Og meira af Finnlandi.....

Það er víst óhætt að segja að ég hafi nóg að gera. Fyrir utan málunarkúrs sem ég skráði mig í, þá er ég í Finnskunámi, fer í skúlptúr, grafík, tölvu workshop, og svo skráði ég mig í áfánga sem fjallar um Finnska menningu.
Við munum enda þann kúrs á að fara saman til Helsinki til að heimsækja þingið og kíkja á sýningar.

Kennarinn var að segja okkur lítillega frá stjórnmálaflokkunum sem eru hérna. Það er til dæmis einn sem kallar sig
"Sannir Finnar", ( Nafnið eitt gefur manni hroll) og eitt af þeirra stefnumálum eru innflytjandamál.

Þeim finnst í lagi að fá innflytendur ef það eru einhver störf sem þeir hafa sjálfir ekki áhuga á að vinna.
Þennan flokk vantar alla alþjóðlega hugsun. Hver á að vera í sínu landi er þeirra mottó. Ég verð alveg bit á svona fornaldar hugsunarhætti, þröngsýni, og fáfræði. Ekki það, maður hefur svo sem heyrt svona raddir á Íslandi, en ég verð alltaf jafn hissa. Enda hefur þessi flokkur innan við 3% fylgi.

Hins vegar sagði hann að finnar borguðu skatta með glöðu geði, þér gerðu sér grein fyrir því að þeir færu til samfélagsins aftur og að það væri stór hluti sem færi til menntamála, þeir vilja gera öllum kleyft að læra, óháð fjárhag og stöðu, sagði að það væri undir staða framfara, að mennta fólk. huhumm það mætti halda að margur íslendingurinn gerði sér ekki grein fyrir þessu.

Framm undan eru svo tónleikar í löngum bunum og ekki má gleyma rússlandsferðinni. Ég áætla að fara þangað eftir mánuð.

Annars var óskar skólabrói drep fyndinn í gær. hann hafði keypt sér rauðvín og sat eins og heldri maður með pensil í hendinni og rauðvín í hinni, og reyndi að mála, he he, þegar flaskan kláraðist stóð hann upp og virti fyrir sér afraksturinn, hryllti sig og sagðist vera farinn heim í koju. Heeeeld að það sé betra að vera sober við að mála, ha.

þangað til næst, moi moi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru margir svona hugsandi á Íslandi. 3% segja allt sem segja þarf. Voru ekki mestu og frægustu listamenn þessa heims fullir og eð geðveikir þegar þeir gerðu sín bestu verk. Hehehehehehe. Ekki þarf Krumman að leika það eftir til að öðlast frægð . Enda efnilegasti myndlistarmaður þessa skers. Jóhanna er flutt í krúttlegustu íbúð ever og það er svo fallegt heimilið hennar.Knús

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 08:42

2 identicon

mamma það var staðfest í dag að Lúna Líf er hvolpafull ;) hehehe og það sáust 3 hvolpar oggu ponku litlir bara krúttlegt, svo fer hún í röntgen mynd rétt áður en þeir eiga að fæðast, Greyið var svo stressuð áðann því það var fullt af fólki þarna inni því það var verið að taka þetta upp og þetta kemur í Akureyrar sjónvarpinu í kvöld eða annað kvöld haha ekki alveg sama greyinu að liggja á bakinu og lata sónarskoða sig og fullt af ókunnugu fólki í kring.

Selma Klara (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 12:36

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

En spennandi að vera fá hvolpa, vona að allt gangi vel, hvenær eiga þeir að fæðast,

já frétti að þú værir komin með nýtt símanúmer, viltu senda mér það sem fyrst og e-mailið þitt.

love, mamma

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.9.2007 kl. 19:16

4 identicon

jámm þá er ég búin að senda þér mail og Emilía mín líka  en já hvolparnir koma 30 okt þetta er mjög spennó. Vonandi hefuru það gott og allir biðja heilsa mömmu gömlu sem brátt verður 42 ára hehehe

Selma Klara (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:10

5 Smámynd: Fríða Eyland

Hufaa pæfaa bloggvinkona.

Ég held að Finnar elski íslendinga

Og líta ekki á þá sem "útlendinga"

Annars hef ég megna andúð á kynþáttahatri og óska þess að mannkyn allt taki höndum saman og verði vinir

Fríða Eyland, 26.9.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband