Smá skýrsla frá Finnlandi.

Það hefur allt verið með kyrrum kjörum í húsinu síðustu daga, húsráðandi brá sér nebbbla til Kanarý  í vikuferð. W00t

Hún var orðin svo ósköp þreytt blessunin, að eigin sögn, og veitti ekki af hvíld í sólinni.

Á kanarý ætlaði hún að njóta þess að liggja á ströndinni alla daga og sötra rauðvín, ég sé samt ekki alveg muninn, hún sötrar rautt alla daga í Finnlandi. Hún ætlaði ekki einu sinni að sóla sig, bara vera undir sólhlíf og lesa. Whistling

Að vísu fjölgaði aðeins á heimilinu, dóttir húsráðanda, tengdasonur og  tveir kettir fluttu inn í dag, það verður fróðlegt að sjá hvernig heimilislífið verður þegar svo margir eru búsettir í húsinu. Það er t.d. ekki hægt að læsa að sér á klósettinu, sem hefur sloppið hingað til, enda bara kjéddlur í húsinu, nú er kominn karlmaður á heimilið, gerir málið pínu flóknara.

Síðustu daga hef ég haft mikið að gera, er í þessum grafíkkúrs og svo mála ég eftir það eitthvað fram á kvöld, nú svo sendi ég frá mér ritgerð og svo þarf að læra meira í Finnsku, sem þyngist eftir hvern tíma.

Ég áttaði mig á því í gær að ég hef verið að sanka að mér bókum frá tveimur bókasöfnum, taldi einar 15 bækur á borðinu, sem væri í sjálfum sér í lagi ef ég læsi þær allar. Whistling  maður er bara svo upptekinn við að lesa blogg, Svo nú þarf ég að skila, merkilegt hvað mér fannst þær vera þyngri á leiðinni í safnið heldur en þegar ég tók þær.

Framundan er svo matarpartý, jú jú vegna fjölda áskoranna  Blush ætla ég að elda fyrir skiptinemana aftur  á föstudagskvöldið, reyndar var ákveðið í framhaldi af því að taka upp smá stutt mynd. Jakub vinur minn er í áfanga sem heitir mixed media, og þar eru þau meðal annars að gera myndir, þannig að matarboðið verður allt filmað, og eitthvað þarf að leika/ performera, bara gaman af því.

Jæja vinir og vandamenn, verð að haska mér í skólann,  við heyrumst síðar, já meðan ég man, mikið væri nú gaman ef fólk kvittaði annað slagið sem kíkir hér inn, Bandit ég er að drepast úr forvitni og ekki viljum  við það. 

BLE BLE 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi húsráðandi er yndislegur.  Á Kanarí að lesa og drekka rautt, af hverju lá hún ekki í rúminu heima?  Hehe

Njóttu matarboðs, ég kvitta alltaf, enda ekki annað hægt, þú ert svo skemmtilega tjáhvetjandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 11:41

2 identicon

Það hefði verið ódýrara að vera bara heima með rautt.hehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 12:00

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sammála þér Birna, en það er nú meira gaman að segja frá því að maður sé að fara til kanarí en upp í rúm að sötra rauðvínið hehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.11.2007 kl. 17:21

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er nú það, af hverju var hún bara ekki heima, hefði getað sparað fullt af pjéééning. Svo á hún svo mikið bús heima að hún gæti með góðu móti opnað útibú frá áfengisverslun ríkisins. Hún skrapp nebbla til Eistlands um daginn í tveggja daga ferð og kom heim með 2 ferðatöskur fullar af vínanda.En þær byrgðir klárast nú fljótt ef ég þekki mína kellu rétt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.11.2007 kl. 20:06

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er nú meira ófremdar ástandið alltaf hreint á þessum heilbrigðistofnunum, dauðveikt fólk þarf að liggja heima hjá sér og láta aðstandendur annast sig. Já mig langar líka að hitta þig, það verður vonandi ekki alltof langt í það. Besta ráð gegn vanlíðan sem ég kann, er að telja upp allt sem hægt er að vera þakklátur fyrir, sama hversu lítilmótlegt sem það virðist, það nebbla rúmast illa saman þakklæti og vanlíðan. Og Helga mín, vertu vongóð um að það leysist úr þessum erfiðleikum. Bestu kveðjur til ykkar

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.11.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband