en svo segir hún, þetta er ekkert óvanalegt þegar ég á í hlut, um daginn fór ég í vinnuna eins og vanalega, og verður mér svona mál að pissa um leið og ég mæti, ég hentist á klósettið, og þar sem ég myndaðist við að rífa niður um mig buxurnar átta ég mig á því að undir kápunni var ég einungis í brjósthaldara og nærbrók. haaaaaa. (innsog og meiri hlátur)
Svo er ég að hafa áhyggjur af því að vera gleyminn allavega núna í seinni tíð, en að fara hálfklædd út hef ég þó aldrei gert, en hver veit?
Þetta er nú meiri lúxusinn sem ég bý við, þegar ég kom heim úr skólanum stóð kona inni í eldhúsi með ryksugu í hendi, nei sko hugsaði ég það er meira að segja heimilishjálp í boði húsins en kunni samt ekki við annað en að spurja hvort ég gæti fengið þrif græjurnar lánaðar því mál væri komið að þrífa herbergið mitt, ég auðvitað greip til enskunnar en fékk ræðu á Finnsku til baka og þá sé ég að hún er voteygð og riðandi, ha ha meira að segja heimilshjálpin er í glasi allann daginn.
það er eins og fullir Finnar séu heyrnalausir, því alveg sama hvað ég sagði henni oft að ég gæti enn sem komið væri ekki haldið uppi samræðum á Finnsku þá hélt hún áfram að tala og hætti því ekkert þó hún væri kominn úr sjónfæri, eiginlega upp á efri hæðina, já er það furða þó mér finnist lífið fyndið og skemmtilegt þessa dagana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ekki leiðinlegt að lesa bloggið þítt Krumma litla hehehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.9.2007 kl. 17:18

2 identicon

OMG allsber  Taktu myndir og sendu heim

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband