Finnsk brauð,mmmmm...........og neysluæði samlanda minna.

 Mikið lifandis sem Finnar baka góð brauð, hef bara hvergi bragðað annað eins. Þó þeir geti ekki stært sig af frábærum matarkúltur eða matargerð þá gera þeir heimsins bestu brauð. 

Þetta er algjörlega ólíkt því sem maður á að venjast að heiman. Eftir því sem ég best veit er sala á hvítum brauðum á Íslandi, enn yfir 50% af allri brauðsölu Shocking Finnar nota mikið af kornum og rúg í sín brauð og nota helst ekki ger heldur soja eða súrdeig, enda eru brauðin hér matarmikil, saðsöm og bragðgóð.

En þar sem ég geri ráð fyrir því að bakarar íslands muni halda áfram að baka loftkennd hvít, næringarlítil brauð, varð ég mér úti um brauðuppskriftir hjá húsráðanda og ætla baka í fínu brauðvélinni minni þegar ég kem heim. mmmmm ilmandi nýtt brauð á hverjum morgni.

Var annars að velta því fyrir mér að brátt hefst verslunar æðið heima á klakanum. Hversu mörg heimili skyldu steypa sér í skuldir vegna jólahátíðar? Hvað er þetta sem veldur því að fólk telur sig vanta allt á milli himins og jarðar? Er verið að reyna fylla andlegt tóm með efnislegum hlutum? En það er bara ekki hægt, það er eins og að reyna fylla botnlausa tunnu. Það er engu líkara enn að sjálfsvirðing Íslendinga sé fólgin í  því að geta keypt allt það nýjasta og flottasta. Ég hef heldur aldrei skilið þann mælikvarða að mæla velgengi út frá eignum. Svo er fólk að drepast úr kvíða, streitu og of mikilli vinnu eftir þessa hátíð ljóss og friðar, því það er svo erfitt að borga herlegheitin. 

Mér varð hugsað til þess sem framkvæmdarstjóri auglýsingastofu sagði eitt sinn við mig, hann sagði: margar auglýsingastofur skipta markhópum eftir lit. Gefum okkur að ríka fólkið sé í bláum hóp, efnalitlir einstaklingar, aldraðir, öryrkjar í bleikum hóp, vel stæðir í grænum og meðaljónin í gulum. Við fáum á borð til okkar verkefni, að kynna og markaðssetja  ákveðna vöru. Ef varan er ný, hvaða hópur haldið þá að sé ginkeyptastur fyrir vörunni? Jú nefnilega guli hópurinn, sá hópur sem gerir varla meira en að skrimta!!

Hummmm, I wonder why....

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú segir: " brátt hefst verslunar æðið heima á klakanum" hehe, það er byrjað og er í góðum fasa, klifun í gangi.  Allt brjálað.  Nú er bara að koma heim og fríka út í búðunum.  Segi sonna.  Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 16:18

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já er verslunaræðið runnið á landann? Er blessunarlega laus við þessa vitleysu, hlakka hinsvegar mikið til í að fara í jólafrí og LESA..... Og knús á þig sömuleyðis Jenný.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ertu ekki að grínast Júlíus? Gjafir afþakkaðar undir 8000 þúsund krónum!!!!! Er fólk búið að tapa glórunni? Ég segi eins og þú, mér líður alltaf hálf einkennilega þegar ég fæ boðskort frá fólki sem ég er í sáralitlu eða engu sambandi við, mæti reyndar ekki í  veislur hjá því sama fólki. Fyrir nú utan alla hræsnina, börn eru fermd án tillits til þess hvort þau trúa eða ekki, ekkert af mínum börnum eru fermd, og skrítnustu viðhorfin komu frá öðrum foreldrum, HVA læturðu ekki ferma börnin þín? En finnst þeim ekki leiðinlegt að fá ekki gjafir eins og allir hinir? Ég veit aldrei almennilega hvernig ég á að svara, finnst þetta svo kjánaleg viðhorf. En nú þar fyrir utan þá höfðu stelpurnar mínar engan áhuga á fermingum og þessu yfirdrifnu gjöfum og veislum, þeim fannst margir vina sinna selja sig heldur ódýrt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.11.2007 kl. 17:49

4 identicon

Jú jú kaupæðis tryllingurinn er byrjaður. Nýtt KORTATÍMABIL KOMIÐ Á. OG hverjir kaupa og kaupa það sem mann vantar ekki og hefur ekki þörf fyrir? Ekki þeir sem hafa efni á því.Ég er eiginlega búin að kaupa flestar jólagjafir og nú er bara að vera búin að baka hnetusmjörskökurnar áður en þú kemur heim svo þú getir tekið svo sem einn dunk með þér norður.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:46

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl Hrafnhildur, ferð þú ekki bráðum að koma heim á klakann ?       Já já þetta er geðsýki í sumum´hér heima, kaupæðið þvílíkt, nýtt sófasett osfrv, tala nú ekki um þegar er verið að metast um hve margar sortir af smákökum er búið að baka he he h ennn ég svo heppinn að ég þarf nánast ekkert að baka, mitt fólk vill bara góðan mat ( he he he verðum í faðmi mömmu á aðfangadagskvöld sem er dýrlegt ).......Kv

Erna Friðriksdóttir, 14.11.2007 kl. 18:47

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ja nú er maður ÖRÐLAUS! engar gjafir undir 8000??? jæja, eins gott að ég fékk ekki svona boðskort, hefði sannarlega ekki mætt.

Talandi um fermingar, sonur minn tók fermingarfræðsluna um leið og jafnaldrar hans, tók þá ákvörðun eftir veturinn að hann væri ekki tilbúinn að fermast, ok, hann fékk að sjálfsögðu að ráða því, en þegar hann var 19 ára gamall þá lét hann ferma sig, bauð systkinum sínum, eingöngu og engar gjafir undir 10000 , nei hann reyndar afþakkaði gjafir um leið og hann bauð, fékk eina litla sæta krúttkönnu frá annarri systurinni sem er reyndar í afar miklu uppáhaldi, enhún var gefin svona upp grínið.

Blessuð jólin, já, þau eru framundan með öllum þeim útgjöldum sem við teljum alveg bráðnauðsynleg, er reyndar löngu hætt þessari vitleysu, þarf ekki að kvíða kortaútgjöldum í jan/feb og gef aðeins það sem pyngjan mín ræður vel við, og ég held að geti glatt þiggjandan.

knús í finnaríkið af köldum og blautum skaganum

Guðrún Jóhannesdóttir, 14.11.2007 kl. 18:50

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir kökur systir, eins og þú veist hef ég aldrei verið sveitt yfir " jólabakstri" en þykir gott að fá eina og eina smáköku finnst reyndar alveg með ólíkindum að fólk þurfi að leita á slysavarðstofu um jól vegna ofáts. Það er eitt að borða sig saddann en common slysó.

Jú Erna kem heim 1 des hlakka mikið til, það verður yndislegt að hitta fólkið sitt. Bið að heilsa mömmu þinni. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:58

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er farið í gang eitthvað æði, maður finnur það þegar maður skreppur í borgina.  Gott að vera á Selfossi, mikið minna stress í liðinu hér. Ég byrja ekki á jólaundirbúningi fyrr en eftir 5.des. Annars erum við með gott bakarí á Selfossi ef þú kíkir austur.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 01:32

9 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

hæ, krummhildur, værirðu ekki til í að skella inn uppskriftinni af finnabrauðinu??? ha,,,það væri næs

Þórunn Óttarsdóttir, 15.11.2007 kl. 21:55

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jóhanna bíð þér í kaffi um leið og ég baka fyrsta brauðið

Og Tóta fæ uppskrift eftir helgi....Húsráðandi brá sér í fyllerísferð  til Eistlands

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.11.2007 kl. 11:19

11 Smámynd: Fríða Eyland

Gott að eitthvað sé ætt í Finnlandi Krumma, verði þér að góðu. Mín börn eru nefnd og ófermd þar af leiðandi, enda tel ég að börn  hafi ekki þroska til að velja trúfélag og ekki í mínum verkahring að henda þeim inní slíkt, tel það brot á stjórnarskrá einfaldlega.

Fríða Eyland, 17.11.2007 kl. 17:50

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jú Fríða brauðin eru algjört hnossgæti. Ég gæti ekki verið meira sammála þér með nafngiftir og fermingar, eins og sést í færslu hér fyrir ofan eru mín börn líka nefnd og enginn ferming heldur, hef aldrei verið mikið í að fylgja fjöldanum eða að klappa í takt eins og ég kalla það..... veit hins vegar að mjög margir skíra og ferma eingöngu af því að aðrir gera það, ekki vegna trúarskoðunar, það vantar gagnrýna og sjálfstæða skoðun í svo marga, hjarðeðlið er allsráðandi.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.11.2007 kl. 18:06

13 Smámynd: Fríða Eyland

Klappa í takt er ansi gott ég á eftir að nota það. Ég var einmitt að skrifa færslu umhjarðeðlið og smalann, fallega myndskreytt að vanda hjá mér þó ég seigi sjálf frá hehehe...

Fríða Eyland, 17.11.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband