Og enn meira af húsráðanda... hehe.

Ég má til með að segja frá nýjustu afrekum húsráðanda svona rétt áður en ég leggst á koddann, annars verð ég hlæjandi og flissandi í alla nótt.

Ég fór niður í eldhús fyrr í kvöld, og á eldhúsbekknum stendur hárautt glænýtt útvarpstæki.

Ég segi við húsráðanda, neiiiiii sko,  bara ný fjárfesting.

Húsráðandi verður skrítin á svip en segir svo eftir smá stund: neeejaaassskoooo, ég stal þessu!

Ha????? stalstu þessu, hvað meinarðu?Shocking

Jú ég fór heim til innbrotsþjófsins sem rændi frá mér veskinu um daginn, bauð sjálfri mér inn, tók tækið sem tryggingu og skildi eftir miða til þjófs um það að hann fengi tækið ef ég fengi veskið.Bandit

AAAAHAHAHAHA, ég verð ekki eldriLoL

Hefur ekkert hvarflað að þér að kæra, hikstaði ég á milli hláturroka.

Jú en þetta er miklu betri lexía sagði húsráðandi.

Ekki það, að ég vildi ekki hafa hana á móti mér, þó hún sé ekki nema meter og rakvélablað á hæð, lögblind og megakrútt, þá hræðist hún ekki neitt, og lætur sko í sér heyra ef henni er misboðið.

HAHAHA, hún rændi þjófinn......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

stórkostleg kona !

Sofðu vel

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.11.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Fríða Eyland

Hún er snillingur ekkert minna og náttúrulegur töffari

Fríða Eyland, 13.11.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bronsa konu, ég segi það satt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

hún er sniðug  ég hefði samt frekar bara kært.................

Þórunn Óttarsdóttir, 13.11.2007 kl. 23:21

5 identicon

Þetta virkar örugglega hjá meternum. Þjófur þolir ekki að það sé stolið frá sér.Snilldar kella

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband