Eins og belja komin að burði

Síðustu 12 tímana hef ég hagað mér eins og belja sem komin er að burði, þið vitið, er sífellt að standa upp, setjast niður, rölti um gólf og er full af eirðaleysi. Ég held að það sé að fæðast hugmynd að myndverki hjá minni og það gerist oft með svona látum og leiðindum.
Annars var ég komin með upp í kok af labbi í dag því vinnuaðstaða mín er upp á 5hæð, já ég sagði 5hæð.
Því er svo þannig háttað að að hin ýmsu efni sem ég þarf að nota eru niðri í kjallara og á annari hæð, og auðvitað gleymdi ég alltaf einhverju þannig að þegar ég sá framm á það að þurfa fara mína tíunduferð upp helv...stigann þá fór ég í einhverju móðursýkiskasti og kvartaði við yfirmann skólans, sagði henni það að ef þetta yrði svona áfram myndi ég kasta mér út um gluggan á 5 hæðinni ,svo væri ég þar að auki fyrrum stórreykingamanneskja með laf ónýt lungu, gigt og brjósklos í mjöðmunum og ég veit ekki hvað og hvað , þá segir konan fremur vandræðalega: sko það er hérna gömul vörulyfta sem notuð er í neyð eða þegar flytja þarf stór verk á milli hæða ,þú getur fengið lykil af henni en hún er ólögleg, fær sko ekki skoðun og getur bilað hvernær sem er.
Heeeeee svo núna rúnta ég eins og fín frú í gamalli ólöglegri vörulyftu sem getur allt í einu tekið upp á því að bila eða það sem væri þaðan af verra lent með miklum þunga NIÐUR í gegnum kjallargólfið í stað þess að fara upp á fimmtu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf dugleg að bjarga þér. Mundu að ég er búin að panta 2 myndir sem eru á vinnustofunni heima og svo legg ég inn pöntun um eina finnska

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:25

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

jú blessuð vertu þú átt eftir að fá fullt af myndum, engar áhyggjur

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.9.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband