Efnahagur og Finnskunám.

Var í tíma um daginn, um menningu Finna. Kennarinn var að útskýra hvernig efnahagur fólks var fyrir um það bil 10-15 árum síðan.

Þá gat fólk, millistéttafólk, borgað húsið sitt, nýja bílinn, sumarhúsið og íbúðina á spáni á 8-10 árum.

Ég byrja að flissa.

En í dag tekur það um 15-20 ár, segir kennarinn mæðulega og horfir á mig afsakandi, því hann hélt ég væri að flissa af hneykslun, yfir slæmum kjörum fólks.

Þá gat ég ekki orða bundist.

Ja sko á Íslandi telst það gott að geta borgað íbúðarholu á 25 árum. sumir gera það á 40 árum.
Meðal jónin á nýjan bíl ásamt Glitni eða Lýsingu, og ef hann er mjög heppinn þá erfir hann sumarbústað foreldra sinna.

Þá flissaði kennarinn.

Annars var ég í Finnsku tíma áðan. Þetta er tími no 3. Og fyrir næsta tíma eigum við að geta talið upp á milljón, kunnað personufornöfn, og lágmarks samræður um hver þú ert, hvaðan þú ert, nafn, og svo fr.

Skil vel innflytjendur á Íslandi, þeir geta ekkert annað en brosað og yppt öxlum, þar sem þeir sitja við kassann í bónus. Allavega ef farið er jafn hratt yfir í tungumálatímum heima á Fróni, eins og gert er í Finnlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Það er gert grín að okkur útum allan heim. Heimsmeistarar í vöxtum

Var að skoða myndirnar hjá þér, undraveröld, það hefur verið skrítin tilfinning að ganga þarna innanum allar þessar risastóru fígúrur  

Fríða Eyland, 27.9.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

flottar myndirnar tínar :) 

okkur tætti tað nú assskoti gott að borga íbúðina upp  á 15-20 árum

knús til listakonunnar í Finnlandi  

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.9.2007 kl. 00:12

3 identicon

Kaupum hús í Finnlandi. og komumst á séns hehehehehehe. Get ekki hætt að hlæja af fyrri færslu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband