Íslenskt hvað!!

Heitar umræður hafa verið á blogginu um hvort leyfa eigi byggingu Moska í Höfuðborginni. Ég veit fyrir víst að trúfrelsi ríkir í landinu, og vegna þess, ættu þeir að fá að byggja sína Mosku.

Ég nenni annars ekki að skrifa langan pistil um það mál akkúrat, hef sagt hvað mér finnst í kommentum hjá öðrum bloggurum.

Tók samt eftir því að margir notuðu þau rök gegn Moskunni að það myndi breyta svo ásýnd íslensks samfélags. Hér yrði bara allt vaðandi í einhverju sem ekki væri íslenskt.

Þá spyr ég, hvað er svona fjári íslenskt? Það er ekki eins og íslendingar upp til hópa gangi hér um í upplutum og þjóðbúningaskarti dags daglega, stífandi sviðakjamma og súra punga úr hnefa.

Ég sé hins vegar Ameríska hamborgar staði út um allt, ítalska  pissastaði, fatnað sem framleiddur er í austurlöndum, síma frá Finnlandi, og svo framvegis. Shocking

Það eina sem gæti kallast séríslenskt í dag er tungumálið og þessi ljóti arkitektúr sem er sjáanlegur út um allt land. Að mínu mati er Reykjavík með ljótari borgum Evrópu. Heima á Íslandi ægir saman öllum gerðum af arkitektúr, sjá má byggingar í spænskum stíl, innflutt hús frá Kanada, Norðurlanda stíl, en tæplega eitthvað sem getur talist  "sér " íslenskt, ja nema torfbæina og mér vitanlega eru ekki margir sem búa við slíkan húsakost í dag.

Kæru íslendingar, ef þið hafið ekki tekið eftir því ennþá, þá eru þeir tímar í dag þar sem séreinkenni hvers  lands eru orðin harla dauf, það sem aðgreinir löndin frá hvort öðru eru tungumálin. Og tungumála örðugleika mál alltaf yfirstíga, ég er reyndar á því að það eigi að taka upp eitt alþjóðlegt hjálpartungumál, þá getur hver þjóð haldið sínu eigin tungumáli og talað auk þess hjálpartungumál. Sjáið ekki fyrir ykkur hvað þetta myndi auðvelda öll samskipti á milli þjóða  Happy Það eitt og sér myndi ryðja úr vegi töluvert af fordómum sem lönd hafa gagnvart hvort öðru.

Að vísu skera þau sig aðeins frá, þau lönd sem hafa múslimska trú, en það þarf ekki að vera neikvætt, já  og áður en einhver tryllist, þá eru ég ekki að tala um öfgahópa sem fyrir finnast innan allra trúarbragða, heldur almennt.

Jörðin er í dag eins og eitt land,  t.d. eru þjóðir í dag háðar hver annarri með innflutning og útflutning, menntun og vísindi, umhverfismál og loftslagsmengun,svo eitthvað sé nefnt. Í dag er enginn þjóð eyland. Hættum þessu þjóðrembustolti og förum að líta á jörðina sem eitt land, sem rúmar ótrúlega fjölbreytni í mannlífi og siðum. Þá fyrst er hægt að fara vinna að friði.

Peace man.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ krúsla.

Fengum bloggslóðina þína í afmælinu hjá Randver síðustu helgi, þar sem Valur þinn lét ljós sitt skína sem veislustjóri við mikinn fögnuð viðstaddra. Skemmtilegt fólk og afmælisbarnið ekki síst að vanda.

Gaman að fylgjast með þér á þessu bloggi, búin að hlægja mikið að þessum húsráðanda þínum, virðist alveg kostuleg kelling.

Alltaf sama vinnustreðið hér á þessum bæ, annars allt gott að frétta.

Hafðu það gott þennan tíma sem þú átt eftir í Finnlandinu.

Sjáumst á Fróni.

Knús frá Hveró. Jónína og Kiddi.

Jónína og Kiddi (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Peace right back at you. Mér finnst Ísland ennþá hafa sína séreinkenni, alveg eins og norskar og danskar sveitir og í það vil ég halda sem lengst. kveðja til Finna.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nei detti mér nú allar dauðar......Kiddi rót og Jónína, takk fyrir síðast elskurnar, já og ég er alltaf á leiðinni í heimsókn..... Takk fyrir innlitið og ef þið eruð á ferðinni á norðurlandi þá EIGIÐ þið að banka uppá. OOOO ég fæ svona væntumþykjuhroll þegar ég hugsa til ykkar, hei og svo er ég að verða amma í annað sinn.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.11.2007 kl. 23:01

4 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

var þetta ekki reynt einhverntímann með esperantó....lamala granda flava kokínó eða einhvernvegin þannig..

Þórunn Óttarsdóttir, 1.11.2007 kl. 23:03

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Get alveg tekið undir það Ásdís að sveitin hefur sín einkenni, en aftur á móti þá er náttúran/ sveitin, eins og hún er vegna vinda, veðra og staðsetningar en ekki svo mikið vegna þess fólks sem byggir landið. 

Þökk sé úgglenskri menningu að við getum borðað hambó, pissur, og ítalskan mat t,d. og gengið í öðru en þjóðbúning.

Annars elska ég Selfoss og nágrenni, bjó í tvö ár í Hveró, sælla minninga, munaði engu að við tækjum bólfestu þar áfram.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.11.2007 kl. 23:08

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jú mikið rétt Tóta, en það hefur ekki náð almennilegri fótfestu sem er synd, það er tiltölulega auðvelt að læra Esperanto, allavega miðað við Finnsku  við hjónin gerðum tilraun til þess á sínum tíma en það varð að vikja fyrir öðru.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.11.2007 kl. 23:11

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

100% sammál þér hérna Krumma. Veit ekki hvað er svona slæmt við moskur, bjó við hliðinni á einni í nokkur ár og það var vingjarnlegt lið. Ég held að Gunnar í Krossinum sé hættulegri:) Annars er ég nú ekki sérlega mikill trúmaður en fólk má trúa á það sem það vill mín vegna ef það lætur aðra í friði með það og er ekki með óþolandi fordóma, predikanir og rugl. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.11.2007 kl. 23:44

8 identicon

Gunnar í krossinum hættulegri en múslímar?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:33

9 Smámynd: Fríða Eyland

Þori varla að segja mína skoðun á þessu ...móðga öll trúfélög með minni afstöðu til málsins ....það eru til falleg hús á íslandi þó mörg séu það ekki hahhahahha

Fríða Eyland, 3.11.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband