Brói leggur sjó undir fót.

Senn líður að því að hann litli brói minn fari á sjóinn. Mér finnast sjómenn hetjur, sérstaklega þeir sem þurfa að vera úti á ballarhafi mánuðum saman, ég hreinlega skil ekki hvernig þeim tekst aftur og aftur að koma heim heilir á geði.

Minn brói býr í Chile og vinnur í Kanada. Hann ákvað einnu sinni að fá sér stóran og mikinn varðhund, sem skyldi gæta bús og barna á meðan hann væri fjarverandi. Minn maður var nú heldur betur ánægður með nýja heimilismeðliminn. Daginn eftir vaknar hann við læti við útidyrnar og ríkur til, heldur betur rogginn með hundinn sem hann taldi að hefði ráðist á innbrotsþjóf, en nei nei stóð þá ekki dýrið yfir póstmanninum og reyndi að sleikja hann í hel, he he

En mikið er ég nú þakklát fyrir að getað haft samband við vini og vandamenn hvar sem þeir eru staddir í veröldinni, það er ekkert rosalega langt síðan að menn notuðust við póstkort og einstaka símtöl á milli heimsálfa. Eftir að við misstum elskulega systurson í fyrra þá hefur fjölskyldan en meiri þörf fyrir að hafa samskipti og þar sem við erum tvist og bast um heiminn þá er voða gott að geta sent tölvupóst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Snotra varðhundur er búin að fara í lögguskólann.Og um daginn fékk ég senda mynd af henni þar sem hún hafði verið á ströndinni með sínu fólki og séð rostunga eða einhver svoleiðis flikki og reyndi að fá hlussurnar til að leika við sig. Skepnurnar öskruðu á elsku Snotru sem þaut inn í bíl í skelfingu sinni. Ég hitti Óla og Tótu í sundi í morgun og þau senda þér kveðju.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:30

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þessi hundur er nú bara einn stór brandari. Bið kærlega að heilsa Óla bróa og fjölskyldu þú mátt endilega biðja hann um að skrifa í gestabókina. kiss kiss.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.9.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

hæhæ... Mikið er gaman að lesa þetta hjá þér ... ég sit hér og líður eins og ég sé að upplifa þetta með þér... þú ert svo mikill snillingur ...vissuru það !!... mikið er ég heppin að þekkja þig og í leiðinni finn ég að maður saknar þín líka... Við erum að byjra í okkar "greinilega fátæklega" skóla á mánudaginn... ég get varla beðið að setjast niður og hlusta á píjurnar tala um skó, fín föt, mergrun og djamm... hehehhehee.. þú skilur...

En það verður gaman að hefjast handar við þetta allsaman... KNÚS OG KOSSAR.... þú ert EINSTÖK manneskja og forréttindi að þekkja þig.

Margrét Ingibjörg Lindquist, 8.9.2007 kl. 22:17

4 identicon

hæhæ það mætti halda að ég væri ekki til heheheehe engin mynd af mer og minu fólki hehehe á mamma kannski ekki mynd af okkur ;)

en hafðu það gott mamma gamla p.s. Luna Líf er orði feit vonandi koma hvolpar braðum

Selma Klara (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 13:49

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

æi ástin mín, ég á nokkrar myndir af ykkur í tölvunni en hef ekki gefið mér tíma til að setja þær inn, geri það eins fljótt og ég get,i know þetta lítur ekki vel út, en ég hugsa til ykkar þúsund sinnum á dag, I miss you

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.9.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband