30 dagar í Finnlandi

Jæja mánuður liðinn, og svooo margt búið að gerast eins og alltaf í mínu lífi. Ég mála eins og vitleysingur, æfi mig í finnsku, reyni að meðtaka Finnska menningu og hlæ viðstöðulaust að öllu sem ég upplifi.

Í tilefni dagsins ákváðum við, ég og Kirstí frá Estoníu( hún leigir hjá húsráðanda eins og ég ) að bjóða öðrum skiptinemum í smá partý, til að spila á spil, gítar og spjalla.

Nú, ég stormaði í búð og keypti tilheyrandi snakk á meðan aðrir fóru í mjólkurbúðina (ríkið) og keyptu drykki.

Einhvernveginn vitnaðist það í byrjun teitisins að ég klippi hausa í frístundum, uhumm og hef gert það síðan ég var 5 ára en mér hefur reyndar farið mikið framm síðan þá, hehe.

En allavega þá var ég fenginn í það að klippa nokkra skólafélaga.

Á meðan fór húsráðandi á kostum. Daðraði við ungu mennina , dansaði um gólfið með rauðvínsglas í hendi, sagði sögur og talaði hátt og mikið.
Hún einhvernveginn beit það í sig að hún hlyti að vera heiðursgestur í partýinu og hagaði sér sem slík.

Þegar leið á kvöldið skellti hún sér í fræga náttkjólinn sinn sem er með klauf upp undir hendur og sýnir í raun allt það sem hann á að fela. hehe.

Síðan hélt hún áfram að svífa um gólfin og það var alger tilviljun hvort kjólinn flagsaðist frá að aftan eða framann.

Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svipinn á skólafélögum mínum, ég nefnilega er vön því að húsráðandi þvælist nakinn um húsið. Óskar skólabróðir stundi upp...mig langar ekki að sjá þettaaaa.

Að því búnu stendur hann upp og fer inn í eldhús, reynir að beina athygli sinni að einhverju öðru.
Kallar svo í mig og segir: hvað í ósköpunum er þetta?

Ég storma á eftir honum og pissa næstum á mig af hlátri þegar ég sé hann með stútinn af nesipytt græjunni minni
í munninum og reynir að flauta af öllum lifs og sálarkröftum. Hvað?, segir hann þegar hann sér mig engjast um af hlátri og reynir að blása en fastar. Bíddu? er þetta ekki einhverskonar hljóðfæri?
Neeeeeiiii, tekst mér að stynja upp, ég nota þessa græju til að skola á mér nefið,hahahahahaha.

Ég sá í yljarnar á honum þar sem hann hentist að vaskinum og hrækti í gríð og erg,haha.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Hrafnhildur! tú ert bara DÁSAMLEG get ekki hætt að hlægja að ósköpunum

knús 

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.9.2007 kl. 12:07

2 identicon

hehehehehehe snilld, þið eruð svo skondin. Flottur hann óskar með nef þrif græju í munninum ;) gott að geta fylgst með þér mamma á netinu, Emilía saknar þín orðið frekar mikið og finnst svo skrítið afhverju amma er ekki í ósköpunum búin að koma skoða nýja Raðhúsið hennar!! hehe en við erum sprækar og erum að fara í leikhús í kvöld á óvitana. við heirumst fljótlega

Selma Klara og Emilía Ýr (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 12:32

3 identicon

Ég man eftir því þegar þú klippir fyrstu manneskjuna.hehehehehehehe.5 ára og ekki voru þeir fullorðnu glaðir eða hrifnir.En æfingin skapar meistarann. 30 dagar.Vá hvað tíminn líður. Gott að lesa skemmtilega hluti. Knús til þín.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 16:40

4 Smámynd: Fríða Eyland

Það er nú meira sukkið á þessum Finnum alla tíð, sé húsráðanda í anda Þú ert heppin með hana enginn venjulegur fugl þar á ferð, skrjóðurinn hennar í stíl

Eymingja Skari af hverju þarf fólk að smakka á öllu sem það sér? ekkert smá óheppinn, vonandi að hann hætti að stinga öllu uppí sig sem hann sér.

Vonandi fæðist mastrerpís í vikunni á strigann hjá þér...

Fríða Eyland, 1.10.2007 kl. 00:20

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, mikið rosalega myndi ég vilja fá mynd af þessum frábæra húsráðanda og þú ættir í raun að koma með hana heim og selja inn á kjéddlinguna, sko til að horfa og hlægja.  Hún er skemmtikraftur par exelance.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband