okur á Íslandi..

Ég hafði vit á því að versla flestar jólagjafir úti í Finnlandi, vörur þar eru töluvert ódýrari en á Íslandi. Samt hækkaði allt í Finnlandi cirka fimmfalt eftir að evran var tekinn upp. Ég  hef aðeins farið í búðir eftir að ég kom heim og verð fokvond í hvert skipti sem ég lít á verðmiða hluta. Maður er nánast rændur um hábjartan dag.Angry

Að hluta til er þetta okkur neytendum að kenna, við tökum jú þátt í þessu með því að kaupa þessa dýru hluti.

Dóttir mín vann um tíma í tískuvöruverslun þar sem seldar voru gallabuxur sem kostuðu litlar 24.000 þúsund krónur, aðrar nánast eins voru líka til sem kostuðu 12.000 þúsund. Munurinn lá í því að aðrar voru örlítið ljósari en hinar. Hvað haldiði, þær dýrari ruku út, fólk setti þær á raðgreiðslur.... HALLÓ. hvað er að fólki.

Álagning á vörur er margföld hér á landi, fuss og svei.

Kaupmaður einn sem ég þekki verslaði fyrir mig buxur á dóttir mína í einni af sinni innkaupaferð til útlanda. Ég borgaði  kaupmanni 800 krónur fyrir buxurnar en út úr búð voru þær seldar á 8.900 krónur.

Þar sem sjálfsvirðing mín er ekki bundin við merkjavörur eða dýrar vörur fæ ég kikk útúr því að finna góða nytsama hluti/föt á sanngjörnu verði. Ég elska flóamarkaði  og second hand búðir þar sem ég get bæði gramsað og prúttað...semsagt gert góð kaup. Á Íslandi eru þessar búðir í tísku sem þýðir að gamlar vörur eru seldar á svipuðu verði og nýjar.

Lengi vel fór ég einu sinni í viku til mæðrastyrksnefndar á Akureyri, þessar yndislegu konur  selja allskyns varning föt og nytjavörur og ágóðan nota þær í að styrkja þá sem þurfa fyrir jólin. Margir sem ég þekki fóru aldrei af ótta við almenningsálitið.......þetta var ekki nógu fínt!

Er ekki mál til komið að hífa upp sjálfsýmindina og hætta að leggja að jöfnu manngildi og því hversu dýrum fötum fólk klæðist og hversu marga fermetra af steypu það á. Sem betur fer eru ekki allir svona, en allt of margir.

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

mæltu manna heilust Krumma mín

Kveðja 

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.12.2007 kl. 16:42

2 identicon

Heyr! Heyr! Guð hvað ég er sammála þér! Líka með þetta að fólk hefur náttúrlega svolítið kallað þetta yfir sig með því að versla það sem er dýrt. ... Og lengi lifi flóamarkaðir! Húrra! Verst að það er ekki hægt að versla sér jólaskap þar.

Helga Hinriks (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið er ég sammála þér. Alveg ferlegt hvað fólk lætur bjóða sér uppá. Þetta væri ekki svona ef fólk væri ekki að kaupa svona ógeðslega dýra hluti.  Ég á dóttir í London og son í Köben, þau æla á verðlagið hér.  Við hjónin verslum alltaf ódýrt og erum alsæl.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 23:13

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já Ásdís sá færsluna þína um ódýru fatabúðina á selfossi, er vís með að kíkja þangað í næstu suður ferð.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.12.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband