Húsbandið í Finnlandi, og fiskidagurinn mikli í Lahti.

Jæja þá er mitt heittelskaða Húsband til 20 ára, kominn og farinn. Hann kom á fimmtudaginn og fór á sunnudag. Fór beint til Lettlands þar sem hann verður á viku ráðstefnu og í skoðunarferðum.

Mikið svakalega sem það var gaman að hitta hann, það styttir tímann og dregur úr sárasta söknuðinum, þó þetta sé gaman og lærdómsríkt að vera nemi í Finnlandi, þá er erfitt að vera án fjölskyldunnar.

Við vorum eins og ástfangnir skólakrakkar allann tímann, tímdum ekki að sofa hvað þá meir. Enda skrapp ég heim úr skólanum í dag og lagði mig í 2 tíma, fór svo aftur að vinna og vann til kl 10.

Húsráðandi bauð okkur bílinn sinn um helgina og við hoppuðum af kæti,.... þangað til hún sagði okkur að hann væri að vísu pínu bilaður, ætti það til að festast í 3ja gír, og það gæti verið soldið erfitt í umferðinni og á ljósum, þá yrðum við bara að hafa snör handtök og drepa á honum því hann væri jú sjálfskiptur, svo væru bremsurnar eitthvað að stríða henni. ha ha nei takk, við löbbum bara, sem við og gerðum í fleiri tíma á dag.

Það er ekki bara á Dalvík sem fiskidagurinn mikli er haldin, hann var haldin í Lahti um síðast liðna helgi. Að vísu var töluverður munur hátíðum, ekkert var frítt eins og á Dalvík og meðal aldur fólks var um 50 ár.
Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar það tóku að flykkjast til borgarinna fleiri þúsund hjólhýsi og yfirbyggðir pallbílar, það var bókstaflega allt krökkt af húsbílafólki.

Nú við stormuðum niður að vatni þar sem hátíðin fór framm, smökkuðum allskyns fiska og góðgæti, og versluðum frábæra pönnu sem við borguðum senniega 1/3 fyrir, miðað við verðlag á Íslandi, svo ætlar draumaprinsinn og húsbandið að hugsa til mín í hvert skipti sem hann matreiðir........ ohhhh það er svo sætt.
æmsoinlove...lalalalal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ mammzlan mín, það er gott að vera ástfangin og hamingjusamur. Ég sakna þín rosalega mikið og hlakka til að fá þig heim  Emilía mín er orðin svo pirruð á því að blessuð jólin séu ekkert að fara koma því þá kemur amma heim með fullt af gjöfum handa henni hahaha, og það nýjasta núna er að fá kast yfir því að hún fái ekkert barn í magann ;) hahahah hana langar svo mikið til að eiga börn og það tvíbura sem eiga heita Jónas og Jóna  hún er bara skondin þessa dagana reyndar bara eins og alltaf. orðin svo löng og eitthvað gelgjuleg. en hafðu það gott elsku besta mamma og vonandi heirir maður fljótlega í þér. Elska þig mest kv Selma Klara og co

Selma Klara (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ elskan, já ég sakna ykkar ægilega mikið og það var erfitt þegar pabbi fór í gær, en ég hef mjög mikið að gera svo tíminn líður hratt. Pabbi kemur heim með smá pakka handa míu, hún fær svo fleiri þegar ég kem heim.

Það reddar mér að komast á barnaland og skoða fjölskyldu myndir, þú mátt alveg setja inn fleiri.

Heyrumst fljótlega. Elska þig líka.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:38

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Elsku mæðgur... þið eruð svo fallegar. Það er svo upplífgandi að vita af því að það eru til mæðgur eins og ég og mamma. Þetta er svo heilbrigt og eðlilegt.  Það skal viðurkennast Krumma mín að maður er farinn að sakna þess að hitt þig ekki reglulega og þá fer maður líka að hugsa aftur í tímann og skammast sín fyrir það að hafa ekki verið dugleri að kíkja á þig í sumar. En svona er maður skrítinn og mikið í sjálfsblekkingunni... en söknuður í mínum augum er staðfesting á því að maður vill hafa viðkomandi í lífi sínu til frambúðar og þú ert ein af þeim... og öll þín fjölskylda. Selma ég vona að þú hafir það gott líka, þú stendur þig eins og hetja.

Jæja... nóg væmni... hehehe... Knús af klakanum... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 24.9.2007 kl. 22:28

4 Smámynd: Fríða Eyland

Þið voruð heppin að bíllinn var bilaður.

Rómó að ganga um ókunn stræti með húsbandinu miðað við að aka, nákvæmlega ekkert rómó við það.

Gvöð hvað ég öfunda þig, sæta, vertu ekkert að eyða orkunni í söknuð einbeittu þér í skólanum og njóttu hverrar mínútu það er oft alltof stutt í móralinn hjá okkur kellunum.....bara seigi sona.

Ertu búin að prófa hin rómuðu finnsku gufuböð ? 

Fríða Eyland, 25.9.2007 kl. 00:03

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já ég er svo sannarlega elskuð af fjölskyldunni og við erum ekkert feimin við að tjá það. Söknuðurinn er mikill en hann fær ekki að skemma á neinn hátt fyrir mér dvölina, ég nýt mín í botn.

Jú Fríða mín, minn heittelskaði græjaði sauna fyrir okkur, ofsa rómó, hvíldum okkur alltaf á milli, lágum á bekkjum fyrir utan saunað og kjöftuðum, skelltum okkur svo aftur inn, þannig gekk það í 2 tíma. Alveg dásamleg tilfinning á eftir, maður er hreinn inn að beini.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.9.2007 kl. 07:15

6 identicon

Frábært. Það var greinilega bara betra fyrir ykkur að vera bíllaus. Knús

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband