Og enn fleiri sögur af húsráðanda

Þegar ég vaknaði í morgun var húsráðandi niður sokkinn í einhver blöð sem lágu á eldhúsborðinu, og greinilega pirruð, ég gekk til hennar til að forvitnast um það hvað væri svona frússstrerandi.
Jú sagði hún, ég er á þessu Íkona námskeiði og átti að mála mynd af Jesú, en einhvern veginn í andsk... tókst mér að gera hann sexí í framan....
ég hélt ég myndi míga á mig af hlátri þegar ég sá myndina. Og þarna stóð þessi elska, og fletti íkona teikningum í gríð og erg til að reyna skilja hvað hún hefði gert svona vitlaust.

Annars átti ég þennan fína rólega dag í gær. Ég fór í 3ja tíma göngutúr og tók myndir í gríð og erg, mun svo fljótlega setja þær í albúmið. Rölti svo í sjoppuna í gær og splæsti poppi á sjálfa mig, át það með bestu lyst því fyrr um daginn þurfti ég að fá lánaða saumavél húsráðanda og þrengdi buxurnar um 12 cm. Segiði svo að hreyfing sé ekki grennandi.
En nú þarf ég að æfa Finnskuna og vinna aðeins í skólanum,
síjú gæs.
.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Var húsráðandinn í fötum? Snilldar Íkon hjá henni.Ganga virkar. Þú verður orðin að örveru eða á stærð við krummaunga um jól

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ja hún var í gegnsæum náttkjól með klauf sem náði upp á mjaðmir, veit ekki hversu mikið skjól er af slíkri flík.

Ég get ekki sagt að ég sjái á eftir þessum kílóum sem eru farin, mun sennilega líta út eins og aumingi þegar ég kem heim, í alltof stórum fötum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.9.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ÆÆ vandræði með fötin hehehehe    verst ef Valur vill ekki þekkja þessa aumingjalegu konu á flugvellinum

Knús á þig stelpa 

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.9.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Hæ hæ dúlla... Þú hljómar vel... og ég er farinn að átta mig á því að þú kemur gjörbreitt manneskja heim aftur og mikið hlakka ég til að gefa þér stórt knús. Og ég vil líka segja að það er svo frábært að þú skulir gefa þér tíma í að blogga svona því að manni hlakkar orðið til að gefa sér tíma í að setjast niður og lesa. Þú ert flottust.

P.S. þín var mikið saknað í gærkvöldi þótt okkur tækist samt að vekja athygli á þín þá hefið það bara verið gaman að bæta þér í hópinn því það var mikið hlegið og gert að gamni. 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 16.9.2007 kl. 21:39

5 identicon

Tókstu lífrænt-ræktuðu-stígvélin með til Finnlands?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 23:23

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nebb en þyrfti að láta Val koma með þau, því það rignir svo mikið. Why?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.9.2007 kl. 15:55

7 identicon

Bara var hugsað til þeirra í rigningunni hér og svo kólnar og snjóar þarna hjá þér þá eru það ullarhosur úr lífrænni ull og lífræn díllilli 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 16:08

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

jú jú, hef alltaf umhverfissjónarmiðin að leiðarljósi.he he.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.9.2007 kl. 16:15

9 identicon

hæhæ bara kikka við en hvað varð um allar myndinar sem voru komnar inna siðuna hja þér?

Selma Klara (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 20:32

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

þú klikkar bara á myndaalbúm þá á það að opnast, gerir það allavega hjá mér

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.9.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband