Skotáraás í Finnlandi......

Í dag hefur verið fátt um annað talað  hér í Finnlandi en þennan hræðilega atburð, fjölmiðlar greindu samstundis frá þessu og fólk er mjög slegið. Ég er í klukkutíma fjarlægð þar sem atburðirnir áttu sér stað, og mikið svakalega er það óþægilega nærri. Ég hef það á tilfinningunni að svona geti gerst alstaðar í dag, hvar sem er, hvenær sem er.

Hvað skyldi verða til þess að einhver tekur ákvörðun um að taka af lífi fjölda manns ?


mbl.is Sjö myrtir í skotárás í framhaldsskóla í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

jú ég er blessunarlega heil helga mín, en ég eins og aðrir er í tilfinningauppnámi vegna þessa. Bið að heilsa fólkinu þínu.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.11.2007 kl. 20:55

2 identicon

Sæl Hrafnhildur.

Nú þekki ég þig ekki neitt en sá að þú hafðir póstað um þennan voðalega atburð og langar mig aðeins að kommenta á þetta hérna þar sem ég er ekki með vefsíðu sjálfur og efast um að fjölmiðlar mundu hafa áhuga á því að prenta eitthvað sem einhver "skoðanamaður" í Noregi hefur að segja.

Þú spyrð:  Hvað skyldi verða til þess að einhver tekur ákvörðun um að taka af lífi fjölda manns ?

Nú ætla ég að fylgja þessu eftir með því að svara því sem ég HELD(mjög mikilvægt orð) að gætu verið einhverjir af möguleikunum.

1. Geðklofi. Drengurinn getur hafa verið geðklofi án þess að nokkur hafa vitað um það.

2. Tölvuleikir. Já, þú/þið lásuð rétt. Nú er ég 32 ára gamall og vinn með mér yngri mönnum sem stunda þessa

  stríðsleiki í sífellu og ákvað ég nú að prófa þessa vitleysu og sjá hvað væri nú svona spennandi við þetta allt saman.

Ég skal bara segja það hér og nú að foreldrar þurfa að fara taka sig saman í andlitinu og hætta að leyfa börnum 

kaupa leiki sem eru bannaðir innan 16 eða 18 ára því það að er ástæða fyrir því að þetta er bannað.

Þetta er svo raunverulegt að maður hrekkur í kút þegar einhver kemur aftan að manni(í leiknum) eða hefur skothríð

að manni.

 Það er auðvitað ekki mitt að skipta mér af því hvernig foreldrar ala upp börnin sín en mér finnst við heyra of oft um 

ungt fólk sem missir sig svona og hefur skothríð á mann/konu og annan/aðra og myrðir fullt af fólki,.

 Ég veit um foreldra sem eiga 12-13 ára krakka og þessir krakkar eiga alla leiki sem mér finnst ótrúlegt því ég á einn

dreng sem er 14 ára og hann veit hver mín skoðun er og það er ekki einu sinni til umræðu að ég gefi honum svona

leiki, mun aldrei gerast.

 Ef myndin er bönnuð þá fær hann ekki að horfa og þá líka horfum við konan á eitthvað annað svo hann geti horft líka

því ég er andvígur sjónvörpum í herbergi.

Ég hef aldrei og ég endurtek aldrei gefið honum tölvuleiki því ég tel að börn viti ekki lengur hvað er að leika sér og

lifi í einhverjum heimi sem við skiljum ekki og það skapar hættu því þau virðast hætt að gera sér grein fyrir 

hættulegum hlutum og virðast ekki skynja að hnífur,reipi eða kjaftshögg geta orðið þess valdandi að fólk lætur lífið. 

Ég heyrði síðan um námskeið sem er ótrúlegt en satt en Það eru komin námskeið fyrir börn á Íslandi til að læra leiki

eins og "yfir"eða "fallinn spýta", sem er skelfilegt.

 Það er því ekki ólíklegt að ég sé einn "leiðinlegasti" helgarpabbi sem til er en ég hef mínar reglur og stend við þær.

3. Kvikmyndir. Það er ekki að ástæðulausu að maður nefnir þær. Þar er sama vandamál og með tölvuleiki og mörgum 

foreldrum er allveg sama og börn þessara foreldra leyfa barninu bjóða vinum yfir til að sjá BANNAÐAR myndir þótt 

foreldrar hinna barnana séu að reyna að passa uppá að þetta gerist ekki. 

Veltum því síðan fyrir okkur að það eru mjög margir sem vinna við að glápa á þessar myndir og setja á þær 

aldurstakmark sem alltof fáir fara eftir og því mikil vinna þessa fólks ekki að skila sér til almennings sem er skelfilegt.

Ég kenni nútímaþjóðfélagi um hvernig ástandið í heiminum er í dag og þurfa leiðtogar heimsins að fara að taka sig saman í andlitinu ef ekki á að fara verr.

Jæja þetta er komið gott enda munu kannski hópast hérna ungar barnalandsmæður allveg brjálaðar og halda því fram að börnin þeirra séu best upp alinn af öllum eða að ég sé óréttlátur harðstjóri sem skilji ekki börnin og viti ekki hvað þeim er fyrir besti.
 

Noregskveðja, Júlíus Finnbogason. 

Júlíus (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Júlíus fyrir þetta, ég get tekið undir þetta allt saman hjá þér. Prófaði sjálf að spila tölvuleik í nokkrar vikur og hræddist áhrifin sem það hafði á mig. Annað sem ég verð að koma á framfæri er það, hversu mikilvægt það er að þjálfa hjá börnum sínum strax á unga aldri getu til að greina á milli þess sem er rétt og rangt, það er að segja, að ræða um hvaða afleiðingar ákveðnar hugsanir og gerðir hafa. Ég sjálf eyddi löngum stundum með börnunum mínum í að ræða myndir og bækur sem við horfðum á í sameiningu, tókum meira að segja fyrir auglýsingar sjónvarpsins. Það þarf að kenna börnum að horfa á hlutina gagnrýnisaugum, ekki að gleypa allt hrátt. Við foreldrar erum ekki stanslaust yfir börnum okkar og vegna þess þarf að kenna þeim að hugsa sjálfstætt. hef markvisst unnið að því að efla hjá þeim hugsjónir, þú veist að reyna vinna að framförum í allri mynd, bæði sem einstaklingar og samfélagslega.

Ég man eftir viðtali við félagsráðgjafa á Ríkissjónvarpinu fyrir einhverjum árum síðan sem sagði að sá hópur barna færi stækkandi sem ætti í erfiðleikum vegna sinnuleysis og doða foreldra, áfengi væri ekki lengur stærsti bölvaldurinn. Það fannst mér sláandi. Vona að ég hafi náð að gera mig skiljanlega, er orðin svo þreytt eftir langa vinnudaga, varð bara að svara þér.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.11.2007 kl. 21:42

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ aftur, ég virðist bara ekki geta þagnað í dag ég reyndar er aðeins bjartsýnni en þú heyrist mér, með það að ég held að ástand heimsins eigi eftir að breytast,  til hins betra, en svo til þess af  því geti orðið, gæti ástandið hins vegar átt eftir að versna meir en nokkurn grunar. Mannfólkið virðist vera þannig gert að það breytir sér ekki nema tilneytt. Svipað og alkinn sem hættir ekki að drekka fyrr en hann er búin að mála sig útí horn. Sem betur fer eru æ fleiri sem hafa fengið nóg af ástandi heimsins, en fólk þarf að byrja á sjálfu sér, tileinka sér nýja hugsun viðhorf og hegðun.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.11.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Birkir Helgi Stefánsson

Júlíus þú getur vissulega kennt bíómyndum og tölvuleikjum um mörg ofbeldisverk sem eru framin í ýmsum skólum um allan heim en í svona grófum tilvikum þarf eitthvað mikið meira.

Ég hef spilað leikinn "Counter-Strike" í fimm ár (ætli ég segi ekki yfir þriðjung lífs míns). Á sama tíma hef ég einnig séð tugi mynda þar sem ofbeldi var það eina sem maður sá. Maður sá varla annað í öllum þeim myndum sem maður horfði á.

Þrátt fyrir þetta hefur mér ekki dottið í hug að lemja nokkurn mann. Ég sé enga ástæðu til þess. Enginn vilji til staðar heldur. 

Ég á nóg af jafnöldrum, eins og ber að skilja, misgáfaðir. Ég veit ekki betur en þeim sem gengur illa í skóla eru líklegri til þess að vera ofbeldisfullir, það sem ég hef séð hingað til tengist þetta bara gáfum eða sálrænum (andlegum) vandamálum. 

Ég hugsa að það sé einungis hægt að kenna tölvuleikjum um það að þeir gefa  krökkunum hugmyndir. Hugmyndir sem að aðeins geðsjúkir menn myndu framkvæma. 

Ég hef líka oft á tíðum fengið karlkyns kennara. Þeir hafa talað um ofbeldi. Aldrei hefur mér dottið í hug að veita öðrum manni höfuðhögg í hausinn eftir sögunar sem maður heyrði frá þeim. 

Birkir Helgi Stefánsson, 7.11.2007 kl. 22:35

6 Smámynd: Birkir Helgi Stefánsson

Halló!

Ég ber enga gremju í þinn garð fyrir þínar skoðanir.

Ég er reyndar alveg búinn að gefast upp á Counter-Strike. Meðalaldurinn á hverjum Counter-Strike "þjóni" er lægri en meðaleinkunn mín í 10. bekk, sem var þó yfir 8, finnst manni þegar maður reynir að hafa samskipti við fólk þar inni. Þessi leikur er stranglega bannaður innan 18, ég get kennt foreldrum mínum um að treysta mér fyrir því að gera það sem ég vil í tölvunni en hvað væri ég þá að kenna þeim um? Ég er hinn prúðasti í skóla og hef eignast mjög góða vini í gegnum þessa leiki sem ég hitti svo þegar ég byrjaði í Menntaskóla, fínasta fólk að öllu leiti.

Ég tala um það að horfa á ofbeldismyndir eins og það sé allt í lagi já, mér finnst ekkert sjálfsagðara í raun en að hafa séð mörg hundruð morð í sjónvarpi. Ég veit ekki um einn einasta táning sem hefur ekki horft á sakamálaþættina eða hasarbíómyndirnar sem sýna morð eftir morð. Þú veist þetta víst allt saman því að ég er ekki frá því að svona sjónvarpsefni hafi líka verið til á "þínum tíma" (sem unglingur). 

Mér finnst þú vera að tala um sama hlut og ég, óþroski eða það að vita ekki betur sé aðalorsökin fyrir "þessum atvikum". Ég styð ekki ofbeld né morð á nokkurn hátt. Ég veit betur. Ég veit líka að ég get ekki treyst því að allir aðrir vita betur.

Þetta hefur neikvæð áhrif á fólk sem veit ekki betur en að slá annan hvern mann sem fer í taugarnar á því utan undir. Mér sýnist ég vera tiltölulega "seif" frá þessu. 

Birkir Helgi Stefánsson, 7.11.2007 kl. 23:39

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hérna koma til svo margir þættir í flókinni mannsál.  Ekki ætla ég einu sinni að reyna að skilja þessi element sem fá fólk til að ganga svona gjörsamlega af göglunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 00:10

8 identicon

Þetta er hrikalegur atburður og mikill harmleikur. Ég er sammála þér Júlíus að þessir þættir hafa áhrif. Við erum mis viðkvæm líka. Það sem ekki hefur áhrif á mig getur komið þér í uppnám. Þetta er hrikalega nálægt Krummunni minni og okkur hér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband