Með grátt í vöngum.

Í haust skömmu áður en ég fór í þessa frægðarför mína til Finnlands, fékk ég þá dellu að hætta lita á mér hárið.
Var orðin hundleið á því að þurfa fara í lit 1 sinni í mánuði fyrir nú utan það að þetta er rándýrt .
Svo þarf ég nú alltaf að vera reyna mig, þið vitið, hvað skyldi ég t.d. halda lengi út að vera gráhærð?
hvenær skyldi hégóminn banka í mig og segja hingað og ekki lengra?
Og viti menn, eftir nokkra mánaða litunarleysi kemur í ljós að ég er svona rosalega gráhærð og rosalega hégómagjörn.
Ég hef talið mér trú um að ég hljóti að vera mjög smart með grátt hár... kynþokkafull og virðuleg, uhumm, framm að deginum í dag.

Allt í einu hætti þetta að vera smart, í dag sá ég gamla pirraða kell... í speglinum, kannski fannst mér það vegna þess að ég fékk smá frekjukast. Frekjukast yfir því að vera ekki jafn flink og gömlu meistararnir, fannst í smá stund í dag að ég ætti að geta þetta með annari, þrátt fyrir að vera ekki búinn með skólann, ROSA sanngjörn krafa eða þannig.
Ég er að bögglast með ákveðna mynd í kollinum sem ég hef verið að reyna mála, sko sjálfsmynd, en það sem ég sé fyrir mér og svo aftur það sem lendir á striganum er bara ekki það sama, humm, og þá er stutt í pirringinn, maður minn.
Og allt verður ömurlegt, ja í smástund. Sennilega verð ég aftur rosaflott á morgun, með grátt í vöngum.
Nema ég fái annað pirrukast yfir eigin vanmætti, þá tek ég strauið á næstu hárgreiðslustofu og fæ mér lit, svona rétt til að lappa upp á skap og geð.
overandát.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Það er ekki leiðinlegt að lesa pistlana þína en það er ekki spurning með flottheitin á morgun   en svo má alltaf bjarga svona smámálum með heimsóknum á þar til gerðar stofur hehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 17.9.2007 kl. 22:20

2 identicon

holgóminn að ná tökum á þér? Ég hugsaði til þín þar sem ég lá í vaðlauginni í slökun eftir sundið. Þannig var að ég var að hugsa um hvaða ÁVEXTI ég ætti að brytja niður í skál og hafa á sófaborðinu í kvöld þegar mér datt í hug að það þyrfti nú eiginlega BALA undir allt sem ég treð í mig á kvöldin. Orðið BALI minnir á þig. Jebb og Trítil. Og það var nákvæmlega það sem ég fór að hugsa um og hristist svo mikið úr hlátri að konan sem lá við hliðina á mér í vað lauginni forðaði sér úr gusuganginum sem kom þegar ég hristist úr hlátri. Ég er enn að flissa

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 17:44

3 Smámynd: Fríða Eyland

Heyrði eina góða fyrir stuttu.....Tvær kunningja konur á besta aldri hittust á förnum vegi. Önnur þeirra seigir "rosalega er hárið á þér flott, varstu að fá þér strýpur -Hin svaraði nei ég erbara farin að grána svona. þá kom uppúr hinni--Oj barassta en ógeðslegt, þú verður að drífs þig í litun....

Konur þær eru bestar óblandaðar

Þetta með sjáfsmyndina er önnur ella það er sagt að við teiknum- málum alltaf sjáfsmyndir í hvert skifti sem fólk er viðfangsefnið (munn-augu -prófíl alltaf einhver skildleiki við spegilmynd málarans

Svo góða ekkert vera að pirra þig á þessu, til hvers að gera myndina eins og ljósmynd ?  Ekki neins. 

Fríða Eyland, 18.9.2007 kl. 18:34

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nei hæ Fríða, það var nú einmitt meiningin að vera með gráar strípur, en þetta reynir smá á hégómann, því ég er nú bara 42 ára en líður eins og ég sé 30 og ekki deginum eldri, Soldið skrítið að það fer ekki alveg saman útlit og líðan.

Annars hugsa ég bara um þetta þegar sjálfstraustið minnkar, sem gerðist í gær því ég átti í smá brasi með þessa blessuðu sjálfsmynd, en um leið og mér fór að ganga betur þá varð ég miklu sætari,

Svona er maður nú viðkvæmur listamaður, geðið sveiflast eftir því hvernig gengur.

Hvað ert þú annars að brasa?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.9.2007 kl. 18:59

5 Smámynd: Fríða Eyland

Þekki þetta viðkvæmur listamaður, geðið sveiflast

Ég var búin að skrifa langloku athugasemd við "Ef himnaríki er til þá var ég í gættinni" Ég var svo hrifin að stílbragðinu hjá þér á hughrifunum sem þú upplifðir. 

Og ekki síður að hugsa til þín í listaskóla í útlöndum mæó mæó smá öfund, þú ert heppin, það vill svo til að ég hef verið í listaskólum og veit þar af leiðandi hvað það er gaman hjá þér.

En það hvarf allt saman það var eitthvað klúður á blogginu mínu, sem bauð mér uppá að ver bloggvinur minn, ég gekk í gildruna, allt sem ég skrifaði í gegnum second mig hvarf.

Við erum jafnöldrur og fegurðardrottningar, eins og allar íslenskar konur. Staðreynd sem ég hef eftir færasta sérfræðingi landsins í fegurðarmálum eftirnafnið Snyrtir. 

Það er mikil áskorun að gera sjálfsmynd, það er svo margt sem skiptir máli og maður vill ná fram og viðkvæmnin gagnvart sjálfum sér er auðvitað mjög eðlileg, ekki neita ég því.

Man þegar ég gerði mína fyrstu í sjálfsmynd í skólanum, það var bara teikning sem við áttum að vinna heima og nota spegil. Þetta var ekki auðvelt en á endanum teiknaði ég eftir nýlegri passamynd. Afraksturinn var hengdur upp (það var líka áskorun ég var mjög viðkvæm fyrir þessu þá) og Það voru margir sem sáu strax að ég hafði svindlað. 

Síðan eru liðin 10 ár, nú stend ég á krossgötum er hætt að vinna úti í bili, langar að helga mig listagyðjunni, er mikið að taka ljósmyndir þessa dagana en er ekki farin að vinna að sýningu enn sem komið er. Hef aðeins haldið tvær frá útskrift önnur með innihaldsrík með skilaboðum af henni er ég stolt, en hin algerlega innihaldslaus með ölllu og ég er ekki neitt stolt af. 

Hugmyndin gengur útá barnaníð, svívirðu þá og andlegu líðan sem fylgir þeim hörmungum hjá öllum sem til þekkja, þessi hugmynd af sýningu er í þróun og tekur kippi af og til síðan í febrúar en ég tel myndlist nútímans sápukúlu -kennda og oft of innihalds litla, þeim hampað mest sem gera stærstu sápukúlurnar.

Gagnrýnin myndlist með skilaboðum er það sem ég vil sjá þannig að ég verð að vera trú sjálfri mér og nota beittasta vopnið sem ég hef á skinsamlegan hátt,  þarf að vanda mig stundum aðeins of fljótfær

Vinnuheitið kom í dag Holur

Annars er ég frú og móðir þriggja einn farin úr hreiðrinu og tveir unglingar annar í menntaskóla en hinn í gaggó svo þetta er allt að koma, fljótlega er aðeins frelsið framundan, þá tek ég masterinn í útlandi  í lúxus háskóla

Kveðja  

Fríða Eyland, 19.9.2007 kl. 00:11

6 identicon

Jæja góða veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.  Ætlar nú ekki gellu idolið mitt í útlöndum að fara að safna gráum. ok þetta er þroska merki og allt það en komm on. Það er alveg nægileg tilhugsun að fá þig í strimlum heim (vegna langvarandi sultar) þó að þú komir ekki gráhærð líka...  Svo hisjaðu upp um þig og kíktu á finnska hárgr.stofu.....  Svo ertu líka flink hvað er þetta kona... Gömlu meistararnir gengu ekki með börn í 9 mánuði fæddu þau og klæddu og fóru SVO að mála eða var það... Ég persónulega er mjög montin af þér og alltaf jafn ánægð og hamingjusöm yfir að eiga þig fyrir vinkonu..... og þetta með sjálfstraustið hamingjuna og það allt Vinna og aftur vinna.. En þú átt allt gott skilið í lífinu, njóttu þess nú

Sólrún Dögg Árnadóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 11:32

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Solla, solla solla hefurðu ekki trú á fegurðar smekk mínum, he he, þú veist að ég er alltaf í tilraunastarfsemi.

Já og takk fyrir að vera montin af mér, það er svo gott fyrir egóið mín kæra vinkona.

Hlakka til að hitta þig næst, kannski renni ég við á tanganum á heimleið frá Finnlandi.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.9.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband