Sitt lítið af hverju.......

Það er heldur betur farið að síga á seinni hluta dvalarinnar hér í Finnlandi, nú er ég farin að telja niður, ójá, ég fer heim eftir 25 daga. W00t

Vinnudagarnir lengjast hjá mér dag frá degi,  því ég ætla að fá sem mest útúr þessari dvöl, var í skólanum í gær til að verða hálf átta, var þá orðin  mjög lúin svo ég skakklappaðist í sundlaugina góðu. Synti þar nokkra hringi  Whistling með heimamönnum,  já og það á skikkanlegum hraða,  fór því næst í meðferðarpottinn og endaði sundferðina á  tyrknesku sauna með myntu, mmm.......( meira hvað það er frábært). Var komin heim að ganga 10, og þá fékk ég mér að borða og gluggaði í listaverkabækur.

Kom við í búðum í dag og sá að þær eru allar að fyllast af jólaskrauti og jólavarningi. Mikið sem ég hlakka orðið til að fara í jólafrí. Ég er blessunarlega laus við að fara á verslunar og kortafíllerý um jól. Hætti því fyrir áratug síðan, borga það sem ég kaupi með pjjjéééningum og byrja nýtt ár með stæl, engir Visakorta timburmenn.

Það annars skyggir á gleði mína að sjá alla þessa útigangsmenn sem ráfa hér um götur. Mætti einum í þessu búðarrölti mínu sem var hlandblautur niður á ökkla og eins og dreginn upp úr öskutunnu, mikið svakalega sem þetta fólk á bágt. Algengasta dánarorsök í Finnlandi er vegna áfengis, samt gera þeir ekkert í að breyta þessum áfengiskultúr hjá sér.

Rak augun í skilti í sundlauginni þar sem stendur að það sé bannað að drekka í lauginni bíddu.....  þarf að taka það fram?  Shocking Áfengi er selt í öllum matvöruverslunum og sjoppum, unglingarnir eiga auðvelt með að nálgast það og fólk verslar þessar guðaveigar um leið og það kaupir mjólkina. Það þykir sjálfsagt að drekka kippu af öli með kvöldmatnum og rauðvín yfir sjónvarpinu öll kvöld.

Þunglyndi og geðsjúkdómar eru æ algengari vegna óhóflegrar drykkju Finnanna. Ég held að það yrði ekki til góðs að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum á Íslandi, ef þróunin yrði sú sama og hjá Finnum yrði erfitt að snúa við blaðinu, það sem einu sinni hefur verið leyft er erfitt að banna.

Svo er mér bara ekki sama í hvernig samfélagi ég bý í, afleyðingar ofdrykkju hafa áhrif á alla, ef ekki með beinum hætti þá óbeinum. Meiri drykkja, leiðir af sér meiri og sérhæfðari læknishjálp,  sem eins og allir vita er kostuð af samfélaginu, margir verða óvinnufærir og þurfa bætur í einhverju formi, og slysum og glæpum fjölgar.

En annars átti þetta ekki að vera pistill um áfengi heldur eitthvað allt annað, er farin að teikna.......

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það ætti hreinlega að senda flutningsmenn frumvarpsins bús í búðir, í smá reality tékk til Finnlands og þú gætir tekið að þér að lóðsa þá um svæðið.  Arg.

Knús og kram frá mér og Íslandi

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sammála.. Flutningsmenn bús frumvarps sjá þetta í einhverjum rósrauðum bjarma... að kaupa áfengi í matvörubúðinni. Ég hélt ég væri öllu vön... en bæði sé og finn í miklum mæli hvað áfengisbölið er að drepa allt hérna, æ fleiri verða svartsýnni og þunglyndari vegna þessarar ofneyslu.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.11.2007 kl. 21:33

3 identicon

Sammála Jenný. Það á ekki að leifa áfengi í matvörubúðirnar.Hlakka til að fá þig heim

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:55

4 identicon

Hæ, Lína er ekki komin með kall úr sveitinni.... var bara að losa sig úr skuldum og seldi Gröf. Og til að halda stelpunum í skólanum vildi hún vera áfram í sveitinni, og það var ekki mikið að velja úr með leiguhúsnæði. Hún fékk samt fínasta hús, en soltið langt frá akureyri.

Allt fínt að frétta úr skólanum, erum óðum að ná okkur eftir kúrsinn hjá Jóni.... löng saga:-)

Og mér lýst vel á það sem við erum að fara að gera hjá Bela- Baldvini Ring. Hlakka til að sjá þig aftur kveðja Inga Björk :-D

Inga Björk Harðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:08

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Haha, bíð spennt eftir að heyra um kúrsinn hjá Laxdal, en bíddu er Baldvin ekki ný útskrifaður eða er hann enn í masternum? Það væri gaman að fá fréttir af því hvað hann ætlar að kenna. Bið auðvitað að heilsa öllum í skólanum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.11.2007 kl. 23:05

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég fór nú bara að skæla yfir þessum skrifum þínum Helga mín, mikið svakalega sem ég samgleðst ykkur með það að vera farin að hittast aftur, maður er eitthvað svo fátækur og aumur án fjölskyldunnar. Svo er það náttúrulega það besta að þú skulir hafa náð þér upp úr sjálfsvorkunnar pyttinum, ég dvaldi þar oft og lengi hér áður fyrr, grét yfir því hvað ég ætti bágt, en málið er að sjálfsvorkunn skilar engu fyrir mann nema verri sjálfsvirðingu, neikvæðni, og að lokum þunglyndi.( þá er ég ekki að tala um sorg, sem er eðlileg tilfinning við áfalli)  Til hamingju með þetta allt saman, bestu kveðjur

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.11.2007 kl. 00:16

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Hrafnhildur mín bestu þakkir fyrir kommentið á síðunni minni, það yljar.  Knús til þín frá gamalli nágrannakonu, nú á Skaganum

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.11.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband